Ég ætla að skrifa um bresku hljómsveitina Arctic Monkeys sem gáfu út sína fyrstu plötu í byrjun þessa árs. Síðan þá hefur frægðar-sól þeirra hækkað hratt. Hljómsveitina skipa Alex Turner sem er söngvari og gítarleikari, Jamie Cook sem spilar á gítar, Matt Helders trommari og Nick O´Maley en hann kom í staðinn fyrir Andy Nicholson sem hætti fyrir stuttu.
Þetta byrjaði allt árið 2001 þegar nágrannarnir Alex Turner og Jamie Cook báðu um hljóðfæri í jólagjöf. Þeir fengu báðir gítar og kenndu sér að spila á gítar. Þeir fengu Andy Nicholson til að spila á bassa og Matt Henders keypti sér trommur því að það var ekkert annað hljóðfæri eftir í hljómsveitinni og varð trommari hljómsveitarinnar. Nafnið fengu þeir frá frænda Matts. Frændi Matts vildi alltaf vera í hljómsveit sem hét Arctic Monkeys.
Þeir byrjuðu að spila á börum og á svona smærri tónleikum. Þeir tóku upp á því að taka upp demo og brenndi það á geisladisk. Þeir gáfu svo ókeypis eintök svo að fólk gæti þekkt löginn og sungið með til að magna stemminguna á tónleikunum. Þessir geisladiskar voru í takmörkuðu upplagi svo fólk fór að hlaða diskunum á tölvuna sína og dreifa þessu á netinu. Þannig voru Arctic Monkeys komnir með hóp aðdáenda en engann samning. En hróður sveitarinnar komst til Domino Records og þeir gerðu samning við Arctic Monkeys árið 2005. Þeir gáfu út smáskífu með laginu “I Bet You Look Good on the Dancefloor” í október 2005. Svo kom út breiðskífan Whatever people say I am, That´s what I´m not .
Síðan þá hafa Actic Monkeys unnið 2006 Mercury Prize, NME awards og fleiri verðlaun.
Hljómsveitinn hefur sagt að þeir séu vel á veg komnir með næstu plötu og á hún að koma út í byrjun næsta árs.
Heimildir fékk ég á www.wikipetia.org