Ok.
Frank Vincent Zappa er einn af þessum 10-20 raunverulegu snillingum 20 aldarinnar, það er enginn spurning um það:)
Best að koma því augljósa frá að Frank Zappa var einstakur (þá meina ég 1 á móti 6.000.000.000), það einstakur að enginn mun copy-a hann nokkurntíma.
Best að koma því einnig frá að We´re in it for the money er EKKI með hans furðulegustu plötum, hann gaf út nokkrar plötur sem geta varla flokkast sem tónlist (Lumpy gravy).
Zappa er sennilega fjölbreyttasti tónlistarmaður sögunnar, fjölbreyttari en Bítlarnir, Queen eða The Who (til samans jafnvel?), hann gaf út nánast allar tegundir af tónlist og það voru enginn smá afköst hjá honum (SHIT!!), það er reyndar ekki til nein ákveðinn tala yfir það hvað hann gaf mikið út, sumir segja 50, aðrir 60 og ég las það á netinu að þær væru í raun 70 (ehe?) svo að ég veit ekkert nema að það er sennilega ágætis ævistarf að ætlast eignast allan Zappa cataloginn, og þess virði líka því hann gaf aldrei út beint lélega plötu, oft misjafnar en aldrei lélegar.
Zappa var einnig klár í hljóðverinu, hann hljóðvann allt sitt efni og einnig eina plötu fyrir vin sinn Don Van Vliet betur þekktur sem Captain Beefheart, þessi tiltekna plata sem ber nafnið ´´Trout mask replica´´ (69) er meistaraverk alternative/avante garde tónlistarinnar, Beefheart fór fljótlega frammúr Zappa (hugsið ykkur) og tók forystuna í frammúrstefnunni.
Frank Zappa var samt ekki fullkominn, hann hefði td. ALDREI getað samið jafn gott lag og ´A day in the life´(The Beatles) eða jafnvel ´Smells like teen spirit´(Nirvana), hann var snillingur og hans sterkasta hlið var óendanleg sköpunargleði (þá meina ég ÓENDANLEG) en hann var ekkert endilega tónlistarmaður, ég hugsa að hann hefði alveg eins getað orðið málari eða rithöfundur:) og náð ámóta árangri.
Ég mæli með því að allir kynni sér Zappa en það er nátturulega vonlaust case að ætla að mæla með einhverri sérstakri plötu, mín fyrsta reynsla var af fyrstu plötunni hans ´Freak out´ (66), frábær plata og þó hún hafi ekki verið jafn góð og Revolver(The Beatles) eða Blonde on blonde(Bob Dylan) sem gefnar voru út sama ár þá var hún sennilega 3-4 árum á undan þeim.
Það var mikill missir þegar hann dó greyið úr magakrabba (4 desember 1993), misskilinn allt sitt líf, hann var hámenntaður (sennilega bráðskarpur líka) viðskiptafræðingur (held ég) og í Tékklandi er hann á mynt, því þarlendur konungur hélt svo mikið upp á hann (held það líka)
Jæja… ef þetta væri fullkominn heimur væru Zappa, Beefheart, Faust, Amon Duul ofl að selja mikið af plötum og nytu vinsælda, ég segi það fyrir mig að vonandi í framtíðinni verði gerður greinamunur á alvöru listamönnum sem fundu upp hluti eins og td Can og hinsvegar commercial showbiz gaurum eins og td David Bowie sem stálu hugmyndum annarra og nýttu sér til vinsælda.
Ps. Frank Zappa var BINDINDISMAÐUR.