Látið ljós ykkar skína (Matt: 5,16)

Til þess er málið varðar!

Alltaf áhugavert að venda sínu kvæði í kross og vippa sér í afar flókna hluti eins og við kjósum að kalla það, utanveltuumfjöllunarefnistök! Trúmál eiga þar ansi vel við enda ekki mikið spekúlerað eða mikið verið að velta fyrir sér þessu hugtaki!..Nú og þá sérstaklega á þessum rósturtímum sem við lifum á. Auðvelt er að afvegaleiðast í slíkum pælingum. En í nótt fannst okkur vel við hæfi á vissum tímapunkti í eldfimum umræðum sem snerust um trúmál, þá sérstaklega bein tengsl þess við múzikina en trú og tónlist hafa svo gott sem haldist þétt í hendur og er órjúfanlegur þáttur í lífi okkar. Í gegnum tíðina hafa m.a. lög eins og Oh! Happy Day í flutningi Edwin Hawkins Singers haft trúarleg áhrif á okkur sem kunna að meta góða tónlist. Að lokum tókum við saman nokkur atriði sem á einn eða annan hátt fjalla um trúna. Hafa skal það hugfast að taka eftirfarandi lista með fyrirvara og örlítilli léttúð enda bara gaman að vera í stuði með guði!


12.Janis Joplin - Mercedes Benz
- Hinsta ósk söngdívunar frá Texas og ekki beðið um lítið! Mercedez. Það er eins og við segjum um hennar líka “larger than life”
11. Nirvana - Jesus Doesn't Want Me For A Sunbeam
- eitt flottasta, allra flottasta cover lag ever. Orginalí frá hljómsveitinni The Vaselines en hér í órafmagnaðri útgáfu Nirvana frá árinu 1994. Ekki segja síðan að harmonikkan sé ekki kúl!!!
10. John Depney ? Jesus Arrested (tónlistin úr hinni epísku Passion Of The Christ)
- Crazy flott tónlist frá Depney úr einni eftirminnilegustu og áhrifamestu mynd seinni ára! ?Haunting? múzik ef ég má orða svo, áhrifamikil tónlist sem skilur mann eftir agndofa eins og myndin sjálf!
9. Stevie Wonder - Jesus Children Of America
- Maðurinn fann upp funkið með stórmeistaraverkinu Innervison, blindur frá bernsku, vinnualkhólisti en í senn séní enda fáheyrt að maður semur, syngur, producar, jafnvel trommar, sem sagt allt í öllu. Þarna getur ekki annað verið en Jezzi sé nálægur! Enda trúinn sterk í Wonderinum, Gætir sterkra áhrifa á m.a. Songs In The Key Of Life & Talking Book!
8. Woody Guthrie - Jesus Christ
- Oft var þá þörf en þó oftast nauðsyn. Fólk átti ekki bót fyrir borunni á sér og þá eins og Woody gamli kyrjar hér, var oft gott að leita huggunar hjá manneskju eins og J.C.
7. Norman Greenbaum ? Spirit In The Sky
- Hér er rokkað frelsaranum til heiðurs! Hálfgert anthem-lag um frelsunina og þannig shit! Mjög 70?s marínerað Rock?n?Roll lag sem heldur ávallt hressleikanum. Þetta er sóna týpískt tíðaranda lag. Má finna lagið í þó nokkrum kvikmyndum
6. Robbie Williams - Jesus In A Camper Van
- Jesús birtist okkur í hinum ýmsu myndum. Hér er ekki allt með felldu í lagi Robbies, talandi um Jesú, útileigur, smurðar samlokur!!! Hvert er maðurinn að fara???
5. Original Cast from Jesus Christ Superstar - Heaven On Their Minds
- Júdas alveg stappaður, list ekkert á blikkuna, hans maður með stórmennskubrjálæði enda vandar hann ekki J.C. kveðjunar. Alltaf hresst að heyra Hilmarsson í íslenska versjóninu! ?Too Much Heaven On Their Minds?
4. George Michael - Jesus To A Child
- Þetta er afar erfitt að dæma um. Get náttlega sagt í hreinskilni en það gæti sært blyggðunarkennd dyggra áðdáenda,, maðurinn náttlega complexaður. Michaelinn óútreiknarlegur!
3. Bubbi Morthens - Frelsarans slóð
- ?Það fossar blóð, í frelsarans slóð? Bubbi byrjaður að sækja stefgjöld til frelsarans! Hver sótti til hvers og til hvers?
2. Gus Gus - Is Jesus Your Pal?
- Hún á rétt á sér þessi spurning! En hafa skal það í huga að það er ekki til eitt rétt svar við þessarri spurningu! Massívt lag þrátt fyrir það!
1. Original Cast from Jesus Christ Superstar - This Jesus Must Die!
- Hér er það ákveðið, maðurinn, frelsarinn skal svara til saka! Hér eru til leiks komnir snarbrjálaðir söngelskir, úturfunk -að ?ir yfirprestar með Kaífas fremstan í flokki. Þetta voru náttlega ekkert annað en örgustu nazistar en drottnuðu yfir fólkinu voru hálfgert yfirvald & dómsvald. Á þessum tíma var Jesú ekki í miklum metum hjá þessum háu herrum enda bera þeir sjálfsagt ábyrgð á dauða hans. Líklega flottasta lag þar sem kristur kemur við sögu.

“Christianity will go. It will vanish and shrink.
I needn't argue about that; I´m Right and I will be
proved right. We're more popular than Jesus now, I don´t
know which will go first - Rock'n'Roll or Christinanity. Jesus
was all right, but his disciples were thick and ordinary. It's them
twisting it that ruins it for me”
(John Lennon í viðtali við Evening Standard '66)