Showbiz
Showbiz kom út árið 1999 og er fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Muse. Upptökustjóri þeirrar plötu var John Leckie, sem hafði einnig tekið upp aðra plötu hljómsveitarinnar Radiohead, The Bends. Showbiz er í rauninni mjög lík The Bends á flestan hátt. Söngstíll Matthew Bellamy og Thom Yorke var sagður mjög svipaður, og Thom Yorke fannst sjálfum Bellamy vera að reyna að herma eftir sér!
Þegar Muse tónleikarnir voru haldnir árið 2003, kynntist ég Muse í fyrsta skiptið. Ég hafði þá ekki hugmynd um hvaða hljómsveit Muse væri og fór ekki á tónleikana, en ég hlustaði á Rokkland þátt þar sem verið var að spila brot af tónleikunum. Ég fékk síðan Absolution lánaðan hjá bróður mínum, og ekki leið á löngu þar til ég keypti hann sjálfur. Síðan þá hefur Muse alltaf verið mín uppáhaldshljómsveit. Eftir að ég fékk Absolution keypti ég mér fyrsta diskinn þeirra, Showbiz, og heillaðist einnig af honum. Eftir það voru það auðvitað Origin of Symmetry, og að lokum b-hliða diskurinn Hullabaloo.
Showbiz er æðislegur en er þeirra næstlélegasti diskur, þó að hann sé alls ekki lélegur. Það er alltaf gaman að heyra hvað Matt lifir sig mikið inní lögin, og skemmtilegt hvernig það heyrist svona: *hjjjjjiiiiigggg* þegar hann andar, skemmtilega áberandi. Diskurinn er ekki jafn myrkur og aðrar plötur sveitarinnar að mínu mati, en það er ekkert merki um galla. Ég hef lítið að segja um trommuleikarann Dominic Howard og bassaleikarann Chris Wolstenholm, annað en að þeir eru frábærir hljóðfæraleikarar, báðir tveir.
1. Sunburn
Sunburn byrjar á flottri píanómelódíu og síðan bætast hin hljóðfærin inní. Dæmigert Muse lag. Lagið kom út á smáskífu eftir að Showbiz kom út. Dæmigert Muse lag og frábær byrjun á plötunni. (Þess má geta að ég hef ekki hugmynd um hvað textarnir á plötunni fjalla um…)
8/10
2. Muscle Museum
Muscle Museum er líklega frægasta lagið á plötunni. Lagið hefur aldrei heillað mig neitt rosalega mikið, en er þó alveg ágætt. Muscle Museum kom út í tveim smáskífuútgáfum, annars vegar í Bretlandi og hins vegar í Bandaríkjunum. Breska útgáfan innihélt Muscle Museum (á life líka), ásamt lögunum Do We Need This og Pink Ego Box, en Bandaríska útgáfan innihélt lögin Agitated og Sober. Bandaríska útgáfan kom út árið 2000, en sú Breska kom 1999… Í heild er þetta ágætt lag, en eins og ég sagði: Það hefur aldrei heillað mig neitt mikið.
7/10
3. Fillip
Eitt besta lagið á plötunni að mínu mati, rosalega hresst og skemmtilegt. Ég get hlustað á það endalaust! Viðlagið er mjög skemmtilegt og grípandi að mínu mati, og skemmtilegur, rólegur millikafli. Frábært lag!
10/10
4. Falling Down
Mér finnst þetta lag mjög vanmetið. Sumum finnst þetta vera versta lagið með Muse, en ég er alls ekki sammála því. Róleg og falleg ballaða, og skemmtilegur texti (þó að ég hafi ekki hugmynd um, hvað hann fjalli um! Þegar 2 mínútur og 43 sekúndur eru liðnar af laginu, kemur einstaklega skemmtilegur, og hálf óþægilegur kafli, þar sem Matt “orgar”: “It waaaaaaaasn’t here!”
8,5/10
5. Cave
Ágætt lag, fellur samt í sömu gryfju og Muscle Museum: Heillar mig ekki! Hef ekkert meira að segja um það.
7/10
6. Showbiz
Fyrsta lagið sem ég heyrði með Muse, heyrði það í tölvunni þegar ég frétti af tónleikunum. Þetta lag er SNILLD, einnig eitt af mínum uppáhaldslögum á plötunni! Það byrjar á bassatrommutakti, og síðan byrjar Matt að syngja. Það byrjar svona einhvernvegin eins og ávísun á rólegt lag, en smám saman verður það að frábæru rokklagi!
10/10
7. Unintended
Eftir snilldarlagið Showbiz kemur annað snilldarlag, í allt öðrum stíl. Rólegt og frábært lag. Ég gjörsamlega elska gítarspilið í byrjun lagsins, og í öðru erindi fæ ég alltaf gæsahúð (þegar trommurnar koma inní)! Með Showbiz og Fillip er þetta besta lag plötunnar!
10/10
8. Uno
Fínt lag, fellur samt einnig í gryfjuna sem að Muscle Museum festust í. Eina ástæðan fyrir því að ég skipti ekki yfir þetta lag, er að viðlagið er snilld, synd að allt hitt skuli ekki vera jafngott.
7,5/10
9. Sober
Ágætt lag, en næstversta lag plötunnar. Mjög svipað Uno, ekkert sérstakt nema viðlagið, fyrir utan að viðlagið í þessu lagi nær alls ekki sömu hæðum og viðlagið í Uno gerir! Þetta er nú samt alveg ágætt lag þrátt fyrir það.
6,5/10
10. Escape
Eftir tvö “ekkertsérstök” lög kemur frábært og myrkt lag sem nær næstum því að troða sér í “bestu lög plötunnar” listann, en kemur þó út í “næstbestu lög plötunnar” listann! Í fyrsta sinn sem ég hlustaði á það brá mér alveg rosalega þegar lagið skiptist úr rólegri ballöðu yfir í myrkt rokklag með orðunum “Why can’t you just love her?” Það er jafnframt flottasti parturinn í laginu. Snilldarlag!
9,7/10
11. Overdue
Þá er komið að því, eina lagið á allri plötunni sem ég skipti stundum yfir! Overdue er tvímælalaust versta lag plötunnar, og jafnvel nokkuð leiðinlegt, sérstaklega viðlagið.
3/10
12. Hate this and I’ll love you
Frábært lag, og góður endir á plötunni. Eitt af rólegu lögunum á plötunni. Byrjar á gítar, en smá saman koma hin hljóðfærin inní. Viðlagið er einnig óendanlega flott, jafnvel flottara en Uno viðlagið! Frábær endir á plötunni.
9/10
Í heild fær platan 8,5/10. Snilldarplata, en þó næstversta plata Muse (ef ég tek Hullabaloo með). Mæli með henni!