hvað þykist þú vita um hvað böndin þarna voru að hugsa um að gera? ég var að spila þarna og graveslime voru þeir einu sem gerðu lögin öðruvísi
þeir tóku blew alveg einsog nirvana og something in the way líka nema hann öskraði í staðinn fyrir að humma, þú veist “something in the way, yeah uhmm,
en graveslime: something in the way yeah aahhh,
þeir tóku polly í hardcore útgáfu sem var að mínu mati leiðinlegasta lagið sem þeir tóku af því að þeir breyttu því, hin 2 voru mjög góð hjá þeim. Mínus tóku hörðustu lög nirvana og breyttu þeim voða litið en gerðu þau þyngri og þeir voru með einu orði sagt: geðveikir,
botnleðja, quarashi, og ensími spiluðu lögin alveg einsog nirvana tóku þau, breyttu engu.
og við(Noise)tókum lögin alveg einsog nirvana eða
reyndum það allavega einsog botnleðja,ensími,quarashi og mér finnst það nú bara virðing við nirvana að reyna að taka
lögin þeirra einsog þeir gerðu þau en það er líka cool að spila þau aðeins öðruvísi. Þessir tónleikar voru bara frábærir að öllu leyti, það var gaman að spila þarna, fín stemning og böndin voru öll mjög fín, og til þín ages, það var enginn að reyna að vera eitthvað frumlegur þarna, þetta voru tribute tónleikar til nirvana, þ.e.a.s til heiðurs nirvana og það er allt í lagi að breyta lögunum aðeins en það kalla ég ekkert að vera frumlegur að taka lög eftir aðra og breyta þeim, úff voða ”frumlegt" eða þannig.Má ég nú bara spyrja hvað varð um að spila bara almennilegt melódýskt rock and roll, það þarf náttúrulega að vera svolítill frumleiki og metnaður í tónlistinni en það er alltaf voða issue á íslandi hver er frumlegastur í tónlist og helmingurinn af þeim sem eru að einblína á frumleikann í staðinn fyrir almennilegar,melódýskar lagasmíðar eru með svo asnalega,flókna,skrýtna tónlist að hún er orðinn leiðinleg.en aftur á móti eru mörg bönd sem eru mjög frumleg en samt með fínar lagasmíðar s.s Sigurrós, ampop, múm, mínus og fleiri og fleiri.
Tónlist þarf ekki að vera flókin til þesss að vera góð, t.d nirvana breyttu rokk sögunni með einföldum,melódýskum lögum sem voru svo catchy og einföld að maður var að spila þau og vildi óska þess að maður hefði samið þetta.
en síðan eru bönd einsog silverchair sem voru að gera einfalda melódýska gruggrokk tónlist á fyrsta disknum sínum(frogstomp)aðeins meira útpældari rokktónlist á öðrum disknum sínum(freakshow)og komu síðan með þungar melódýjur og vel útpældar sinfoníur ásamt electrical tölvu soundum á 3 breiskífu sinni(neon ballroom)sem er að mínu mati besti diskur ársins 1999, en þeim var mjög líkt við nirvana á fyrstu tveim diskum sínum og já það vildi svo skemmtilega til að söngvari silverchair(Daniel Johns) var með sítt ljóst hár og jú þeir voru þrír einsog nirvana en hverju í andskotanum skiptir það, þeir eru ekkert alveg einsog nirvana, freakshow minnir mest á nirvana af dikum þeirra þrem en er samt ekkert alveg eins, en allavega þið sem hlustið á silverchair hafið heyrt gífurlegu þróunina með hverjum einasta disk sem þeir gefa út og mörg íslensk bönd sem fólk hefur verið að rakka niður s.s noise og bera okkur saman við nirvana, ég hlusta mikið á nirvana ásamt mörgu, mörgu öðru og
mér finnst við ekkert sérstaklega líkir nirvana, við vorum það á músiktilraunum en við höfum þróast mikið síðan þá og við höldum áfram að gera það. ég meina maður byrjar að spila tónlist sem maður fílar og semur síðan lög sem verða auðvitað undir áhrifum frá því sem maður fílar, en síðan með tímanum fer maður að þróast og við erum alltaf að þróast í nýjar áttir og ég veit að það á eftir að halda áfram þannig að mér er innilega sama hvað er verið að rakka okkur niður fyrir m.tilraunir, en ég er búinn að skrifa heila ritgerð núna sem enginn á eftir að nenna að lesa þannig að I rest my case for now…