Hérna eru úrslit úr Rokk Trivia 2. Það var góð þáttaka og er Trivia 3 nú þegar komin upp. 15 stig voru í pottinum í þessari triviu. Afsakið hvað ég er alltaf lengi að þessu en þetta er mikil handavinna og það tekur mig ágætis tíma að semja nýjar spurningar.
Svörin úr Trivia 2
1. Tónlistarmaður einn stofnaði hljómsveit sem átti síðar að verða ein frægasta hljómsveit allra tíma. Þessi tónlistarmaður sem stofnaði hljómsveitina var seinna rekinn úr hljómsveitinni vegna of mikillar neyslu eiturlyfja. Nokkrum dögum seinna fannst hann dáinn í sundlaug aðeins 27 ára gamall. Hver er tónlistarmaðurinn og hvaða hljómsveit stofnaði hann? (2 stig)
Svar: Brian Jones og hljómsveitin er The Rolling Stones
2. Hvaða tónlistarmaður dó úr hjartaáfalli á klósettinu heima hjá sér 42 ára gamall? (1 stig)
Svar: Elvis Presley
3. Gítarleikari einn fæddist í Stoke á Englandi árið 1965. Hann flutti ungur að aldri til Bandaríkjanna og átti eftir að spila í nokkrum stórum hljómsveitum, en tvær stærstu hljómsveitirnar sem hann hefur verið í eru kenndar við byssur. Hver er gítarleikarinn og nefndu eina hljómsveit sem hann hefur verið í? (2 stig)
Svar: Saul Hudson (Slash) og dæmi um hljómsveitir eru Guns N’ Roses, Velvet Revolver, Slash’s Snakepit o.fl
4. Evrópsk hljómsveit hefur verið starfandi síðan 1994. Hún hefur gefið út 5 stúdíóplötur og sú nýjasta kom út árið 2005. Hljómsveitin hefur 6 meðlimi og er hún þekktust fyrir að hafa flest öll lögin sín á öðru tungumáli en ensku og fyrir að spila þungt rokk. Hver er hljómsveitin? (1 stig)
Svar: Rammstein
5. Hljómsveit ein var stofnuð árið 1964 í London á Englandi. Hljómsveitin var þekkt fyrir fjöruga sviðsframkomu og eru taldir miklir frumkvöðlar í rokkinu. Hljómsveitin var upprunalega með fjóra meðlimi en núna eru aðeins tveir eftir því hinir tveir eru dánir. Þeir meðlimir sem eru ennþá lifandi eru söngvarinn og gítarleikarinn. Hver er hljómsveitin? (1 stig)
Svar: The Who
6. Árið 2003 var hljómsveit stofnuð í Kanada. Hljómsveitin hefur gefið út eina plötu og varð hún heimsþekkt eftir útgáfu plötunnar. Hljómsveitin spratt hratt upp á sjónarsviðið og hefur tröllriðið öllum vinsældarlistum og hefur komið fram með þekktum tónlistarmönnum og hefur verið á forsíðum tímarita eins og Time magazine. Í hljómsveitinni er óvenjulega mikið af meðlimum miðað við hljómsveitir í dag og til að nefna eru hjón í hljómsveitinni. Hver er hljómsveitin og hvað heitir fyrsta plata hennar? (2 stig)
Svar: The Arcade Fire og platan heitir Funeral
7. Hvaða hljómsveit söng um “einn af þessum dögum”, “háar vonir” og “peninga”? (1 stig)
Svar: Pink Floyd
8. Hvaða hljómsveit söng um “tunglið í klósettinu”, “hanskan hans O.J eða hvað?” og “æskuna gegn fasisma?” (1 stig)
Svar: Sonic Youth
9. Hvaða plata er þetta og eftir hvern er hún? (2 stig)
Svar: Tubular Bells eftir Mike Oldfield
10. Hvaða plata er þetta og eftir hvern er hún? (2 stig)
Svar: Forever Changes eftir Love
Hérna eru stigahæstu þátttakendur úr Trivia 2:
Sixx – 15 stig
Hangover – 14 stig
Kolur – 14 stig
Kongull - 11 stig
Neonballroom – 11 stig
Woodeneagle – 11 stig
Diesel – 11 stig
Snjurkur – 10 stig
Tilhvers – 10 stig
Oriley – 10 stig
Eikig – 10 stig
Tanja16 – 9 stig
Prumpur – 9 stig
Ikea – 9 stig
Raiden – 9 stig
Fakeplastictrees – 8 stig
Arnor5 – 8 stig
Beggibeggi – 8 stig
Benediktkr – 8 stig
Maggi – 8 stig
Tele – 8 stig
Sdmf – 7 stig
Larch – 7 stig
Behemoth – 7 stig
Drhaha – 7 stig
Alshalmuti – 6 stig
Toggeh – 5 stig
Nesi13 – 5 stig
Peturgunnarsson – 5 stig
Ofurmenni 5 stig
Rohypnol – 5 stig
Pulse – 3 stig
Puffman – 3 stig
Gilvy – 3 stig
Ee10 – 3 stig
Topp 10 stigahæstu þátttakendur
1. Sixx – 21 stig
2. Woodeneagle – 20 stig
3 – 5. Eikig – 14 stig
3 – 5. Hangover – 14 stig
3 – 5. Kolur – 14 stig
6 – 7. Drhaha – 13 stig
6 – 7. Neonballroom – 13 stig
8. Tilhvers – 11 stig
9 – 10. Toggeh – 10 stig
9 – 10. Alshalmuti – 10 stig
Munið svo eftir að taka þátt í Trivia 3!
Kv. Roadrunne