ég var að hlusta á soad diskinn toxity og á varla orð yfir snilldinni. þessi diskur er sá allra besti sem ég hef heyrt í alltof langan tíma. en áfram með smjérið, alltaf á nokkurra ára fresti (síðast 1991 nevermind) kemur út plata sem breytir tónlistarsögunni, toxity er þannig…. ástæða þess að ég fullyrði það er að toxity sameinar punk og þungarokk á einstakan hátt svipað og nevermind gerði. það er erfitt að benda á eina átt þaðan sem áhrifin koma, nomeansno koma samt upp í hugann á mér. krafturinn er ofboðslegur en er aldrei bara til að hafa kraft eða breiða yfir hugmyndaleysi heldur þjónar hann fallegum melódíum og neyðir mann til að taka eftir þeim. söngurinn á plötunni er magnaður svo ekki sé meira sagt, raddböndin þanin til hins ítrasta í hverju lagi án þess að vart verði við vott af rembingi.textarnir gætu hafa verið samdir af zack de la rocha á niðurtúr af velheppnuðu tveggja ára kókaín og heríónfylleríi. soad eru reiðir í textum sínum en eins og í tónsmíðunum á sinn hátt, og þeir hafa frá nægu að segja. toxity greip mig frá fyrstu sek. til þeirrar seinustu og ég reykti ekki eina einustu sígarettu á meðan ég hlustaði á hana. fyrir marga/r er þetta samt örugglega erfið plata í hlustun en ég hvet þá hina/r sömu til að þræla sér í gegnum hana verðlaunin verða þess virði. besta plata ársins 2001 án nokkurs vafa….
system of a down / toxity 11/10
þossi