Brjálæði á Noise tónleikum
Vá, ég fór á föstudagsbræðing á eysi kakóbar og voru tvær hljómsveitir að spila. cORAL og Noise. Coral byrjuðu og voru þrælfínir. en ekki nógu góð stemmning hjá þeim. Svo eftir að Coral voru búnir tóku Noise við og það varð allt gersamlega brjálað. ÞEir í hljómsveitinni voru allir mjög að fíla sig á sviðinu og áhorfendurnir voru geðveikir. Allir hoppandi og öskrandi með. Ég hef farið þónokkuð oft á föstudagsbræðing og ég hef aldrei! séð jafn mikla stemmningu og svona geðveikt mikið af fólki. Ok ég fílaði Noise ekkert sérstaklega á músíktilraunum en núna eru þeir orðnir svo milljón sinnum þéttari og betri og MIKLU, ég endurtek MIKLU frumlegri. Þeir spiluðu svona 15 lög, 9-10 sín lög og svo coverlög, með smashing pumpkins, Nirvana og Silverchair. Mesta stemmning sem ég hef nokkurn tímann séð og ég hvet alla til að fara á tónleika með Noise. Þeir eru geðveikir!