Árið 1978, þann 9. júní kom í heiminn snillingur. Foreldrar hans ákváðu að skíra hann Matthew James Bellamy. Þetta er ekki bara einhver snillingur heldur er þetta söngvari og gítarleikari bresku rokkhljómsveitarinnar Muse. En hann er ekki bara með frábæra rödd og klár á gítar heldur er hann einstaklega fingrafimur og spilar á hljómborð.
Faðir Matthew’s heitir George Bellamy og var gítarleikari bresku rokkhljómsveitarinnar The Tornados sem var starfandi á 6. áratugnum.
Móðir Matthew’s Marilyn fæddist aftur á móti í Belfast. Móðir hans kynntist svo George á fyrsta degi sínum í Englandi. Þau fluttu til Cambridge en svo mörgum árum seinna til Teignmouth, Devon.
Þegar Matthew var 13 ára skildu foreldrar hans og hann flutti til ömmu sinnar um hríð.
Rödd Matthews er mjög einstök og hefur verið líkt við Freddie Mercury, Thom Yorke og Jeff Buckley en Matthew segir einmitt að Jeff er sá sem hafi haft mestu áhrif á hann raddlega séð. Falsettan sem Matthew notar einkennir Muse og sker út um það hvort fólk hrífst af Muse eða hatar Muse. Hljómsveitarmeðlimur Matthew Dominic Howard nefndi það einhverntímann að Matthew hefði einstaklega lágt raddsvið, sem útskýrir hágu nóturnar.
Tól Matthew’s eru Hugh Manson gítar sem er sérsmíðaður í versluninni Exeter í Devon. Hann á eins og stendur 10 Hugh Manson gítara ásamt öðrum sem voru fjöldaframleiddir. Hans fyrsti og frægasti gítar er silfraði “Mansoninn”. Matthew kemur með grunnhugmyndirnar en Hugh Manson þróar þær í gítar.
Matthew Bellamy hefur áunnið mikið yfir ævina. Misgott að sjálfsögðu en margt einnig mjög gott. Hann var nýlega í sæti númer 29 yfir 100 bestu gítarleikara heimsins. Skaut þar ekki minni mönnum en The Edge(U2), Pete Townshend og Chuck Berry ref fyrir rass. Og “riffið” hans úr Plug in Baby var í 13 sæti yfir 100 bestu “riff” í heimi. Ekki slæmt. En hann er ekki bara hæfur tónlistamaður heldur var hann í 28 sæti af 50 yfir kynþokkafyllstu rokkarana og Cosmopolitan kaus hann sem kynþokkafyllsta rokkarann árið 2003 og 2004. Ekki slæmt það, enda maðurinn alveg dead sexy.
En tónlist er víst ekki eina áhugamál Matthew’s. En maðurinn hefur alveg brennandi áhuga á samsæriskenningum. En lag hans Ruled by Secrecy á plötunni Absolution er nefnt eftir bók Jim Marrs áhugamanni um samsæriskenningar “Rule by Secrecy”.
Matthew er að mínu mati mikill hæfileikamaður og mjög fjölhæfur.Hann er þekktur fyrir rosalega sviðsframkomu.
Ég hef verið aðdáandi Muse í ca. 6 ár og held í þá von að þeir komi hingað og spili aftur. Matthew sjái mig sem ákafan aðdáanda og biður mig að túra með sér. En eins og ég sagði þetta eru bara vonir og draumar
Upplýsingarnar fékk ég frá wikipedia og sjálfri mér.