XFM kynnir: Global Battle of the Bands!
Keppnin verður haldin dagana 15. - 24. nóvember í Hellinum, tónleikasal Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar (TÞM) við Hólmaslóð 2 í Reykjavík.
Keppnin er árlegur viðburður og hefur verið haldin síðustu tvö árin með góðum árangri. Íslensku hljómsveitirnar Lights on the Highway og Finnegan, sem báru sigur úr bítum hérlendis árin 2004 og 2005, hafa hlotið verðskuldaða athygli í kjölfar þátttökunnar.
Keppt verður fjögur kvöld, 15., 16., 22. og 23. nóvember og verður valin ein hljómsveit á hverju kvöldi til þess að keppa til úrslita hérlendis föstudaginn 24. nóvember. Sigurhljómsveit úrslitakvöldsins mun síðan keppa fyrir hönd Íslands í London Astoria í desember.
Sextán hljómsveitir hafa skráð sig og hafa þær sínar ólíku stefnur, allt frá melódísku poppi upp í hart rokk og verður tónlistarflutningurinn því fjölbreyttur.
15. nóvember
Karon
Haraldur
Driver Dave
Gordon Riots
16. nóvember
Savant
Royal Fanclub
Narfur
Winter Perfect
22. nóvember
Disless
Afterlife
Perla
Voda
23. nóvember
Ashton Cut
Út exit
Oort
Modern Day Majesty
24. nóvember
Úrslitakvöld
Öll kvöldin hefjast kl. 20:00 og kostar 600 krónur inn á hvert kvöld, en kaupa má aðgangspassa á öll fimm kvöldin fyrir 1.600 krónur.
Tónleikarnir eru opnir öllum aldurshópum.
Hægt er að nálgast miða á www.tonleikar.is.