Það var góð þátttaka í Triviu 3, um 20 manns tóku þátt sem er meðalfjöldi þátttakenda á Triviu. Afsakið hvað það tók langan tíma að senda þetta inn, aftur, en hérna eru svörin:


1. Spurt er um tónlistarmann. Hann fæddist í Ohio fylki í Bandaríkjunum árið 1964. Hann gekk í herinn árið 1982 en hætti síðan þar og flutti til Los Angeles. Þar stofnaði hann hljómsveit ásamt þrem öðrum mönnum. Með þessari hljómsveit gaf hann út 6 breiðskífur og sú nýjasta kom út árið 2006. Þessi tónlistarmaður er einnig þekktur fyrir að stofna aðra hljómsveit sem varð líka mjög fræg og hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 2000. Hver er tónlistarmaðurinn? (1 stig)

Svar: Maynard James Keenan úr Tool og A Perfect Circle

2. Hljómsveit var stofnuð árið 1987 í Seattle í Bandaríkjunum. Söngvarinn hitti gítaraleikarann í partýi og stuttu seinna voru komnir trommuleikari og bassaleikari. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 1990 og er hljómsveitin talin ein af áhrifumestu hljómsveitunum frá Grunge tímabilinu ásamt Nirvana, Pearl Jam, Soundgarden o.fl. Hver er hljómsveitin? (2 stig)

Svar: Alice In Chains

3. Hvaða heróínháði söngvari og gítarleikari þurfti að fara á spítala og þar af leiðandi að aflýsa tónleikum vegna notkunar á Rohypnol og alkahóli? (1 stig)

Svar: Kurt Cobain


4. Nefndu þrjár útlenskar hljómsveitir sem eru með Ö í nafninu á hljómsveitinni. (1 stig)

Svar: Motörhead, Mötley Crüe og Blue Öyster Cult og margar fleiri. Bara eitthvað með Ö í.

5. Hvaða hljómsveit söng um “þessa nútíma ást”, “eins og að borða gler” og “verðið á bensíni”? (1 stig)

Svar: Bloc Party

6. Gítarleikari var fæddur árið 1945 í Englandi. Hann hefur verið í mörgum hljómsveitum og hefur unnið með mönnum eins og Ringo Starr, Frank Zappa, Roger Waters, Bob Marley o.fl. Hann á líka sérstaka línu af Fender gíturum sem bera nafn hans. Hver er gítarleikarinn? (2 stig)

Svar: Eric Clapton

7. Spurt er um plötu. Platan kom út árið 1968 og var samin af manni og eiginkonu hans. Platan er sérstök því hún er samblanda af alls konar hljóðum og tilraunum á alls konar hljóðfæri. Annað sérstakt við hana er að það þurfti að láta brúnt umslag utan um plötuna annars myndu dreifingaaðilar ekki selja hana. Hver er platan og eftir hvern er hún? (2 stig)

Svar: Unfinished Music No.1: Two Virgins eftir John Lennon og Yoko Ono

8. Hvaða öldnu rokkarar létu aldnar konur skjálfa í Laugardalshöll árið 2004? (1 stig)

Svar: Deep Purple

9. Hvaða tónlistarmaður er þetta? (2 stig)

Svar: Jerry Cantrell úr Alice in Chains

10. Hvaða tónlistarmaður er þetta? (2 stig)

Svar: Van Morrison


Stigahæstu þátttakendur úr Trivia 3:

1. Tjeko – 13 stig
2 – 4. WoodenEagle – 12 stig
2 – 4. Oriley – 12 stig
2 – 4. Valtivar – 12 stig
5 – 7. Neonballroom – 10 stig
5 – 7. Diesel – 10 stig
5 – 7. Zoomix – 10 stig
8 – 11. Raiden – 8 stig
8 – 11. Eikig – 8 stig
8 – 11. Scarecrow – 8 stig
8 – 11. Omghax – 8 stig
12. Toggi – 7 stig
13. Desertrider – 6 stig
14. Tilhvers – 5 stig
15 – 16. Mobydick – 4 stig
15 – 16. Jimmytango – 4 stig
17. Ash3s – 3 stig
18 – 20. Konnibesti – 1 stig
18 – 20. Audunn93 – 1 stig
18 – 20. Eyglobyfluga – 1 stig


Topp 10 stigahæstu þátttakendur úr öllum Trivium:

1. Woodeneagle – 32 stig
2. Neonballroom – 23 stig
3 – 4. Eikig – 22 stig
3 – 4. Oriley - 22 stig
5. Sixx – 21 stig
6. Toggi – 17 stig
7. Tilhvers 16 stig
8 – 10. Hangover – 14 stig
8 – 10. Kolur – 14 stig
8 – 10. Drhaha – 14 stig


Munið svo að taka þátt í Trivia 4!

kv. Roadrunne