Þetta er semsagt grein sem ég gerði fyrir poppkorn.tk (endilega tjekkið á henni ef þið eruð ekki búnir að því). Ég ákvað að posta henni hérna sem mína fyrstu grein á huga. Ekki drepa mig ef hún er slæm.
Eitt einmana kvöld var ég hér heima í tölvunni hans bróður míns að skoða tónlistina hans þá sá ég möppu sem hét Explosions in the Sky. Ég þýddi þetta yfir á íslensku og sagði upphátt “Sprengingar á Himninum” og hló lengi. Svo ákvað ég að gefa þessu séns og sé ekki eftir því. Ég stal öllum diskunum og fór að hlusta á þetta stanslaust í nokkra daga. Svo hætti ég því. Svo byrjaði ég aftur fyrir viku eða svo og ákvað þá að skrifa fyrstu greinina mína á Poppkorninu um þessa hljómsveit.
Explosions in the Sky spila einhvernveginn instrumental post rokk. Ég fíla þessa tónlist þeirra mjög mikið af því að maður hefur ekki heyrt mikið af svona tónlist og það er skemmtileg tilfinning í henni. Einnig er enginn söngur í henni sem er bæði vont og gott. Lélegur söngur hefur orðið mörgum hljómsveitum að falli og söngurinn gæti líka yfirgnæft tónlistina og fegurðina í henni. Aftur á móti ef það væri virkilega góður söngur í hljómsveitinni væri hún verið miklu þekktari.
Gítarleikararnir Munaf Rayani, Mark Smith og bassaleikarinn Michael James hafa verið vinir síðan árið 1993. Þeir ólust upp í einangruðu umhverfi í Midland sýslu í Texas og spiluðu þar saman.. Síðan fluttu þeir allir á mismunandi tímum til höfuðborgar Texas, Austin, semsagt á árunum 1996 til 1998. Trommarinn Chris Hrasky flutti síðan þangað snemma árið 1999 til að fara í háskóla. Hann setti upp auglýsingu í plötubúð þar sem stóð á “Vantar að komast í sorgmædda, sigraða rokkhljómsveit”. Annar gítarleikarinn sá þessa auglýsingu og þannig fæddist hljómsveitin í apríl árið 1999. Eftir að hafa spilað á nokkrum mjög litlum tónleikastöðum í Austin um tíma ákváðu þeir að kynna heiminn fyrir utan Austin tónlist sína og hafa síðan þá ná töluverðum vinsældum.
Ég ætla að fjalla um plötuna The Earth Is Not a Cold Dead Place sem var gefin út árið 2003 og er þriðja plata Explosions in the Sky. Platan byrjar á týpísku Explosions in the Sky lagi að nafni “First Breath After Coma” . Lagið byrjar rólega á mjög óvenjulegri tónaröð sem er mjög einstakt en Explosions in the Sky reyna einmitt mikið að vera frumlegir og öðruvísi og gera eitthvað sem maður hefur ekki heyrt áður og er yfirleitt mjög flott og skemmtilegt í hlustun.
Næsta lag “The Only Moment We Were Alone” byrjar á löngu rólegu gítarplokki sem byggist upp í gríðarlega öflugan rokkkafla. Trommuleikurinn í hljómsveitinni er mjög sérstakur því í staðinn fyrir að spila hefðbundna takta þyrlar trommuleikarinn oft og títt og það er skemmtilegt að heyra hvernig það getur gengið upp í svona tónlist.
Svo kemur lagið “Six Days at the Bottom of the Ocean” sem að byrjar líka mjög rólega og byggist upp í þyngri kafla, fer svo aftur niður í mjög rólegt og aftur upp í mjög þunga kafla. Mjög skrýtið en mjög flott lag. Uppbyggingin á laginu er mjög lík uppbyggingunni á “The Only Moment We Were Alone”.
Það sem er vont við þessi lög er að bassinn fær lítil sem ekkert að njóta sín. Það breytist einmitt í næsta lagi “Memorial”. Í því er bassinn og annar gítarinn að spila mjög fallega laglínu saman og hinn gítarinn spilar undir einfalda tóna með annað hvort ebow eða mjög góðu delay sándi. Svo helst lagið út þannig þangað til í endann, þá er þungur kafli, ekkert smá þungur kafli, en hann gengur alveg upp því hann er lengi að byggjast upp og ekkert smá vel gert.
Þá er komið að síðasta lagi plötunnar, og besta lagi plötunnar að mínu mati. “Your Hand in Mine” heitir það og er snilldar samvinna bassa og þriggja gítara. Eina lagið á plötunni sem er ekki með neinum mjög þungum kafla. Þetta lag er ef til vill þekktasta lag þeirra og hefur verið notað í frægri bíómynd sem heitir Friday Night Lights.
Ég gef plötunni ekki hærra en þetta af því að þó mér þyki platan mjög flott og eiginlega bara geðveik, þá er hún ekki nógu fjölbreytt. Það er mikið um endurtekningar og sum lögin eru mjög lík. Ef að fjölbreytnin væri aðeins meiri myndi ég gefa henni yfir 90%, pottþétt. En ég mæli tvímælalaust með hljómsveitinni Explosions in the Sky þó að þessi plata sé ekki endilega í mestu uppáhaldi hjá mér.
- Breki Steinn Mánason