Incubus Jæja gott fólk,ég hef ákveðið að skrifa um hljómsveitina Incubus þar sem að ég hef tekið eftir því að það er engin grein um þá og það er náttúrlega snilldar hljómsveit

Þetta byrjaði allt með að söngvarinn Brandon Boyd, trommarinn Jose Pasillas og gítarleikarinn Mike Einziger hittust í grunnskóla. Þeir ólust upp saman og þegar þeir voru 15 ára ákváðu þeir að stofna hljómsveit og fengu til liðs við sig bassaleikarann Alex Katunich.
Eftir miklar deilur um nafn á hljómsveitina fann Mike nafnið “incubus” í orðabók enn “incubus” þýðir goðsagnalegur djöfull sem lokkar að sér sofandi konu.
Þeir byrjuðu að semja og spiluðu á litlum klúbbum. Einn dag fann Mike $100 seðil og þeir notuðu hann til að taka þátt í “Pay to Play” tónleikunum í Roxy í Hollywood.
Einnig spiluðu þeir á helling af strippstöðum og á endanum varð oftast uppselt á tónleika þeirra.

Árið 1993 hittu þeir Jim Wirt. Jim Wirt var plötuútgefandi og tónlistarmaður og bauð þeim að taka upp plötu sem og þeir gerðu og varð fyrsta plata þeirra að raunveruleika enn hún hét “Fungus Amongus” sem var fönk plata.

Árið 1995 Gavin Koppell gekk til liðs við hljómsveitina. Stuttu eftir það notaði Incubus óvenjulega samblöndu af stíl og kraftmiklar sýningar sem stækkaði aðdáendahópinn. Eftir þessan öfundsverða árangur á svo stuttum tíma Incubus loksins fékk plötusamning við Immortal/Epic Records. Eftir túrinn 1996 út um alla Ameríku voru þeir vel settir sem topp band og góðir á sviði.

Þann 7. Janúar gáfu þeir út fyrstu plötu þeirra með Gavin Koppell sem því einfalda nafni “Enjoy Incubus”. Eftir að hafa gefið út plötuna fóru þeir nokkra litla túra. Fyrsti alvöru túrinn þeirra var með Korn í Evrópu.

Þann 9. September 1997 gáfu þeir út plötuan S.C.I.E.N.C.E. sem seldist í yfir 100.000 eintökum. Meðlimir bandsins báðu Gavin Koppell að yfirgefa bandið og yfirgaf hann bandið og tók Chris Kilmore við stöðu hans. Þeir túruðu með á þessum tíma með 311, System of Down og Black Sabbath og tóku þátt í hátíðunum Ozzfest og Warped Tour.

Eftir stanslausa túra árið 1998 og hafa selt yfir 100.000 eintök af S.C.I.E.N.C.E. tóku þeir sér tíma til að taka upp nýja plötu sem var gefin út þann 26 Október 1999 sem hét “Make Yourself sem seldist í yfir 1.000.000 útgáfum og fór í Platínu. Rétt eftir útgáfu plötunar túruðu þeir með hljómsveitunum Primus og Buckethead. Þann 15. Janúar 2001 gáfu þeir út smáskífuna “Drive” og varð hún feikivinsæl og fór í top 10 í “Billboard Hot 100”.

Hljómsveitin tók sér pásu fyrsta part 2001 enn fóru svo að taka upp plötuna “Morning View”. Júní til Júlí túruðu þeir með Hundred Reasons og þá var þeim boðið að taka þátt í Area Festival sem innihélt Moby, Outkast, The Roots og Nelly Furtado. Í Júlí fór platan þeirra “Make Yourself” í tvöfalt platíníum eða 2.000.000 platna.
Þann 23. Október gáfu þeir út 3 plötu sína í fullri lengd í stórri útgáfu. Enn hún hét “Morning View” eftir nafninu á götuni sem upptökuverið var í. 440.000 eintök seldust á fyrstu vikuni.
Næsta ár var það mest í því að túra um Bandaríkin og gáfu meðal annars út á þeim tíma “When Incubus Attacks” (Vol. 2) DVD útgáfu sem innihélt tónlistarvideo með þeim, DVD “Morning View Sessions” og special edition af “Morning View”.

Þann 6. Janúar byrjuðu þeir að vinna af nýrri plötu. Þeir gerðu plötusamning við Sony eftir að hafa verið hjá Immortal/Epic Records í 7 ár. Þann 1. Mars voru Scott Litt, Dave Holdredge og Rick Will tilnefndir fyrir bestu skipuleggningu á plötu fyrir plötuna Morning View af Grammy verðlaununum. Þann 3 apríl ráku þeir bassaleikaran Alex Katunich og fengu í staðin fyrir hann Ben Kenney sem tók stöðu hans á bassanum. Sumarið 2003 voru þeir bókaðir til að spila á Lollapalooza brautini með Jane´s Addiction, Audioslave, Jurassic 5 og Queens Of The Stone Age og í Október gáfu þeir út “Live at Lollapalooza”. Í Desember kom nýja platan út, framleidd af Brendan O´Brien sem hefur meðal annars unnið með Pearl Jam, Bob Dylan, Soundgarden og Rage Against The Machine. Hét hún “A Crow Left Of The Murder” og var hún gefin út með sérstökum CD diski með bak við tjöldin video. Þeir túruðu um allan heim árið 2004 með Bem Kweller, The Walkmen, Hundred Reasons, Brand New og Sparta.

Þeir gáfu út plötuna Light Grenades þann 28. nóvember og seldist hún aðeins í 165.000 eintökum fyrstu vikuna sem var það lægsta síðan “Make Yourself”. Í nóvember spiluðu þeir í Berlin og London á einkatónleikum þar sem voru undir 2000 manns á þeim. Persónulega finnst mér þetta allgjör snilldar plata og ég ofspila fáránlega mikið. Anna Molly, Dig, Love Hurts, Paper Shoes og öll þessi lög,allgjör snilld og finnst mér þetta einn besti diskur sem ég hef hlustað á, Light Grenades er þessa stundina komið í Gull enn ég trúi því ekki enn að það eigi eftir að hækka og fara í svipaða sölu og “Morning View” og “Make Yourself” þar sem mér finnst þetta betri plata enn þær.

Eins og flestir vita er Incubus að koma til landsins og ég mæli með að allir skélli sér á þessa tónleika þar sem þeir eru þekktir fyrir frábæra sviðsframkomu og skemmtilega tónleika

http://www.midi.is/tonleikar/1/4707/ hérna getur þú nálgast miða á Incubs

Ég vona að ykkur hafi þótt þessi lestur skemmtilegur því að ég eyddi miklum tíma að gera þetta