sinni The Yardbirds sem hafði áhuga á því að halda henni gangandi og leitaði að mönnum í hljómsveitina.
Í The Yardbirds höfðu einnig verið Eric Clapton og Jeff Beck .
Hann réð fyrst reynda session bassaleikarann John Paul Jones á bassa og byrjaði svo að leita að söngvara. Fyrsti kosturinn var Terry Reid en hann var upptekinn við annað og benti honum á Robert Plant sem hafði sungið með pöbb-hljómsveitum og hafði verið í The Band Of Joy þar sem að John Bonham var trommari. Robert Plant þáði boðið strax og fékk Bonham til þess að vera með eftir að hafa tuðað í honum í marga daga. Svo má ekki gleyma Peter Grant sem var eiginlega fimmti meðlimurinn þótt hann væri bara umboðsmaður þeirra því að hann hafði svo mikil áhrif á þá og velgengni þeirra. Það var tommuleikari The Who hinn eini sanni Keith Moon sem sagði að þeir spiluðu svo þungt rokk að þeir ættu eftir að hrapa eins og Lead Zeppelin. Þá ákváðu þeir að breyta nafninu úr The New Yardbirds í Led Zeppelin og slepptu því að skrifa “a” í lead svo að fólk myndi bera það rétt fram. Fyrsta platan, Led Zeppelin I , kom svo út árið 1969. Hún var tekin upp á 30 klst og innihélt lög líkt og Communication Breakdown og meistaraverkið Dazed And Confused þar sem að Page spilar gítar sólóinn með fiðluboga sem varð hans sérmerki
Þeir urðu fljótt vinsælir og fóru í hljómleikaferðir út um allt. Það sem kom fólki mest á óvart og ekki síst þeim sjálfum að Þeir og Jethro Tull og fleiri breskar grúbbur voru byrjaðar að fylla hverja tónleikahöllina á fætur annarri í Bandaríkjunum. Og það hafði engum Bretum tekist fyrir utan Bítlana þegar að þeir spiluðu enn á tónleikum. Fólk hreifst af þessari stefnu sem Zeppelin formuðu. Þetta var svo nýtt, ferskt og hrífandi að sífellt fleiri urðu aðdáendur. Önnur platan, Led Zeppelin II, kom út í Október á sama ári og ekki var hún til þess að minnka vinsældirnar. Talað var um að gítar-riff Jimmi Page í Whole Lotta Love sem flottasta riff sögunar þegar Led Zeppelin II kom út. Í Október 1970 kom út platan Led Zeppelin III og fyrsta lagið Immigrant Song var mestmegnis samið um Ísland. Á þessari plötu er líka að mínu mati sá allra besti blús sem hvítur maður hefur samið. Það er Since I've Been Loving You. Svo er það í Nóvember árið 1971 að sprengjan springur.
Þá gáfu þeir út plötu sem hét ekki neitt en var fljótt nefnd Led Zeppelin IV af aðdáendunum vegna þess hvað þeir höfðu verið frumlegir að búa titla á fyrri plötur sínar. Fólk keypti plötuna lét hana á fóninn og Black Dog byrjaði svo kom Rock And Roll og loks Battle Of Evermore þar sem maður var alveg að missa sig það var svo flott. En þegar að því lauk þá var fólk ekki viðbúið því sem kom á eftir. Stairway To Heaven var númer 4 á plötunni og þeir hefðu nú átt að setja það aftast því eftir að fólk heyrði það þá spilaði það ekkert afganginn af plötunni það spilaði það bara aftur og aftur. Þetta meistaraverk hefur verið valið af mörgum helstu tónlistarspekúlöntum heims og stærstu tónlistarblöðum og almenningi yfir höfuð eitt mesta tónverk sögunnar. Það fá engin orð líst hvað þetta er fullkomið lag. Og ef að þú spilar það aftur á bak þá heyrast setningar sem eru líkt og kall á djöfulinn, hvort sem það sé óvart eða útpælt. Eftir þessa plötu slökuðu þeir aðeins á tónleikum í Bretlandi og í Bandaríkjunum en fóru meira út í heim og mikið til Japan þar sem að tónlistarmarkaðurinn var að stækka svo um munaði. Svo loks árið 1973 kom út fyrsta platan sem virkilega hafði nafn eða Houses Of The Holy þar sem meistarastykkið Over The Hills And Far Away stendur upp úr að mínu mati. Þeir voru orðnir svolítið þreittir á ferðalögunum og færðu sig í ýmiss aukaverkefni. Þeir stofnuðu útgáfufyrirtækið Swansong árið 1974 og spiluðu ekkert á tónleikum það ár. Þeir voru eitthvað smá í hljóðverum en voru bara að taka því rólega og safna orku. Það sem kemur mest á óvart var það að þeir lögðu mikið á sig til þess að hjálpa við að fjármagna Monty Python myndina The Holy Grail. Svo í byrjun ársins 1975 fór allt á fullt á ný og gamlir og nýjir aðdáendur hópuðust saman í biðraðir í marga klukkutíma til þess að fá miða á tónleikanna þeirra. Það var hálf leiðinlegt að þessir tónleikar hafi ekki verið teknir upp á video því að það var verið að vinna að heimildarmyndinni þeirra The Song Remains The Same sem innihélt tónleikaupptökur, viðtöl við þá og ýmislegt rugl baksviðs og svoleiðis. Það hefði verið gaman að sjá munin á þeim fyrir og eftir pásuna. Um vorið ‘75 kom svo út platan Physical Graffiti og soundtrack við heimildarmyndina sem hét bara The Song Remains The Same. Physical Graffiti var eina tvöfalda stúdíóplatan sem þeir tóku upp.
Tvær seinustu plöturnar Presence (1976) og In Through The Out Door (1979) voru hálf slakar og pönkið sem byrjað var að tröllríða öllum heiminum skyggði á þá og þeir voru taldir til risaeðla. Það var ekki til þess að bæta ástandið að Plant lenti í alvarlegu bílslysi í Grikklandi í ágúst ’75 sem leiddi til áverka sem háðu honum í tvö ár á eftir. Svo lést sonur hans, Karac, ungur að aldri í júlí '77, rétt eftir comeback tónleikanna þeirra í Bandaríkjunum. Það fékk svo á hann að hann gerði ekkert út árið og talað var um það að Zeppelin væri hætt. En þeir spiluðu á Knebworth Festival í Englandi árið 1979 og var það í fyrsta skipti eftir tónleikanna í Bandaríkjunum sem þeir komu fram. Það var mjög dramantískt og aðdáendurnir urðu hrifnari en nokkru sinni fyrr. Árið 1980 spiluðu þeir út um alla Evrópu þar til að John Bonham fannst látinn eftir partý heima hjá Jimi Page 25. september. Þeir gáfu út plötuna Coda í desember sama ár sem innihélt áður óútgefnar upptökur og gerðu það opinbert að þeir ætluðu ekki að halda áfram fyrst Bonham væri látinn. Þeir héldu í sitt hvora áttina og komu samt tvisvar saman aftur til þess að halda tónleika og þá með son Bonham á trommunum.
BY THE POWER OF ALL THAT IS EVIL, I COMMAND YOU TO AWAKEN AND MAKE ME A SANDWICH!