Ég verð að segja ykkur frá þessum frábæru tónleikum.

Eins og flestir vita, hituðu Maus og Sálin upp fyrir þá.
Ég var kominn þarna frekar snemma svo ég komst næst fremst :)
Til þess að gera langa sögu stutta, var þetta svo yndislega frábært.

Hljómsveitin byrjaði að taka Shiver, þetta var svo kröftugt og þétt að það var ekki eðlilegt. Ef þið hafið hlustað á lagið, þá byrjar það rólega á gítar og svo koma trommur og annar gítar inn í. Úff hvað þetta var yndislegt, Chris hoppandi og syngjandi útum allt sviðið.

Arrg!! Ég er að hlusta á Shiver núna og ég fæ bara flashback!!! Migh langar aftur!!

Allavega, þá er hljómsveitin mjög jarðbundin og það sást að þeir eru bara að gera það sem þeim finnst skemmtilegt.

T.d. Stoppaði hann í miðju lagi þegar það heyrðist öskrað “I Love You” út úr salnum. Þá stoppaði hann og spurði:
“Do you love me or Joe, because Joe hasn't got a girlfriend yet, and this is our last concert in europe for a while. We got to find Joe a girlfriend!”

Annað frábært dæmi var þegar Chris var að spila á pianóið og allir voru að klappa með, hann er syngjandi og svo allt í einu stoppar hann og segir “Ok, if you gonna clap, you gotta do it right”
- Allur salurinn sprakk úr hlátri!

Þessmá geta að eftir tónleikina fór ég og hitti strákana í Coldplay baksviðs, reddaði mér eiginhandaráritun á miðann minn og miða á Aftershow hjá þeim!! Yndislegt…

Þeir voru ekkert stressaðir og voru ekki með neina stjörnustæla, maður gat bara talað við þá!

Allavega…

Ég er ennþá í vímu og get ekki skrifað meira, því ég er farinn að hlusta á Parachutes.