Hér er listi og stuttur fróðleikur um það sem hefur verið að detta inn í síðustu viku.
Secretly Canadian:
Sufjan Stevens - Songs For Christmas
Það væri ekki of dýrt kveðið að segja sem svo að Sufjan hafi gert stormandi lukku með tónleikum sínum í Fríkirkjunni um helgina. Tónleikarnir voru hreint út sagt stórskemmtilegir og verða lengi í minnum hafðir. Út var að koma fimm diska box með þessum frábæra tónlistarmanni og inniheldur það bæði frumsamin jólalög sem og þekktari jólaslagara í útsetningum snillingsins Sufjan.
Einnig fáanlegar á ný:
Sufjan Stevens - Enjoy Your Rabbit
Sufjan Stevens - A Sun Came
Liz Janes - Done Gone Fire
Done Gone Fire er fyrsta breiðskífa tónlistarkonunnar Liz Janes. Á sínum tónlistarferli hefur þessi frábæra söngkona fengist við að semja pönk, spunakennda jazz- og blústónlist. Á Done Gone Fire fær hún Sufjan Stevens til liðs við sig sem bæði stjórnar upptökum, spilar á skífunni og semur hluta laganna í samvinnu við Liz. Þetta er frábær plata sem ætti að höfða til unnenda tónlistarmanna á borð við CocoRosie, Billie Holiday, Cat Power og Sufjan Stevens.
Tóndæmi: http://www.asthmatickitty.com/mint/pepper/orderedlist/downloads/download.php?file=http%253A//www.asthmatickitty.com/mp3/liz_janes_-_Done_Gone_Fire_-_Proposition.mp3
Swan Lake - Beast Moans
Swan Lake er kanadísk súpergrúbba sem innanborðs hefur að geyma þá Spencer Krug úr Wolf Parade, Dan Bejar úr New Pornographers og Carey Mercer úr Frog Eyes. Beast Moan er þeirra fyrsta breiðskífa og er hún ómstríð, dramatísk og melódísk á alla kanta.
Swan Lake minnir um margt á sveitir þessara manna en kallar einnig á stílbrigði meistara á borð við Nick Cave og David Bowie.
Tóndæmi: http://www.scjag.com/mp3/jag/thefreedom.mp3
http://www.scjag.com/mp3/jag/allfires.mp3
The Curtains - Calamity
Calamity er þriðja breiðskífa The Curtains sem er hljómsveit leidd af Chris Cohen fyrrum gítarleikara hinnar afar merku sveitar Deerhoof. Hann sagði skilið við Deerhoof fyrr á þessu ári til þess að geta sinnt The Curtains af fullum styrk. Nú hefur þriðja breiðskífa þessarar sveitar, Calamity, litið dagsins ljós - loksins!! Calamity er án ef aðgengilegasta breiðskífa þessarar sveitar hingað til og minnir hún óneitanlega á Deerhoof en einnig ævintýralegri tóna Bítlana, Captain Beefheart og Elliot Smith hefði hann verið naumhyggjurokkari og ekki svona þunglyndur.
Tóndæmi: http://www.asthmatickitty.com/mint/pepper/orderedlist/downloads/download.php?file=http%253A//www.asthmatickitty.com/mp3/thecurtains_-_calamity_-_golucky.mp3
Danielson - Ships
Ships er nýjasta breiðskífa Daniel Smith og félaga sem hefur í gegnum tíðina gefið út skífur undir Danielson Famile og Bro. Danielson. Daniel Smith stofnaði Danielson Famile árið 1998 sem í byrjun var verkefni hans í listaháskóla þar sem hann fékk vini og vandamenn til spila í hljómsveit þar sem allir liðsmenn komu fram í lækna- og hjúkkubúningum. Tónlist Danielson mætti setja í flokk með Pixies, The Shaggs, Sufjan Stevens og jafnvel Frank Zappa. Daniel hefur getið sér gott orð sem upptökustjóri og hefur hann m.a. stjórnað upptökum hjá vini sínum Sufjan. Á Ships koma m.a. fram allir meðlimir Deerhoof, Sufjan Stevens, meðlimir Anticon sveitanna Fog og Why? sem og meðlimir hinnar norsku shoegazer-sveitar Serena Maneesh.
Tóndæmi: http://www.scjag.com/mp3/sc/trumpet.mp3
Wilderness - Vessel States
Önnur breiðskífa Wilderness sem er ættuð frá Baltimore í Bandaríkjunum. Í fyrra kom hina frábæra samnefnda skífa og gefur Vessel States henni ekkert eftir og er hún jafnvel betri. Tilfinningaþrungið og vírað rokk sem sver sig í ætt við sveitir á borð við Public Image Ltd., Interpol, Rites of Spring o.fl.
Tóndæmi: http://www.scjag.com/mp3/jag/emergency.mp3
Sjóndæmi: http://www.scjag.com/mp3/jag/wildashevid.htm
The Ladies - They Mean Us
Fyrsta breiðskífa bandarísku spassapoppsveitarinnar The Ladies. Sveitina skipa þeir Rob Crow og Zach Hill. Rob er annar helmingur hinnar frábæru Pinback og hefur í gegnum tíðina gefið út frábærar plötur með Goblin Cock, Thingy, Heavy Vegetable o.fl. Ómennski kolkrabbatrommarinn er annar helmingur reiknisveitarinnar Hella og hefur í hjáverkum spilað með Joanna Newsom og meðlimum Wilco. Saman spila þeir einnig í Team Sleep ásamt Chino Moreno úr Deftones.
Tóndæmi: http://www.temporaryresidence.com/mp3s/ladies_empathy.mp3
Explosions In The Sky - Those Who Tell The Truth Shall Die, …
Önnur breiðskífa hinnar frábæru Texas-sveitar Explosions in The Sky loksins fáanleg á ný. Instrúmental rokk fyrir lengra komna.
Tóndæmi: http://www.temporaryresidence.com/mp3s/explosions_apoormans.mp3
Mirah - Joyride (Remixes)
Ný endurhljóðblöndunarskífa frá hinni bandarísku Mirah Yom Tov Zeitlyn sem er af hollensku bergi brotin. Hún hefur í gegnum tíðina gefið út nokkrar breiðskífur sem hafa þótt mjög merkilegar og ber helst að nefna hinar frábæru Advisory Committee og C'mon Miracle. Hún hefur m.a. verið hægri hönd norskættaða snillingsins Phil Elverum úr hinum frábæru sveitum Mount Eerie og Microphones sem sótt hafa Ísland tvisvar. Endurhljóðblandanir er m.a. í höndum Guy Sigsworth, Mount Eerie og Frou Frou. Guy Sigsworth hefur unnið með ekki ómerkari tónlistarmönnum en Björk Guðmundsdóttur, Madonnu, Britney Spears, Lamb o.fl.
Fyrir aðdáendur Cat Power, Frou Frou, Liz Phair o.fl.
Albert Hammond Jr. - Yours To Keep
Fyrsta sólóskífa Albert Hammond Jr. úr The Strokes og kemur hún vægast sagt nokkuð vel á óvart. Andi The Strokes svífur yfir vötnum og einnig The Shins og The Beach Boys. Margt er um góða gesti á þessari skífu og má m.a. nefna Sean Lennon sem plokkar á bassa, lemur píanó og syngur. Ljúfsár og melódísk skífa.
Jarvis - Jarvis
Fyrsta breiðskífa Jarvis Cocker fyrrum forsprakka hinnar goðsagnakenndu sveitar Pulp. Algjört gúmmelaði.
Agoria - Green Armchair
Glæný breiðskífa frá Agoria sem gefur út hjá fína merki Different (Tiga og Vitalic). Hnausþykk elektrósúpa fyrir unnendur tónlistarmanna á borð við M.A.N.D.Y., Squarepusher og Trentemoller.
Tóndæmi: http://mp3.juno.co.uk/MP3/SF226244-01-01-01.mp3
Amp Fiddler - Afro Strut
Ný breiðskífa frá Amp Fiddler. Sykurhúðað nútímafönk með klassískum undirtón sem ætti að falla vel í kramið hjá unnendum Sly & The Family Stone, Funkadelic og jafnvel Jay Dee.
Various - Chrome Children 2CD
Glæný safnskífa frá Stones Throw sem tekin var saman af Peanut Butter Wolf. Hún inniheldur meðal annars glæný lög frá Madvillain, Dudley Perkins, Oh No, J Dilla o.fl.
Joan As Police Woman - Real Life
Joan As Police er frá New York og er að gera alveg fína hluti með þessari breiðskífu. Hún hefur m.a. unnið með Antony & The Johnsons og syngur Antony m.a. með í hinu frábæra I Defy sem er að finna á þessari annnars fínu plötu.
Tóndæmi: www.myspace.com/joanaspolicewoman
Juliette & The Licks - Four On The Floor
Ný breiðskífa frá Juliette Lewis stórleikkonu og hljómsveit hennar. Þau spiluðu á Iceland Airwaves í fyrra og þar var víst mikið stuð.
Laurent Garnier - Retrospective
Madlib - Take It Back 12"
Mekon - Some Thing Came Up
Á nýjustu breiðskífu spila og syngja m.a. hressustu kappar samtímans, þeir eru Bobby Gillespie úr Primal Scream, Marc Almond, Alan Vega úr Suicide og Africa Bambaataa. Þarf að segja meira?
Mogwai - Zidane: 21st Century OST
Sándtrakk Mogwai úr myndinni um fóboltakappann Zidane.
Nouvelle Vague - Bande A Part
Önnur breiðskífa Nouvelle Vague hinnar frönsku. Til þess að gera langa sögu stuttu þá setja Nouvelle Vague þekkt nýbylgju- og pönklög í bossanova-búning. Hér eru m.a. að finna lög eftir New Order, Echo and the Bunnymen, ESG, The Cure o.fl.
Oh No - Exodus Into Unheard
Glæný skífa frá Oh No á Stones Throw.
Peanut Butter Wolf - Stones Throw
Það eiga fleiri en Smekkleysa afmæli á þessu ári því hér er á ferðinni 10 ára afmælissafnplata frá hinni frábæru hip hip útgáfu Stones Throw. Þetta er tvöfaldur diskur sem m.a. inniheldur lög frá Madvillain, Gary Wilson, Madlib, Quasimoto, MED og ótal fleiri. Stones Throw fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.
Tiga - 3 Weeks 12"
Ný tólftomma frá Johnny Sexual þeirra Kanada-manna.
Vitalic - Bells 12"
Ný tólftomma frá Vitalic.