Árið 1972(ég sleppi forsögu) komu 3 menn saman og stofnuðu hljómsveit.
Þessir menn eru Paul Stanley, Gene Simmons og Peter Criss, hljómsveitin
fékk nafnið KISS. Árið 1973 kom fjórði meðlimurinn inn og heitir hann
Ace Frehley. KISS fá plötusamning og gefa út plötuna KISS árið 1974,
hún selst illa svo að þeir gefa út aðra plötu sama ár að nafni Hotter Than Hell.
Selst hún einnig illa svo að þriðja platan er gefin út og heitir
hún Dressed To Kill árið 1975 og seldist hún einnig frekar illa.
Þegar hér er komið við sögu er plötufyrirtækið að fara á hausinn
en samt er ákveðið að gefa út nýja plötu, tónleikaplötu að nafni Alive!
sem kom út 1975 og seldist hún mjög vel og KISS þá orðnir frægir.
Þeir skella sér í studio og árið 1976 gefa þeir út plötuna Destroyer.
Platan sú er þess valdandi að KISS verður ein vinsælasta hljómsveit
Bandaríkjanna.
Hún inniheldur lög eins og Detroit Rock City, God Of Thunder og Beth.
Þeir skella sér í studio og gefa út plötuna Rock And Roll Over
sem kemur út 1976 og aftur fara þeir í studio og árið 1977
gefa þeir út Love Gun, og fara í tónleikaferð um Bandaríkinn eftir hana.
Þeir gefa þá út aðra tónleikaplötu árið 1977 sem heitr Alive II.
Á henni er einnig að finna 5 ný lög.
Eftir hana gera þeir svo myndina KISS Meets The Phantom Of The Park sem
slær áhorfsmet. Í þeirri mynd er leikið sér að hugmyndum sem komu eftir
að KISS teiknimyndasögurnar fóru að koma út.
Þeir ákveða að gera soloplötur og koma þær allar út 1978 sama ár og
myndin var gerð. Soloplöturnar heita einfaldlega Paul Stanley,
Gene Simmons, Peter Criss og Ace Frehley.
Þeir gefa einnig út safnplötuna Double Platinum það ár.
Nú fer að koma svartur tími í sögu KISS, þeir fara að verða það
commercial að þeir gefa út rokk disco plötuna Dynasty árið 1979.
Á henni má samt finna eitt vinsælasta KISS lagið, I Was Made For Loving You.
Þeir halda áfram í svipuðum dúr árið 1980 þegar þeir gefa út Unmasked en
þetta ár hættir Peter Criss, og inn kemur Eric Carr og á hann eftir að
tromma með þeim lengi.
Árið 1981 kemur út umdeilt plata af nafni The Elder, annaðhvort finnst fólki
hún léleg eða frábær. Ég er í þeim hópi sem finnst hún frábær.
Árið 1982 kemur hins vegar út hin afbragðsgóða plata Creatures Of The Night
og sama ár kemur út önnur safnplata en þessi er með 4 nýjum lögum og kallast
hún Killers.
Þetta ár hættir Ace Frehley og í staðinn er kemur Vinnie Vincent.
Árið 1983 kemur út platan Lick It Up og er hún sérstök vegna þess að þetta
er í fyrsta skipti sem KISS koma opinberlega fram ómálaðir.
Sama ár er Vinnie Vincent rekinn(details á KISS X-Posed spólunni).
Inn kemur Mark St. John og spilar hann á plötunni Animalize sem kemur út
1984 en skömmu eftir hana fær hann Reiter´s Syndrome og þarf að hætta
en í stað hans kemur Bruce Kulick.
Árið 1985 kemur út platan Asylum og eftir hana taka KISS sér smá frí og fara bara
að tour-a.
Árið 1987 kemur út platan Crazy Nights og inniheldur hún annað vinsælt
lag, Crazy, Crazy Nights.
Árið 1988 kemur út safnplata að nafni Smashes, Thrashes, & Hits og eru á henni
2 ný lög og ný útgáfa að Beth þar sem Eric Carr syngur.
Svo kemur út plata sem er einnig umdeild, þó mér finnist hún bara fín, og heitir
hún Hot In The Shade.
Árið 1990 fær Eric Carr krabbamein, 9. nóvember spilar hann á sínum síðustu
KISS tónleikum, hann deyr 24. nóvember 1991. RIP.
KISS fá þá nýjan trommara að nafni Eric Singer sem spilað hefur með Alice Cooper
og Black Sabbath.
Árið 1992 kemur út platan Revenge og árið 1993 kemur út þriðja tónleikaplatan
Alive III.
Árið 1994 kemur út KISS tribute plata að nafni KISS MY Ass og á henni eru t.d.
Anthrax og Lenny Kravitz.
1996 kemur út platan MTV Unplugged og á henni spila Ace og Peter.
Reunion Tour byrjar, Eric Singer og Bruce Kulick hætta og original line-up
hjá KISS er komið. Sama ár kemur út safnplatan You Wanted The Best,
You Got The Best, á henni eru live upptökur og eitt viðtal.
KISS gefa svo ú plötu sem þeir tóku upp árið 1994, árið 1997 og ber hún
nafnið Carnival Of Souls og er frekar þung plata, alls ekki lík KISS.
Árið 1998 kemur svo út fyrsta platan sem Paul, Gene, Peter og Ace taka upp
saman í 18 ár, ber hún nafnið Psycho Circus. Það ár fara KISS svo í
Farewell Tour sem er einn stór world tour og eru þeir enn í honum.
20. nóvember næstkomandi á að koma út 5 diska box set + 120 blaðsíðna bók.
Á þessum 5 diskum eru 94 lög og 30 previously unrealesed.
Hlakkar mig mikið til :)
Vona að ykkur leiddist þetta ekki of mikið… :)
Ég vil biðja ykkur um að afsaka stafsetningar villur og ásláttarvillur..nenni ekki að fara yfir etta :)
Saul