Oft þegar rætt er um hljómsveitir er það nefnt hversu margar hljómsveitir tiltekin sveit hefur haft áhrif á en er það endilega eitthvað rosalega jákvætt?
Við gefum hljómsveitum plúsa fyrir frumleika, fjölbreytni, spilamennsku, laga og textagerð en eigum við líka þeim plús út á hversu margar hljómsveitir þeir hafa haft áhrif á? Ég myndi svara því neitandi, því þá er eins og það sé undir næstu kynslóð komið hvort tiltekinn hljómsveit sé nú góð eða ekki.
Tökum dæmi: The Velvet underground sem er í dag álitin ein besta og áhrifamesta hljómsveit allra tíma (það er rosalega ýkt) naut aldrei neinna vinsælda á meðan hún var starfandi og þótti ekkert svo góð, svo hætti hún 1970 og tíminn leið og ekkert markvert gerðist þangað til pönkið 76-77 reis upp og pönkararnir fóru öllum að óvörum að auglýsa Velvet underground sem eina helstu áhrifavalda sína, spurninginn er þá: Voru Velvet underground allt í einu orðnir betri hljómsveit en þeir höfðu verið fyrir 3 árum? Þó þeir hafi ekkert gefið út síðan þeir hættu fyrir sjö árum?
NEI! Auðvitað ekki, málið er að til að verða áhrifamikill þá þarftu ekki að vera FRUMLEGUR né GÓÐUR, mikilvægara er að vera VINSÆLL og FRÆGUR! Því það skiptir sára littlu hversu margar nýjungar þú hefur fram að færa ef nú nærð ekki að koma þér inn á Billboard listann.
Frumleiki hefur í raun sáralítið með áhrif að gera, hljómsveitir eins og Can eða Amon duul sem voru 20 árum á undan breskum rokksveitum og sennilega 30 árum á undan þeim bandarísku og þarafleiðandi frumlegri en ALLAR 70´s hljómsveitir sem ég þekki, nutu ekki mikilli áhrifa vegna þess einfaldlega að þær voru ekki eins vinsælar og Queen, Eagles eða Zeppelin.
Frank Zappa er annað dæmi, hann er langtum frumlegri en 90% af þessum svokölluðu “áhrifamestu böndum sögunnar´´ en hann var aldrei commercial svo að áhrif frá honum eru vart merkjanleg (nema kannski í anda) en ættum við að draga það frá honum þó að hann eigi ekki margar eftirhermur? Er það ekki bara heldur plús að vita hversu fáir (ef þá nokkrir) hafa kjark til að halda áfram þar sem hann hætti og á meðan loka augunum fyrir því hversu margar (oft) heilalausar hljómsveitir ákveða að apa eftir Black sabbath eða Bítlunum?
Málið er að margar þessara áhrifamestu platna sögunnar eru einfaldlega commercial útgáfur af því sem aðrir hafa uppgötvað löngu áður, eins og Dark side of the moon (Pink floyd) er af mörgum talinn áhrifamesta plata allra tíma eða þá áttunda áratugarins og sumir halda því fram að Roger Waters hafi fundið upp electronicuna á þessari plötu (en það er bara viðbjóðslegur fanboy-ismi) en sannleikurinnn er sá að það er EKKERT nýtt á Dark side, þeir gerðu þessa tónlist bara vinsæla, þannig að þegar hinn almenni borgari sem nennir venjulega ekki að kafa undir yfirborðið, heyrir Dark side, heldur að hann auðvitað að hann sé að heyra eitthvað alveg spánýtt og byrjar að breiða út algera þvælu um hvað þetta sé nú alveg dæmalaust frumleg og merkileg tónlist þangað til að það er á flestra vitorði að Dark side sé sennilega ein tilraunakenndasta plata sögunnar.
Það má eiginlega segja það sama um Nirvana og Pixies, það eru flestir sammála um að sú fyrrnefnda hafi haft meiri áhrif þó að Pixies hafi fundið upp gruggið árið 1987 fjórum heilum árum áður en Nirvana gerðu það vinsælt, fólk var einfaldlega ekki tilbúið fyrir Pixies 87 en svo kom Nevermind sem var ”commercial product“ og sló í gegn án þess að gera neitt raunverulega nýtt en svona hafði aldrei heyrst í mainstream tónlist svo að fólk fór strax að tala um tónlistarbyltingu.
Er þetta málið? Eru áhrif bara merki um vinsældir eða frægð, getur tónlist ekki notið allmennra áhrifa fyrr en henni er pakkað saman í hlustendavænan pakka af vinsælli hljómsveit, er þetta ástæðan að flestar þessar ”áhrifamiklu plötur" eru meðal þeirra söluhæstu í heiminum eða er það bara tilviljun? (Skrítinn tilviljun ef maður hefur það til hliðsjónar að almenningur kýs að hlusta á Celine Dion og Alanis Morrisette).
Þetta er bara lítil pæling sem ég hef haft í hausnum um tíma en ákvað núna að deila með ykkur:)
Ps. Reiðir Nirvana aðdáendur! Ég tel Nirvana betri hljómsveit en Pixies:)