Angus Young (Lead Guitar)
Þessi snilldar gítarleikari var fæddur í Glasgow, Skotlandi 31. mars 1955. Hann er yngstur af Young fjöskyldunni. Þegar hann var aðeins 2 ára flutti hann og fjölskylda hans frá Skotlandi í úthverfi í
Sydney. Hann hefur spilað á gítar síðann hann var 9 ára. Hann hætti í skóla þegar hann var aðeins 15 ára því hann vildi frekar vinna fyrir hljómsveitar dóti. Takmarkið hans: Að verða rokkari. Fyrsta hljómsveitin sem hann stofnaði var kölluð “Tantrum”. Kvöld eitt þegar hann hélt tónleika, gerði Angus
allt vitlaust, sérstaklega með hlaupum sínum fram og til baka á sviðinu, þetta fræga “duck walk” eins og það er kallað en hann tók það upp eftir Chuck Berry, en Angus hafði verði mikill aðdáandi hans. Á þessum tónleikum tók Malcolm (bróðir hans) eftir hæfileikum hans og fékk hann strax við liðs við sig í nýju
hljómsveitina sína: AC/DC. Hugmyndin af því að vera í skólabúning á sviði kom frá systur þeirra. Þegar Angus var ennþá lítill, þá hafði hann aldrei tíma til að skipta um föt áður en hann fór á hljómsveitar æfingu. Þá spurði systir hans: “Afhverju klæðistu ekki bara skólabúningnum á sviði” Síðan þá hefur hann
alltaf verið í skólabúning á sviði. Hann spilar á Gibson SG 1968.

——————————————————————————–

Malcolm Young (Rhythm Guitar)


Malcolm var fæddur í Glasgow, Skotlandi 6. Janúar, 1953. Hann er eldir bróðir Angusar, hann hætti í skóla mjög snemma til þess að fara að vinna. Það var eldri bróðir han George sem gaf honum gítar bakteríuna. Sem síðan Malcolm gerði við Angus. Af sjálfsögðu fékk Angus sinn fyrsta gítar frá Malcolm. Áður en Malcolm stofanði AC/DC ásamt bróður sínum, spilaði hann í hljómsveit sem hét “The Velvet Undergrounds”. Hans tónlistar áhrif koma frá Rolling Stones og síðan kemur mikið úr jazz-i, svo dæmi sé tekið Louis Armstrong.
Malcolm er af mörgum talinn vera heilinn á bak við hljómsveitina. Hann hefur ásamt bróður sínum samið öll lög hljómsveitarinnar. Hann notar Gretcsh Firebird með mjög þykkum strengjum og hann er einn sá besti takt gítar spilar í heimi.
——————————————————————————–

Bon Scott (Ex-Singer)

Bon Scott (Ronald Belford) var fæddur 9. júlí 1946. Hann er upprunalega frá Skotlandi, en hann flutti til Ástralíu þegar hann var 4 ára. Hann hélt sér uppi með littlum vinnum. Þó hann hafi ekki verði mjög
hæfileikaríkur í skóla þá féll hann fljótlega fyrir tónlist og byrjaði að spila á trommur þegar hann var 15 ára. Áður en hann gekk til liðs við AC/DC, þá söng hann fyir nokkrar hljómsveitir eins og Spectator og The Valentines. Í fyrstu vildu Young bræðurnir fá hann á trommurnar en seinna sannaði Bon Scott sig sem mjög góðan söngvara líka. Kona hans var alltaf að biðja hann um að semja lag um sig þannig að hann samdi lagið “She's got balls”. Örlitlu seinna skildi hún við hann. 20. febrúar 1980 dó Bon Scott í London. Eftir
nótt þar sem mikið var drukkið og hann var fundinn í bíl vinar síns, en þar hafði hann drukknaði í sinni eigin ælu. “Okkur leið eins og við hefðum misst meðlim úr fjölskyldunni”, sagði Angus.



——————————————————————————–

Brian Johnson (Singer)


Brian fæddist þann 5.október, 1948 í Newcastle. Áður er hann byrjaði með AC/DC, hann söng í hljómsveit sem hét “Geordie”,
aðalega þekkt í Englandi. Það var hann sem þurfti að fylla upp í skarðið sem Bon hafði látið eftir sig.En Brian gerði það vel. Það fyrsta sem hann gerði með AC/DC var platan Back in Black, og hún varð þeim
til mikilla framfara og var mest selda plata á þeim tíma og náði fyrsta sæti á mörgum listum. Brian's (sem er mikið fyir bjórinn)
fær áhrif frá Joe Cake og Ray Charles




——————————————————————————–

Phil Rudd (Drummer)

Hann var fæddur 19. maí, 1954 í Melbourne, Ástralíu. Áður en hann byrjaði sem trommari hjá AC/DC, spilaði
Phil í hljómsveit sem hét “The couloured balls”. Hann byrjaði fyrst með AC/DC árið 1975 en hætti með þeim
árið 1983 eftir mikil rifrildi við Malcolm. Tveir aðrir trommara reyndu að fá stöðuna hans: Simon Write og
seinaa Chris Slade. Þrátt fyrir að vera mjög góðir trommarar gat hvorugur þeirra fengið stöðuna sem
trommari hljómsveitarinniar. Seinna eða 10 árum síðar, kom Phil aftur til hljómsveitarinnar fyrir gerð
plötuna “Ballbreaker” sumarið 1994.

——————————————————————————–

Cliff Williams (Bass)

Cliff var fæddur 14. desember, 1949 í Romford, úthverfi í London. Hann stofnaði sína eigin hljómsveit
sem hét “Home” en þeir hættu fljótt saman síðan byrjaði hann í annari hljómsveit: Bandit. Hann kom síðan
til AC/DC fyrir gerð plötunar Powerage árið 1978. Angus viðurkennir: “Við fengum hann til okkar því að
hann var með fallegt andlit. Þú veist að það er mikilvægt ef þú vilt fá nóg af stelpum á tónleikana.”




——————————————————————————–

Chris Slade (Ex-Drummer)




Chris Slade var fæddur 30. október, 1948 í Englandi, þar sem hann á heima enn þann dag í dag. Honum er fyrst
minnst þegar hann spilar með Tom Jones lagið “It's not unusual”. Síðan spilaði hann með mörgum mismunandi
hljómsveitum (Tony Hazzard og Tom Paxton, Manfred Mann's Earth Band, Uriah Heep…) áður en hann byrjar
með AC/DC til þess að taka við af Simon Wright. Hann spilaði á “The Razor's Edge” og á þessum heims túrum
(Live at Donington sem kom út árið 1992) Hann er einnig hluti af Big Gun, aðal laginu í myndinni “Last action hero”
(með Arnold Schwarzenegger). Árið 1995, tók Phill Rudd við sæti hans sem trommari og spilaði á “Ballbreaker”



The Beginning

AC/DC var stofnað af Malcolm Young, einu af níu börnum William og Margaret Young. 1971, þegar Malcolm var 15 ára hætti hann í skóla og gekk í bandið Velvet Underground(ekkert tengt bandi Lou Reed), þar sem söngvarinn var Brian Johnson.
Árið 1977 bauð George, bróðir Malcolms, honum og bróðir hans Angus í bandið Marcus Hook Roll Band, til að taka upp plötuna Tales of Old
Granddady. Þetta var það fyrsta sem Angus og Malcolm gerðu fyrir ACDC. Eftir 14 ár og 9 mánuði(aldurinn þegar þú mátt hætta í skóla), hætti Angus í skóla og fór að vinna sem prentari á klámblaði að nafni Ribald. Þegar Velvet Underground hætti starfsemi var Malcolm ákveðinnn í að stofna band með einum gítarleikara og hljómborðsleikara, en hann skipti síðan um skoðum og ákvað að hafa tvo gítarleikara og réði Angus sem hinn gítarleikarann. Réði hann svo Colin Burgess sem trommara en hann hafði spilað í nokkrum böndum áður, svo gekk bassaleikarinn Larry Van Knedt til liðs við þá og að lokum söngvarann Dave Evans. Nafnið AC/DC, kemur af ryksögu sem móðir bræðranna átti, en það er skammstöfun fyrir ‘Alternating Current/Direct Current’.
Fyrstu tónleikar þeirra voru á litlum klúbbi í Sydney sem kallast Chequers. Þeir spiluðu cover lög eftir Bítlana, Chuck Berry og Rolling Stones. AC/DC var fædd!

It's A Long Way To The Top

Næstu 6 mánuði voru miklar mannabreytingar í hljómsveitinni. Í staðinn fyrir Colin Burgess komu Ron Carpenter, Russel Coleman og Peter Clack hver á fætur öðrum meðan að Rob Bailey kom í staðinn fyrir Larry sem bassaleikari.
Í júní ’74 tóku AC/DC fyrstu lögin sín upp, en þetta voru lögin ‘Can I Sit Next To You Girl’ og ‘Rockin’ In The Parlour' . Núna voru meðlimirnir Malcolm Young, Angus Young, Dave Evans, Rob Bailey og Peter Clack. Þá fóru þeir á tónleikaferðalag til að spila á klúbbum, þeir spiluðu m.a. á Hard Rock Café sem Michael Browning átti og gerðist hann framkvæmdarsjóri sveitarinnar. Hann tók þá margar ákvarðanir fyrir sveitina, sú fyrsta og stærsta var að ráða mann að nafni Ronald Belford Scott í sveitina, kallaðan Bon Scott eða Bon. Þeir leyfðu honum að spreyta sig sem trommara og söngvara og eftir það tók hann sæti Dave Evans sem söngvari sveitarinnnar. Í janúar ’75 tóku þeir upp sína fyrstu plötu, sem fékk nafnið High Voltage. Hún var tekin upp á 10 dögum og kom út í febrúar sama ár. Þá voru liðsmennirnir Malcolm Young, Angus Young, Bon Scott, George Young (á bassa) og
Tony Kerrante (á trommum). Fyrsti singullinn af plötunni, Baby Please Don't Go, var nokkuð vinsæll í Ástralíu.
Að lokum var uppröðunin á liðsmönnunum endanleg, en inn komu Phil Rudd(á trommum), og Mark Evans (á bassa) og önnur plata þeirra, T.N.T. kom út í lök ársins ’75, það var stór áfangi, því platan seldist í yfir 100.000 eintökum og AC/DC voru orðnir stærsta rokkband Ástralíu.

Dirty Promises

Vinsældir þeirra í Ástralíu jókust hraðar en þá hafði nokkurn tíman grunað. Tilraunir þeirra til að ná vinsældum um allan heim höfðu ekki enn borið ávöxt, en til að ná þeim þyrftu þeir að gera stóran plötusamning við stóra útgáfu, en Michael Browning sá við því, hann hafði samband við Atlantic Records og AC/DC skrifuðu undir stóran samning við fyrirtækið um vorið ’76. Þeir ákváðu síðan að fara til Bretlands til að öðlast meiri frægð, þeir komu til Bretlands 1. apríl ’76.
Þriðja plata þeirra, Dirty Deeds Done Dirt Cheap, kom út, og fyrsti singulinn á þeirri plötu, Jailbreak, náði miklum vinsældum. Í júlí ’76 spiluðu þeir vikulega á Marquee klúbbnum og mættu um 1.000 manns á hvert gig. 29. ágúst sama ár spiluðu AC/DC á sínum stærstu tónleikum til þessa á Reading tónlistarhátíðinni fyrir framan 15.000 manns.
Í desember sama ár kom Dirty Deeds Done Dirt Cheap út í Bretlandi, en útgáfan innihélt ekki Jailbreak og R.I.P.(Rock In Peace), en í staðin komu Rocker, af T.N.T. plötunni og áður óútgefið lag, Love At First Feel, sem kom út sem singull í janúar ’77. Í desember ’76 flugu þeir aftur heim til Ástralíu, og var þeim vel tekið. Þeir tóku sér stutta pásu í kringum jólin og fóru síðan að taka upp sína 4. plötu, Let There Be Rock, í Albert stúdíóinu í Sydney. Eftir nokkur gig í Melbourne, Sydney og Adelaide héldu þeir til Bretlands á stutt tónleikaferðalag sem þeir fylgdu síðan eftir með Evróputúr ásamt Black Sabbath. En Malcolm og Geezer Butler, bassaleikara Black Sabbath kom mjög illa saman og AC/DC var sparkað úr túrnum svo þeir snéru aftur til Bretlands.
Í lok júni ’77 ákvað Mark Evans að hætta, Michael Browning mælti með því að ráða Cliff Williams og var það gert.

Hello America

Næsta skref var að fara til Ameríku. Breska útgáfan af High Voltage var gefinn út í Ameríku í október ’76 og Let There Be Rock í júní árið eftir. Fyrsti Bandaríkjatúr þeirra byrjaði um sumar og endaði um vetur. Stærsta gigið var í Hollywood Spartatorium og voru 13.000 manns mættir til að sjá þá.
Í nóvember og desember hituðu þeir upp fyrir Rush og Kiss.
Eftir nýárs fríið í Ástralíu fóru þeir í Albert stúdíóið og tóku upp plötuna Powerage. Hún kom út 28. apríl í Bretlandi og komst upp í 26. sæti á lista yfir söluhæstu plötur.
Powerage heimstúrinn byrjaði 26. apríl í Bretlandi og síðan fóru þeir til Bandaríkjanna og spiluðu meðal annars með Rainbow, Savoy Brown, Alice Cooper,
Journey, Aerosmith, Scorpions og UFO. Þeir spiluðu á nærri 100 tónleikum í Bandaríkjunum, allt frá litlum klúbbum til Day On The Green tónleikahátíðarinnar í San Francisco. Eftir þessa tónleikaferð höfðu þeir selt 250.000 eintök af plötunni.
Næsta plata, If You Want Blood You've Got It, var tekin upp í lok ársins ’78 og komst í 13 sæti á breska metsölulistanum og komst á topp 50 í Bandaríkjunum en það var í fyrsta skipti sem plata frá þeim komst það hátt vestanhafs.

On The Highway To Glory

Um þetta leyti skiptu AC/DC um próduser, en Eddie Kramer, sem hafði unnið með ekki ómerkari mönnum en Jimi Hendrix, Kiss og Led Zeppelin, var fyrsti valkostur til að pródusera næstu plötu, en það fer ekki allt eins og ætlað var. Robert John ‘Mutt’ Lange var að lokum valinn til að pródusera plötuna. Og auk þess að skipta um próduser skiptu þeir einnig um stúdíó, færðu sig yfir í Roundhouse Studios in Chalk Farm í London. Þessu fylgdi líka eftir breyting framkvæmdarstjóra. Peter Mensch tók við af Michael Browning. AC/DC, sem höfðu aldrei áður tekið upp efni annars utan Ástralíu, og aldrei verið lengur en 3 vikur, eyddu sex mánuðum í London í að taka upp næstu plötu. Mutt Lange stóð sig prýðilega og platan sem fékk nafnið Highway To Hell fékk góða dóma og var líklega þeirra besta plata til þessa.
Eftir Plötuna fóru þeir á langt tónleikaferðalag, og 18. ágúst ’79 spiluðu þeir á sínum stærstu tónleikum til þessa, þegar þeir hituðu upp fyrir meistarana í The Who á Wembley. Þetta gig hjálpaði þeim mikið og hituðu þeir upp fyrir The Who á tónleikum í Evrópu. Fyrir jólafríið í Ástralíu fóru þeir á Evrópu túr sem endaði á tónleikum í París.
En í byrjun ársins gerðist sorglegasti hluturinn í sögu sveitarinnar…

Touch To Much

,,Hinn 33 ára gamli Bon Scott, fannst dáinn síðastliðna nótt í bíl í Dulwich, Suður-London”

(BBC Radio London, 21 febrúar 1980)

Þriðjudaginn 19 febrúar fór Bon Scott til Ian Jeffreys, sem skipulagði túrana þeirra, í kvöldmat. Fór síðan um kl hálf 7 á klúbb að nafni Music Machine. Þegar hann lokaði kl. 3 fór Bon með gömlum vini, Alisdair Kinnear. Hann keyrði hann heim en gat ekki komið honum úr bílnum né vakið hann. Hann fór þá heim til sín með hann og reyndi að vekja hann en allt kom fyrir ekki. Hann ákvað þá að skilja hann eftir í bílnum, og fór sjálfur inn að sofa. Þegar hann vaknaði daginn eftir fór hann að athuga Bon, og þá kom í ljós að hann andaði ekki. Hann flýtti sér á King's College spítalann með hann en læknum tókst ekki að bjarga lífi hans og var hann úrskurðaður látinn. Dánarorsökin var talin vera áfengiseitrun.

Back In Black

Fyrstu vikurnar eftir dauða Bon vissu meðlimir AC/DC ekki hvað átti til bragðs að taka, halda áfram án Bon eða hætta. Að sjálfsögðu gætu AC/DC aldrei verið samir án Bons eftir að hann dó. Þegar hann dó, dó partur af hljómsveitinni líka. En Angus og Malcolm vissu að Bon myndi ekki vilja að þeir hættu, heldur myndi hann vilja að þeir héldu áfram að gera góða tónlist.
Og það gerðu þeir, blöðin voru farinn að skrifa um líklega eftirmenn Bon Scotts. Stevie Wright, söngvari Easybeats, Ástrali að nafni Alan Fryer, Englendingurinn Gary Holton, Terry Schlesher, og að lokum Brian Johnson, sem bræðurnir þekktu til voru taldir líklegir til að taka við af Bon. Og að lokum fékk Brian Johnson starfið.
Þá byrjuðu þeir að taka upp 8. plötuna í Compass Point stúdíóinu á Bahamas eyjum undir stjórn John ‘Mutt’ Lange. Hún var tekinn upp í mars og apríl á alls sex vikum.
1. júlí, þreytti Brian frumraun sína á sviði með AC/DC í Namur í Belgíu. Platan, sem fékk nafnið Back In Black, kom út 31. júlí. Var á toppnum í Bretlandi í 2 vikur í nóvember komst hún í 4. sæti í Bandaríkjunum og var á topp 10. í heila fimm mánuði. Og komst hún í 2. sæti í Ástralíu. AC/DC fóru síðan á sitt fyrsta tónlistarferðalag með Brian, þeir túruðu í Bandaríkjunum í 2 mánuði, síðan í Bretlandi og Ástralíu. Þetta var þeirra fyrsti túr í heimalandinu síðan Dirty Deeds Done Dirt Cheap kom út. Árið ’81 byrjaði með fleiri gigum í Japan og Ástralíu.
22. ágúst ’81 fengu þeir staðfestingu á því að þeir væru eitt stærsta rokkbandið í heiminum, þeim var boðið að vera aðalnúmerið á Castle Donington Monsters Of Rock hátíðinni.

For Those About To Rock…

Næsta plata, var tekin upp í Paris ásamt John ‘Mutt’ Lange. Platan, sem fékk nafnið For Those About To Rock (We Salute You), komst í 3. sæti breska metsölulistans og síðan voru 7 plötur AC/DC valdar sem topp 100 þungarokksplötur allra tíma af rokktímaritinu Kerrang! Eftir plötuna fóru þeir á langt tónleikaferðalag og voru nú farnir að spila á stærri stöðum. Eftir tónleikaferðalagið þá voru AC/DC valdir besta bandið af lesendum Kerrang!, Angus besti gítarleikarinn, Cliff besti bassaleikarinn, þeir voru valdir bestir á sviði, og For Those About To Rock besti singulinn, Brian var 3. besti söngvarinn, Phil Rudd næstbesti trommarinn og Let's Get It Up var valinn 16. besti singullinn.

Fire Your Guns

Eftir túrinn ’82 tóku AC/DC sér langa pásu áður en þeir fóru að vinna að næstu plötu. Hún var tekin upp í Compass Point stúdíóinu í Nassau. Um miðjar upptökur var Phil Rudd rekinn. Þá voru engar ástæður gefnar fyrir brottrekstrinum en síðar urðu eiturlyfjavandamál Phils ekkert leyndarmál, heldur hreinn sannleikur. Og til að auka vandamálin, þá voru persónulegir örðugleikar á milli Malcolms og Phils. Phil var út!
Platan sem fékk nafnið Flick Of The Switch, sem þeir próduseruðu sjálfir, olli miklum vonbrigðum. Hún komst í 4. sæti í Bretlandi og aðeins 15. í Bandaríkjunum. Og í kosningu Kerrang! Unnu AC/DC engin verðlaun og lentu aðeins í 5. sæti yfir bestu bönd og áttundu mestu vonbrigði ársins. Þá var komið að því að finna nýjan trommara, og eftir mörg áheynarpróf fékk hinn tvítugi Simon Wright starfið. Og í október þreytti hann frumraun sína á sviði í Vancouver í Kanada. Síðan túruðu þeir í Kanada og Bandaríkjunum.
19. ágúst ’82 urðu AC/DC fyrsta bandið til að verða stærsta númerið á Castle Donington Monsters Of Rock hátíðinni. Síðan spiluðun þeir á rokkhátíðinni very first Rock In Rio í Brasilíu. Eftir Rock In Rio tóku þeir sér aftur langt hlé.

Back In Business

Það var ekki fyrr en um vorið ’85 sem AC/DC fóru að vinna að næstu plötu. Fly On The Wall hét hún og próduseruðu þeir áfram sjálfir. Hún olli líka vonbrigðum og náði aðeins 7. sæti í Bretlandi og fyrsti singullinn, Danger, náði aðeins 48. sæti.
Fly On The Wall túrinn byrjaði í Bandaríkjunum, og í janúar ’86 spiluðu AC/DC á 6 tónleikum í Bretlandi og 18 á Evrópu fram að miðjum febrúar. 16. febrúar snéru þeir aftur til Bretlands til að skjóta vídeó fyrir singulinn Shake Your Foundations sem náði 24. sæti.

Maximum Overdrive

Einn stærsti og frægasti aðdáandi AC/DC, rithöfundurinn Stephen King, spurði hvort hann mætti nota AC/DC lög í sándtrakkið á nýrri kvikmynd eftir sögu hans, Maximum Overdrive, og jafnvel taka nokkur ný upp fyrir myndina. Þeir samþykktu það og tóku upp3 ný lög í gamla stúdíóinu í Nassau. Þetta voru lögin Who Made Who,'D.T. og ‘Chase The Ace.
3. maí varð Who Made Who þeirra stærsti hittari í nokkur ár. Þeir fóru síðan á smá túr um Ameríku og tóku sér síðan tveggja mánaða frí áður en þeir fóru að vinna að næstu plötu.

That’s The Way…

Eftir mikla leit að góðum stað til að taka upp plötuna völdu þeir Miraval í Suður-Frakklandi og byrjuðu þeir í ágúst. Harry Vanda og George Young próduseruðu þessa plötu og voru alls 19 lög tekin upp fyrir hana, en aðeins 10 bestu sluppu inn. Fyrsti singullinn, Heartseeker, var gefinn út 4. janúar ’88 og komst í 12. sæti í Bretlandi.
Platan fékk nafnið Blow Up Your Video kom út í lok janúar og komst í 2. sæti í Bretlandi, sem var það besta síðan Back In Black kom út. Í Bandaríkjunum komst hún í 12. sæti.
Eftir 3 daga æfingu í Entertainment Center í Perth byrjaði túrinn í febrúar, þetta var þeirra fyrsta gig í u.þ.b. ár og það fyrsta í Ástralíu síðan ’81. Og til að gera þetta enn sérstakara, þá voru Isa og Chick Scott, foreldrar Bons á tónleikunum. Eftir túrinn í Ástralíu höfðu þeir spilað fyrir 130.000 aðdáendur á 3 vikum. Þá lá leiðin til Bretlands en þeir spiluðu aðeins í tvem borgum þar, Birmingham og London. Þá fóru þeir til Evrópu og sneru síðan aftur til Bretlands og kláruðu túrinn með tónleikum á Wembley Arena. Malcolm fór ekki með þeim til Bandaríkjanna því hann þurfti frí frá tónleikahaldi. Þeir leituðu ekki langt til að fá eftirmann hans, bróðir hans Stevie kom í staðinn fyrir hann á Bandaríkjatúrnum og þeir létu eins og ekkert hefði í skorist. Hans fyrsta gig var Cumberland Civic Center í Portland Maine, 3. maí. Á þessum túr var nánast alltaf uppselt á þá og túrinn endaði í lok ársins.

On The Razor's Edge

Þegar næsta plata var í undirbúningi þá sömdu Malcolm og Angus textana án hjálpar Brians. Hann átti við ýmis persónuleg vandamál að stríða þ.a.m. var hann að skilja við eiginkonu sína. En á meðan Angus og Malcolm voru að vinna að nýju efni var Simon boðið að spila á plötu Ronnie James Dio, Lock Up The Wolves. Það var til að hann hefði eitthvað fyrir stafni áður en AC/DC færu í stúdíó. En nokkrum mánuðum síðar var það staðfest að Simon endanlegur meðlimur sveitarinnar hans Dio.
Núna, án trommara, byrjuðu AC/DC að æfa sig fyrir nýju plötuna í hlöðu nálægt Brighton. Í nóvember 1989 fengu þeir Chris Slade til að vera tímabundinn trommara. En vegna góðrar frammistöðu Chris var honum boðið að ganga til liðs við sveitina.
Eftir æfinguna í Brighton lá leiðin til Little Mountain stúdíósins til að taka upp næstu plötu. Í þetta sinn var platan próduseruð af Bruce Fairbairn. Hún var tekin upp á 6 vikum. Það fyrsta sem heyrðist af plötunni var fyrsti singullinn, Thunderstruck, sem komst upp í 13. sæti á breska vinsældalistanum. Platan fékk nafnið The Razors Edge og kom út í september ’90. Hún komst í 4. sæti á breska metsölulistanum og í það 2. í Bandaríkjunum og seldist í alls 60 milljónum eintaka og singlarnir Moneytalks og Are You Ready komust á topp 40 í Bretlandi. The Razors Edge túrinn byrjaði í Ameríku, og þeir fóru þaðan til Evrópu og síðan til Bandaríkjanna. Í ágúst spiluðu þeir svo á Donington hátíðinni.

Last Action Heroes

Nú stóð til að gefa út fyrstu tónleikaplötuna með Brian sem söngvara og fékk hún heitið AC/DC-Live At Donington.
Sumarið ’93 tóku þeir upp lagið Big Gun fyrir nýjustu mynd Arnolds Schwarzeneggers, Last Action Hero en önnur lög í sándtrakkinu voru með m.a. með böndum á borð við Megadeth, Alice In Chains og Def Leppard.
Í ársbyrjun ’95 var orðrómur um að Phil Rudd væri að byrja í bandinu á ný. Í lok seinasta túrs, þá hittu Angus og Malcolm Phil í Nýja-Sjálandi og hann spurði hvort það væri séns á að hann gæti komið aftur í bandið og þegar þeir voru að æfa í Englandi þá buðu þeir honum að koma í bandið á ný. AC/DC byrjuðu að taka upp í NY en þeir voru ósáttir við hljóðið svo þeir skiptu yfir til Los Angeles og byrjuðu að taka upp þar. Þeir fengu Rick Rubin til að pródusera en hann próduseraði líka Big Gun. Í byrjun september ’95 þá kom fyrsti singullinn út en hann bar heitið Hard As A Rock. Platan sjálf, Ballbreaker, kom út 22. september. Ballbreaker túrinn byrjaði í janúar í Bandaríkjunum. En aðeins tvemur vikum eftir byrjun túrsins þurftu þeir að hætta við fjögur gig vegna dauða föður Brians. Bandaríska hlutanum lauk 4. apríl og 20. apríl byrjuðu þeir á Evrópu partinum þar sem sveitin The Wildhearts hitaði upp fyrir þá. Evrópuhlutanum lauk síðan 13. júlí í Frakklandi.
’99 var stórt ár fyrir AC/DC því þá fóru þeir aftur í stúdío til að taka upp 17. plötu sína. Lögin voru samin í Hollandi, Austurríki og á heimili Malcolms í London. Hún var tekin upp í stúdíoi Brians, Warehouse Stúdíóinu í Vancouver í Kanada og George Young próduseraði. 17 lög voru tekin upp en aðeins 12 náðu inn á plötuna. Svo árið 2001 kom út live dvd diskurinn No Bull – Live Plaza De Toros De Las Ventas, Madrid og nú er bara að bíða eftir nýrri plötu frá þessum snillingum.

Liðsmenn AC/DC:

Angus McKinnon Young:Lead gítarleikari
Malcolm Young:Ryþma gítarleikari
Brian Johnson:Söngvari
Cliff Williams:Bassaleikari
Phil Rudd:Trommuleikari

Fyrir þá sem vilja lesa meira um AC/DC þá er mælt með þessum bókum:

Hell Ain't No Bad Place To Be eftir Richard Bunton
Shock To The System eftir Mark Putterford
AC/DC - The world's most electrifying rock'n'roll band! eftir Malcolm Dome
AC/DC - The World's Heaviest Rock eftir Martin Huxley