Ég verð að biðjast afsökunar á þessari könnun þar sem ég gerði hana í fljótfærni eftir að svipuð könnun fór svolítið fyrir brjóstið á mér. Ég verð að nefna nokkra gítarleikara sem eiga erindi inn á þennan lista.
Steve Morse (Deep Purple, misc) -Hann var valinn besti gítarleikarinn af virtasta gítarblaði sem fyrirfinnst fimm ár í röð. Hann er einn af örfáum sem hafa komist inn í guitar hall of fame þar.
Tony Iommi - Það verður langur tími þar til ég fyrirgef sjálfum mér fyrir að gleyma honum, ég bið alla Sabbath aðdáendur afsökunar.
Joe Satriani (Solo, misc) - ótrúlega hæfur gítarleikari, mér finnst hann reyndar ekki nema hæfilega skemmtilegur en könnunin fjallar ekki um skemmtunarhæfni, heldur gítarhæfni og hann hefur nóg af henni.
Steve Vai (solo, Frank Zappa, misc) - Þetta er líklegast einn af hæfustu gítarleikurum sem uppi hafa verið. Þegar hann var einungis 13 ára gamall gat hann setið við upptöku af tónleikum og skrifað niður nóturnar af gítarsólóum. Hann hefur einstakt tóneyra. Það sem hrjáir hann að mínu mati er að hann er enn leiðinlegri en Joe Satriani en hann hefur hæfileika, því skal ekki neita.
Frank Zappa (hann sjálfur) - Það hefur verið tíðrætt hérna um hæfileika hans sem gítarleikara og ég veit það sjálfur að hann hefur hæfileika.
Stevie Ray Vaughn (Double Trouble, David Bowie, misc) Frábær, hugsanlega besti blúsgítarleikari allra tíma. Ég hef heimildir fyrir tónleika sem stóðu hátt í sex klukkutíma hjá honum. Frábær.
Hér með hef ég lokið upptalningu á þeim sem ég tel að eiga heima í könnuninni. Ég vil endilega að lesendur sendi línu og nefni þá gítarleikara sem þeir telja að ég hafi skilið útundan.