dredg dredg (já, með litlu d-i) er Progressive / Alternative hljómsveit frá Los Gatos, Californíu.
Hún var stofnuð árið 1997 af þeim Gavin Hayes sem syngur og spilar á Gítar, Mark Engles á gítar Dino Campanella á trommur og píanó og Drew Roulette sem spilar á Bassa.
Nafn hljómsveitarinnar, sem kemur af orðinu “dredge,” sem þýðir að breikka eða dýpka á eða skurð, átti að vera lýsandi fyrir tónlist hljómsveitarinnar, sem var í harðari kantinum fyrstu árin, en síðustu 2 plötur þeirra hafa verið í rólegri kantinum.

Síðasta sumar fóru þeir og spiluðu í “Taste of Chaos” tónleikatúrnum, en meðal þeirra sem spiluðu þar auk þeirra voru Deftones.

Fyrstu árin sáu þeir sjálfir um útgáfu á tónlist sinni og gáfu þá út plöturnar Conscious ('96,) Orph ('97) og Extended Play for the Eastern Hemisphere. Svo var það í September 2001 að þegar þeir gáfu út fyrstu stúdíóplötuna sína, “Leitmotif” með útgáfufyrirtækinu Universal.
Eftir útgáfu hennar, öðluðust þeir ákveðið “költ” fylgi, sem var að miklu leyti vegna nýstárlegs hljóðs hljómsveitarinnar og hugmyndinni á bakvið hana.
Önnur plata þeirra, “El Cielo,” kom út í október árið eftir en lögin á henni og heildarhugmyndin voru undir miklum áhrifum frá málaranum Salvador Dalí og þá sérstaklega málverki eftir hann sem heitir "Dream Caused by the Flight of a Bumblebee around a Pomegranate One Second Before Awakening
Hún var einnig öðruvísi en ”Leitmotif“ að því leyti að tónlistin var ekki nærri því jafn þung og á fyrri plötum þeirra.
Þriðja stúdíóplata þeirra, ”Catch Without Arms“ kom út í júní á síðasta ári og hljómar mjög svipað ”El Cielo“ og eru þessar tvær plötur í persónulegu uppáhaldi hjá mér.
7. Nóvember síðastliðinn kom svo út nýjasta plata þeirra ”Live at the Fillmore." Sem er, eins og nafnið gefur til kynna, tónleikaplata.

Auk þess að semja og spila tónlist, vinna þeir líka að myndlist og má sjá sum af verkum þeirra á síðu hljómsveitarinnar www.dredg.com

Heimildir:
Wikipedia
Myspace