Alice Cooper Vincent Damon Furnier fæddist 4. ferbrúar árið 1948 og var rokkari.
Alice Cooper var upprunalega nafnið á hljómsveit Vincent’s og á endanum breytti Vincent nafninu sínu í Alice Cooper sem flestir þekkja hann undir.
Alice Cooper fékk rokk áhrifin frá hljómsveitum svo sem, Bítlarnir, Pink Floyd, The Rolling Stones, The Who, The Kinks og sérstaklega frá The Yardbirds.
Frá 1960 til 1969 var Alice byrjaður í nokkrum hljómsveitum, eins og Earwigs, The Spiders og The Nazz, en hann komst að því að Todd Rundgren var með hljómsveit sem hét The Nazz og þurfti þá Alice Cooper að breyta nafninu á hljómsveitinni og þá breytti hann nafninu á hljómsveitinni í Alice Cooper eins og ég mynntist áðan.
Í hljómsveitinni voru tveir gítarspilarar, Michael Bruce og Glen Buxton, bassaleikarinn hét Dennis Dunaway og trommuleikarinn hét Neal Smith.
Frank Zappa framleiddi fyrstu tvær plöturnar hjá Alice Cooper, Pretties for you og Easy Action. Frank Zappa sagði við þá að mæta 8:00 en liðið misskildi hann og héldu að hann ætti við 8:00 en ekki 20:00 og mættu mjög drukknir þegar þeir áttu að vinna í plötunni. Ástæðan fyrir því afhverju Frank Zappa framleiddi ekki fleiri plötur var vegna þess að Warner Bros keypti Straight Records (Frank Zappa átti Straigt Records).
Eftir að Alice Cooper hefði tekið upp þessar tvær plötur samdi Alice Cooper við framleiðandann Bob Ezrin um að taka aðra plötu nefnda Love it to Death.
Þetta var fyrsta platan af mörgum sem þeir gerðu með Bob Ezrin, aðrar plötur með þeim eru til dæmis Killer og Billion Dollar Babies, þeir sömdu meira að segja James Bond lag, The Man With The Golden Gun, en því var hafnað.
Árið 1974 hætti hljómsveitin og strax næsta ár var hann búinn að gefa út sóló plötu sem hét Welcome to my Nightmare.
Á þessum tíma fann hann upp á “The Hollywood Vampires” sem var klúbbur sem rokkarar komust aðeins í.
Næstu tvö ár gaf hann út þrjár aðrar plötur, Alice Cooper goes to Hell, Lace and Whiskey og The Alice Cooper Show.
Á þessum árum varð hann mikill alkahólisti og þurfti hjálp við þessari löngun að drekka áfengi. Eftir það gaf hann út plötuna From the Inside.
Um 1980 gaf hann út nokkrar plötur sem skiluðu ekki nógu miklum árangri, Flush The Fashion, Special Forces, Zipper Cathes Skin og DaDa. 1986 gaf hann út plötuna Constrictor sem var heldur ekki nógu góð og árið 1987 gaf hann út plötuna Raise your fist and Yell sem var sem skilaði heldur ekki góðum árangri.
Árið 1991 gaf hann út Hey Stoopid og söng bakrödd í einu Guns N’ Roses lagi.
Árið 1994 gaf hann út The Last Temptation og árið 2000 var hann búinn að gefa út Brutal Planet sem var fyrsta platan af þríleik, seinni tvær plöturnar gaf hann út árin 2001 og 2003 og þær hétu Dragontown og The Eyes of Alice Cooper, og nýjasta platan hans heitir Dirty Diamonds sem hann gaf út árið 2005.
Alice Cooper á veitingastað í Pheonix og Cleveland sem heitir Alice Cooperstown. Núna er Alice Cooper 58 ára og enþá í essinu sínu.
Hérna er listi yfir plöturnar hans Alice Coopers:

Pretties for you (1969)
Easy Action (1970)
Love it to Death (1971)
Killer (1971)
School’s Out (1972)
Billion Dollar Babies (1973)
Muscle of Love (1973)
Greatest Hits (1974)
Welcome to my Nightmare (1975)
Alice Cooper Goes to Hell (1976)
Lace and Whiskey (1977)
The Alice Cooper Show (1977)
From the Inside (1978)
Flush the Fashion (1980)
Special Forces (1981)
Collection (1982)
Zipper Cathes Skin (1982)
DaDa (1983)
Constrictor (1986)
Raise your Fist and Yell (1987)
Prince of Darkness (1989)
Trash (1989)
Hey Stoopid (1991)
Beast of Alice Cooper (1993)
Last Temptation (1994)
Classicks (1995)
Fistful of Alice (1997)
Welcome to my Nightmare (1997)
He’s Back (1997)
Freedom for Frankenstein: Hits & Pieces 1984-1991 (1998)
The Life and Crimes of Alice Cooper (1999)
Super Hits (1999)
Brutal Planet (2000)
The Best of Alice Cooper (2001)
The Definitive Alice Cooper (2001)
Dragontown [II] (2001)
Hell Is (2003)
Poison (2003)
The Eyes of Alice Cooper [III] (2003)
School’s Out and Other Hits (2004)
Dirty Diamonds (2005)
Live at Cabo Wabo ’96 (2005)


Ég mæli efalaust með Alice Cooper, þeir sama hafa ekkert heyrt með honum ættu að drífa sig í Skífuna og kaupa einhverja plötu með honum, einn af betri söngvurum fyrr og síðar.