Rush Núna ætla ég að skrifa um eina af mínum uppáhalds hljómsveitum, Rush.


Rush samanstendur af Alex Lifeson: gítar, Geddy Lee: bassi og Neil Peart: trommur, hann er jafnframt þeirra aðal texthöfundur. Rush hafa aðallega spilað prog-rokk en hafa einnig prufað margt annað þeir voru teknir í ‘Canadian hall of fame’ árið 1994. Allir meðlimir hljómsveitarinnar hafa fengið mesta heiður sem venjulegur borgari getur fengið í Kanada ‘Order of Canada’. Rush hafa haft áhrif á stóran hóp af hljómsveitum, gefið út 23 gullplötur, 14 platínum og þrjár multi-platínum.
(Gullplötur=500.000 seld eintök, Platínum=1 milljón seld eintök, multi-platínum=meira en 1 milljón seld eintök)


Kanadíska prog-rokk hljómsveitin var stofnuð árið 1968 í Ontario af Jeff Jones (bassi/söngur), Alex Lifeson (gítar) og John Rutsey (trommur).

Í september sama ár kom Geddy Lee í staðinn fyrir Jeff Jones.

Árið 1974 kom síðan út fyrsta plata Rush sem bar sama nafn og hljómsveitin, sem var með áhrifum Led Zeppelin, og var gefin út af Moon records en var bara gefin út í fáeinum eintökum en útvarpsstöð í Cleveland heyrði plötuna sem leiddi til þess að Mercury Records endurútgaf plötuna í fleirri eintökum.

Sama ár hætti síðan trommarinn John Rutsey vegna einhverja heilsu vandamála svo að Alex og Geddy ákváðu að halda áheyrnarprufur og úr þeim var Neil Peart valinn.

Þá var komin endanleg uppstilling og var hún svona:

Alex Lifeson (gítar og bakraddir)
Geddy Lee (bassi/söngur)
Neil Peart (trommur)

Eftir að Neil Peart kom einkenndist tónlist þeirra af progressive rokki (framsæknu rokki) og einkenndust næstu plötur Fly by Night, Caress of Steel og 2112 af því. Neil Peart samdi nú flesta texta Rush á þessum plötum og voru mjög innblásnar af klassískum ljóðum og bókmenntum, vísindaskáldskap og í nokkrum tilfellum skriftir Ayn Rand.

Önnur plata þeirra fékk nafnið Fly By Night, innihélt 8 lög og kom út árið 1975. Þetta var fyrsta plata Neil Pear tog samdi hann flesta textana og í laginu Anthem kemur bersýnilega í ljós innblástur frá sögum Ayn Rand. Á Billboard listanum komst platan í 113. sæti. Á plötunni mæli ég persónulega með laginu Fly By Night, frábært lag.

Þriðja plata Rush kom svo einnig út árið 1975 og hlaut nafnið Careless Steel og á henni sést fylgi þeirra við prog meira, löng lög skipt upp í parta og svo hröð og nákvæm sóló eru á plötunni.


Árið 1975 fengu Rush svo verðlaunin “Most Promising Group of the Year” eða efnilegasta hljómsveit ársins.


Svo Árið 1976 kom meistarastykkið 2112 út (sjá dóm um hana hérna http://www.hugi.is/rokk/providers.php?page=view&contentId=2062467)

Mörg laga þeirra á þessum tíma fengu ekki mikla útvarpsspilun, þá aðallega útaf lengdinni á lögunum sem mörg voru yfir 10 mínútur á lengd, en eitt laga þeirra “closer to the heart” af plötunni “A Farewell To The Kings” frá 1977 fékk þó mikla spilun á útvarpsstöðum víða um Kanada enda aðeins 3 mínútur á lengd.

Árið 1978 gáfu þeir svo út sína sjöttu plötu sem fékk nafnið Hemispheres. Hún var tekin upp í Rockfield Studios í Wales. Á plötunni einkenndust lögin enn af ævintýrum og vísindaskáldskap en þó meira grískri goðafræði, og eins og á hinum plötunum samdi Neil Peart þau flest . Fyrri helmingur plötunnar inniheldur aðeins eitt lag sem er skip niður í búta og heitir “Cygnus X-1 Book II: Hemispheres”. Á seinni helmingnum er að finna lögin •

“Circumstances” - 3:40
“The Trees” - 4:42

Og svo lagið "La Villa Strangiato (An exercise in Self-Indulgence) sem er líka eitt lag skipt niður. Frábært lag með frábærum hljóðfæraleik.


Meining lagsins The Trees er óljós, Peart hefur sagt að lagið sé byggt á teiknimynd og enginn djúp pæling á bakvið það, en þó virðist sem lagið sé líkingarsaga á sósíalisma.


Tónlistar stíll Rush breyttist við útgáfu Permanent Waves árið 1980, styttri lög og rólegri, notuðu þá t.d synthesizera meira og meira en héldu samt ennþá þessum stíl sem þeir höfðu. Lögin voru þá orðin meir útvarpsvænni og seldist því mikið af plötunni og endaði hún í 4. sæti Billboard listans.


Textarnir á Permanent Waves eru líka öðruvísi en á öðrum plötum, ekki jafn mikill vísindaskáldskapur en meira um ævintýralegir eða táknsögulegir textar og Neil gerði einnig fræðandi texta um mannúðar-, þjóðfélags-, tilfinninga- og frumspekimál.


Enn urðu Rush vinsællri með útgáfu Moving Pictures 1981 og náðu þeir þá toppi ferils þeirra.
Og var hún að morgue leyti lík Permanent Waves, inniheldur meðal annars lagið Tom Sawyer sem er líklegasta þeirra þekktasta lag. Moving Pictures náði þriðja sæti á billboard listanum.


Á árunum 1982-1989 notuðu Rush einkar mikið synthesizera og á Signals (1982) voru þessi hefbundnu gítarsóló ekki lengur í brennidepli heldur frekar meiri áhersla lögð á hljómborð og synthesizera. Þeir vru hinsvegar ekki ánægðir með þessa átt sem þeir stefnudu í og voru óánægðir með pódúserinn þeirra, Terry Brown og þess vegan skildust leiðir þeirra árið 1983. Reyndar eru nokkur góð lög á þessari plötu eins og t.d Subdivision og new world man.


Árið 1983 seldu þeir upp alla miðana á Wembley leikvanginum fjórar nætur í röð.


Siðan kom Grace under pressure út árið 1984 og var hún tíunda plata Rush. Þar jókst greinilega þessi stíll. Neil fannst að þeir ættu endilega að nota nýja tækni og hann notaði mikið af einhverskonar rafmagns slagverkum og Geddy hélt áfram með synthana.


1985 kom Power Windows út. Textarnir hafa pólitískt þema.


Hold Your Fire fylgdi svo Power Windows eftir árið 1987. Þar eru gítar-riffin og sólóin aftur meira í brennidepli, ekki bara syntharnir sem eru jú samt enn notaðir næstum jafn mikið og á Power windows og í textunum má heyra austurlensk áhrif.


Gáfu út “live” plötu 1989.


Frá árinu 1989 byrjuðu þeir að víkja frá þessari stefnu sem þeir höfðu fylgt seinustu ár með plötunum Presto og Roll the bones. Á Roll the bones er gítarinn núna kominn í aðalhlutverkið og hljómborðið í bakgrunninn (Safnaplatan Chronicles kom út þarna á milli).


Textarnir á fimmtándu plötu Rush, Counerparts eru þungir og tilfinningaríkir, og fjallar meðal annars um þröngsýni og glæpi en líka á ást. Lagið Leave that thing alone fékk ‘grammy’ tilnefningu sem besta ‘instrumental‘ lag árið 1993.

Platan sem fygldi Roll the bones eftir heitir Test for echo og kom út 1996, þar byrjuði lögin aftur að lengjast en ekki lengur en það að þau voru í kringum 5 mínútur að meðallagi.
Þessar tværu seinustu plötur eru þó kannksi ekki prog-rokk.


En næstu tvö ár (1997-‘98) gékk Neil Peart í gegnum miklar hörmungar, fyrst dó dóttir hans, Selena í bílslysi og konan hans Jacqueline dó síðan úr krabbameini í júní 1998. Þá tók Rush sér 5 ára pásu og Neil fór í svokallaða “healing journey, mótórhjólaferð um Norður-Ameríku. Í ferðinni skrifaði hann bókina “Ghost Rider: Travels on the healing road sem er einhverskonar sjálfhjálpar bók að því sem ég best veit.


Árið 2001 tilkynnti hann svo Alex og Geddy að hann væri tilbúinn til að koma í studio aftur þannig að árið eftir kom Vapor Trails út. Vapor Trais er öðruvísi eða mörgu leyti, t.d. engin hljómborð, engin hefbundin gítarsóló en grundvallaratriðin eru svipuð stílnum sem þeir höfðu verið að þróa.


Nokkuð viss um að það hafi verið einhvað af vitleysum þarna og stafsetningarvillum en þið verðið bara að fyrirgefa það.


Heimildir:
wikipedia
rush.com
amazon.com