Hérna eru úrslit úr Rokk Trivia 1. Það var góð þáttaka og er Trivia 2 nú þegar komin upp. 15 stig voru í pottinum í þessari triviu. Þeir sem fengu 0 stig voru ekki settir á listann.
Úrslit í stigum
1 - Kertaljós – 10 stig
2 - Wooden eagle – 9 stig
3 - Carpediem - 8 stig
4 – 7 - Sixx – 6 stig
4 – 7 - Drhaha – 6 stig
4 – 7 - Pistons – 6 stig
4 – 7 - Doherty – 6 stig
8 – 9 - Head 5 stig
8 – 9 - Toggeh – 5 stig
10 – 12 - Eigig – 4 stig
10 – 12 - Alshalmuti – 4 stig
10 – 12 - Gaulverji – 4 stig
13 – 14 - Garbage – 3 stig
13 – 14 - Puffman – 3 stig
15 – 18 Skatan – 2 stig
15 – 18 - Behemoth – 2 stig
15 – 18 - Neonballroom – 2 stig
15 - 18 - Afhverju – 2 stig
19- 20 - Illa – 1 stig
19 – 20 - Tilhvers – 1 stig
Svör við spurningum
1. Hljómsveit ein var stofnuð í Bretlandi árið 1994. Hljómsveitin hét fyrst nöfnum eins og Fixed Penalty og Carnage Mayhem en að lokum var hljómsveitin skírð eftir grískri gyðju. Hvaða hljómsveit er þetta? (1 stig)
Svar: Muse
Keppendur sem svöruðu þessari spurningu rétt: Kertaljós, Garbage , Behemoth, Woodeneagle, Head, Alshalmuti, Neonballroom, Puffman, Carpediem, Sixx, Toggeh, Pistons, Doherty og Illa .
2. Árið 1968 sendi hljómsveit frá sér sína fyrstu plötu undir því nafni sem þeir eru þekktir fyrir í dag. Í hljómsveitinni voru fjórir meðlimir og er einn þeirra dáinn í dag. Þeir voru þekktir fyrir að spila bandarískt “fenja” rokk með blues áhrifum. Hvaða hljómsveit er þetta og hvaða meðlimur er dáinn? (2 stig fyrir bæði)
Svar: Creedence Clearwater Revival – Tom Fogerty
Keppendur sem svöruðu þessari spurningu rétt: Neonballroom, Sixx og Doherty.
3. Tónlistarmaður einn samdi lag um spænskan landkönnuð þegar hann var í sögutíma í menntaskóla. Í laginu kemur fram að þessi landkönnuður sé morðingi sem leiddi til þess að lagið var bannað á Spáni því þessi landkönnuður er þjóðhetja þar. Hvaða lag er þetta og hver samdi það? (2 stig fyrir bæði svör)
Svar: Cortez the killer eftir Neil Young
Keppendur sem svöruðu þessari spurningu rétt: Kertaljós, Woodeneagle, Alshalmuti, Carpediem og Sixx.
4. Hvaða hljómsveit söng um að “komast í gegn”, “ástarstræti” og að láta “snerta sig”? (1 stig)
Svar: The Doors
Keppendur sem svöruðu þessari spurningu rétt: Garbage, Woodeneagle, Tilhvers, Eikig, Head, Toggeh, Pistons, Afhverju og Drhaha.
5. Bassaleikari einn fór í áheyrnarprufu til Metallica en hann komst ekki áfram í hljómsveitina því þeir sögðu að hann væri of góður fyrir þá og ætti að halda áfram með sinni eigin hljómsveit. Hvaða bassaleikari er þetta og í hvaða hljómsveit er hann? (2 stig fyrir bæði)
Svar: Les Claypool – Primus
Keppendur sem svöruðu þessari spurningu rétt: Kertaljós, Gaulverji, Skatan, Woodeneagle, Eikig, Head, Carpediem, Sixx, Toggeh, Pistons og Doherty.
6. Hvað kölluðu Simon og Garfunkel sig fyrst? (1 stig)
Svar: Tom and Jerry
Keppendur sem svöruðu þessari spurningu rétt: Kertaljós, Gaulverji, Garbage, Eikig, Head, Alshalmuti, Toggeh, Pistons, Doherty, Afhvejru og Drhaha.
7. Hvaða lag eftir The Beatles var lengst í fyrsta sæti á bandaríska vinsældarlistanum? (1 stig)
Svar: Hey Jude
Keppendur sem svöruðu þessari spurningu rétt: Kertaljós, Gaulverji og Woodeneagle.
8. Hljómsveit ein hefur haft tíu meðlimi sem hafa komið og farið í gegnum árin og núna eru fjórir meðlimir í hljómsveitinni en aðeins tveir eru upprunalegir meðlimir. Hljómsveitin var stofnuð í New York árið 1973 og hefur gefið út tugi platna. Hver er hljómsveitin? (1 stig)
Svar: Kiss
Keppendur sem svöruðu þessari spurningu rétt: Kertaljós, Behemoth, Neonballroom, Carpediem og Pistons.
9. Hvaða plata er þetta og eftir hvern er hún? (2 stig)
Svar: Meddle eftir Pink Floyd
Keppendur sem svöruðu þessari spurningu rétt: Kertaljós, Woodeneagle, Puffman og Drhaha.
10. Hvaða plata er þetta og eftir hvern er hún? (2 stig)
Svar: Supertramp eftir Supertramp
Keppendur sem svöruðu þessari spurningu rétt: Drhaha
Munið síðan eftir að taka þátt í Trivia 2!