Gleymdu öllu professional stöffi og hugsaðu aðeins um textana
4
Þið verðið að afsaka að ég sendi þetta ekki inná Íslensk tónlist af því ég held að það séu fleiri sem skoða þetta áhugamál
Meðlimir maus fyrir þá sem ekki vita eru
Birgir Örn Steinarsson – söngvari og gítarleikari enn hann er þekktari undir nafninu Biggi eða Biggi Í maus.
Daníel Þorsteinson – Trommari enn hann oftar enn ekki kallaður Danni
Eggert Gíslason – Bassaleikari
Páll Ragnar Pálson – Gítarleikari og hann er kallaður Palli.
Maus voru stofnaðir árið 1993 nánar tiltekið í apríl. Á næsta ári tóku þeir þátt í músíktilraunum og unnu þær með glæsibrag. Það ár gáfu þeir út frumraun sína allar kenningar heimsins og ögn meira.
Árið eftir þetta 1995 gáfu þeir út plötuna ghostsongs en . “Platan var mest öll sungin á ensku að óskum útgefanda enda ekki fjármagn til að gefa út tvær útgáfur”.
1996 voru Maus orðnir vinsælir í útvarpinu með lagið “égímeilaðig” en á þeim tíma var þetta vinsælasta lag maus frá upphafi. Svo árið 1999 kom út þessi plata sem ég ætla að fjalla um.
En Danni, Eggert, Palli og Biggi eru samt allir að gera annað. Danni með somtimes, Palli með fræ, Biggi með sólóplötu (bigital) og Eggert flutti til san fransisco.
Þess vegna hefur ekkert heyrt frá þeim enn þeir eru komnir á myspaceið www.myspace.com/mausiceland fyrir áhugasama sem vissu ekki af því.
Í þessi sekúndubrot sem ég flýt er fjórða plata maus og sú næst nýjasta. Nýjasti gripur þeirra Musick kom út árið 2003. Þeir hafa langa sögu af baki, þeir komu sér á kortið með því að vinna músíktilraunir 94. Síðan þá hafa þeir gefið út fimm plötur ef ég tel best plötuna ekki með.
En snúum okkur alveg að sjálfri plötunni
Platan er einsaglega vel gerð í þann garð að vera með rosalega flotta og skemmtilega texta. Allt sem þú lest er lygi, Dramafíkill og Maðurinn með járnröddina ásamt öllum hinum. Þess má gera að það má alla finna á maus.is ef ykkur langar að heyra þá.
Platan er 10 laga og öll lögin hafa sinn sérstaka maus stíl ef ég má að orði komast. Ég heyri smá nýtt í tónlistinni sem mætti kalla vandaðri/þroskaðri tónlist og ekkert pönk ef ég skildi tónlist maus rétt. Mín uppáhalds lög á plötunni eru: Báturinn minn lekur, Dramafíkill, Allt sem þú lest er lygi sem er mitt uppáhalds maus lag, Bílveiki og maðurinn með járnröddina.
Lögin eru þétt og vel samin, vel spiluð eins og þau hafi veið æft daglega í nokkrar vikur eða mánuð/i þannig að platan er mjög vel gerð í alla staði.
Lagið Kerfisbundin þrá hefur verið gefið út á annarri Maus plötu eða þeirra nýjustu Musick. Það heitir þar how is far too far en mér finnst það eiginlega betra á ensku
En það gæti verið þess að mér finnst rödd bigga fljóta betur í enskunni og vandaðra enn ég hef reynt að finna það út í nokkurn tíma enn ég fæ þetta svar í hvert sinn.
Platan er mörguð og vel gerð í alla staði, flottir textar. Ekkert óöryggi eða neitt slíkt er að finna á þessari plötu sem er hreint út sagt stórkostleg. Hljóðfæra leikararnir hvort sem um er að ræða meðlimi Maus eða þá sem þeir fengu til að hjálpa sér með plötuna eru alveg frábærir.
Sem sagt næst besta plata Maus og ég vil þakka fyrir mig.
Vonandi hafið þið haft gaman af þessari lesningu.
www.bit.ly/1ehIm17