Me First and the Gimme Gimmes er afar skemmtileg punk rock cover hljómsveit. Meðlimir sveitarinnar eru:
Spike Slawson - Söngur
Joey Cape og Chris Shiflett - Gítar
Michael Burkett (Fat Mike) - Bassi
Dave Raun - Trommur
Þeir byrjuðu að spila saman ‘95 og voru þá engar áætlanir í gangi um að gefa út disk enda voru þeir og eru allir í öðrum hljómsveitum.
To be precise var Fat Mike í NOFX auk þess sem hann rekur útgáfufyrirtækið Fat Wreck Chords sem er með samning við hljómsveitina Lagwagon (einnig mjög góð hljómsveit), en í henni eru svo þeir Dave Raun og Joey Cape. Spike Slawson var í hljómsveit sem heitir því undarlega nafni $wingin’ Utter$, sem Fat Wreck Chords eru einnig í samstarfi við. Á þeim tíma var Chriss Shiflett í No Use for a Name.. You guessed it, líka hjá Fat Wreck Chords. Hann spilar núna með Foo Fighters.
En svo ég haldi nú áfram með sögu sveitarinnar þá gáfu þeir út sinn fyrsta disk árið '97 sem hét Have a Ball og innihélt smelli á borð við Leaving on a Jet Plane, Uptown Girl og Seasons in the Sun.
Síðan þá eru þeir búnir að gefa út fjóra aðra diska og sá fimmti (sjötti) er á leiðinni. Diskarnir heita allir eitthvað sem segir hvað þeir eru að gera eða eru þessa stundina: Me First and the Gimme Gimmes Are a Drag. (1999) sem dæmi. Nýjasti diskurinn þeirra kom út 2004 og hét Ruin Jonny's Bar Mitzvah og var tekinn upp í Bar Mitsvah stráks að nafni Jonny Wixen og hann spilar á trommur í einu laginu. Hver diskur ‘coverar’ ákveðið tímabil eða ‘genre’ og sem dæmi má nefna diskinn Take a Break þar sem þeir ‘covera’ bara R&B lög.
Ég heyrði fyrst í þeim þegar ég sá myndband af þeim að spila Take It On The Run (upphaflega með REO-Speedwagon) “læv”..
Fyrir utan að það er gott lag þá er þetta mögnuð hljómsveit og söngvarinn mjög skemmtilegur.
Mæli með að fólk kynni sér Me First and the Gimme Gimmes, þeir sparka í rassa.
Ahh, og já.. þetta er fyrsta greinin mín, af því að það er nú svo kúl og hipp að minnast á það.
Takk fyrir mig.