-
Platan Three Cheers For Sweet Revenge er önnur plata sveitarinnar og kom hún út árið 2004 eða rétt um ári eftir að þeir undirrituðu plötusamning við Reprise/Warner Bros.
Til sönnunar um miklar vinsældir voru gefnar út nokkrar smáskífur sem að fengu mikla spilun í útvarpi og á MTV, þar á meðal voru lögin “I’m not okay (I promise)”, “Helena” og “The Ghost of You”.
Á meðan vinsældir þeirra héldu áfram að hækka þá hætti Matt Pelissier sem trommari sveitarinnar og Bob Bryar tók við af honum. Fyrir þá sem ekki þekkja til hljómsveitarinnar eru meðlimir hennar eftirfarandi :
- Gerard Way – Söngur
- Frank Iero – Gítar
- Mikey Way – Bassi
- Ray Toro – Gítar
- Bob Bryar – Trommur
Hljómsveitin hefur verið starfandi frá árinu 2000 og byrjuðu fyrir alvöru með því að Gerard Way og fyrrverandi trommari Matt Pelissier fóru að reyna að semja saman lög.
Fyrsta lagið sem þeir sömdu saman heitir “Skylines and Turnstiles” og var gefið út á fyrri plötu þeirra, I Brought You My Bullets, You Brought Me Your Love.
My Chemical Romance fylgja stefnu pop-punks en menn eru ekki allir á sömu skoðun.
Sagt hefur verið af blaðamönnum The Rolling Stone að tónlistin sé svona þegar þú blandar saman Queen og Misfits og það gæti passa, því að helstu áhrifavaldar My Chemical Romance eru hljómsveitir á borð við The Cure, Thursday, Misfits og Queen. Þegar þeir voru yngri voru helstu áhrifavaldarnir hryllingsmyndir og myndasögublöð. Þessi áhrif má sjá í textum þeirra og tónlistinni sjálfri þar sem má finna miklar fantasíur, dimmar frásagnir og einnig nokkurn hrylling.
Fyrsta lagið sem ég heyrði með þessum drengjum var lagið “I’m Not Okay (I Promise)” og það var allt sem ég þurfti að heyra. Ég varð strax ástfanginn af þessari hljómsveit. Eftir þetta varð ég að fá að heyra meira. Voru þessir drengir bara svona eins hittara hljómsveit? Eða var eitthvað virkilega varið í þá? Svo að ég fór og sótti diskinn á netið og viti menn, þessi diskur er bara hrein snilld.
Fyrsta lagið er “Helena” sem er (einsog flest lögin þeirra), kraftmikið, byrjar hratt, hægist á því í viðlaginu og svo eykst tempóið aftur.
Mitt uppáhalds lag á plötunni mundi ég segja að væri lagið “You Know What They Do To Guys Like Us In Prison”. Byrjunin er grípandi píanóspil og söngur undir sem fer svo útí flott og þétt viðlag. Raddanirnar í viðlaginu eru frábærar og fá mig alltaf til að syngja og tromma með laginu. Ég get sökkt mér niður í lögin þeirra og lifað mig inní sögurnar sem hvert og eitt lag segja. Þetta er ákaflega lifandi og vel uppbyggð plata.
Hreint meistaraverk!
Um þessar mundir er sveitin að vinna að nýrri plötu sem er væntanleg einhverntíma á síðari hluta þessa árs og hefur hún hlotið nafnið The Rise and Fall of My Chemical Romance.
Ég vona að þeir nái að viðhalda stílnum sem þeir sýndu á Three Cheers for Sweet Revenge og sýni okkur hvers þeir eru megnugir. Þá er ekki annað að gera en bíða og sjá hvað þessir snillingar gera.
- Jón Vigfússon
-[! Never Under Estimate The Way You Live Your Life !]-