Ég ætla aðeins að kynna fyrir ykkur hljómsveitna sem er að fara spila hérna á landinu miðvikudaginn 22.mars:
Laibach
Laibach var stofnuð í Trbovlje, iðnarbæ í hjarta slóveníu (sem þá var Júgóslavía Títós) í júní 1980.
Framan af ferli sínum átti hljómsveitin erfitt uppdráttar. Tónlistin, búningarnir, slagorðin og ímyndirnar - allt vakti þetta frá fyrsta degi hörð viðbrögð kommúnistarstjórnarinar. Í mörg ár voru hljómleikar og plötur laibach bönnuð, og nafn hljómsveitarinnar líka, enda sérlega ögrandi: Laibach er nafn frá miðöldum sem þýskumælandi Slóvenar notuðu yfir höfuðborgina, Ljúbljana. Í hugum marga Slóvena brá upp hryllingsmyndum Þirðja Ríksins þegar þeir heyrðu nafnið og samskonar tákn og ögrandi ímyndir gerðu það svo að verkum hljómsveitin fékk ekki betri viðtökur í Vestur-Þýskalandi 1983.
Hljómleikar Laibach eru jafnan Skrautlegir. Hljómsveitinn notar kvikmyndir og slagverk á uppákomum, og tvær slóvenskar söngkonur mynda svo heillandi kór, að Wagner myndi roðna!
Laibach eru 25 ára um þessar mundir. Hefur farið grýttan veg frá því hljómsveitin var bönnuð áður en hún varð til. Í dag er Laibach álíka mikilvæg fyrir listræna ímynd Slóveníu erlendis og Björk er íslendingum.
Á nýjustu Stúdíóplötu Laibach, We Are Time(2003), er bandið í essinu sínu. Tónlistin: Hörð, stundum dansvæn, og bregður fyrir tekknó-tilraunum líkt og á plötunni Kapital. Ólíkt mörgum seinni tíma verkum Laibach eru öll lögin á WAT eftir hljómsveitina sjálfa. Textarnir eru meitlaðir, harðvítugir, jafnvel grimmir:
BARBARIANS ARE COMING
CRAWLING FROM THE EAST …
WITH KNIVES IN THEIR POCKETS
AND BOMBS IN THEIR HANDS,
THEY'LL BURN DOWN YOUR CITIES
AND YPUR DISNEYLANDS …
[NOW YOU WILL PAY]
WE ARE NO ORDINARY TYPE OF GROUP
WE ARE NO HUMBLE POP MUSICANS
AND WE ARE NOT HERE TO PLEASE YOU …
[WAT]
Laibach hafa gefið út a.m.k. 15 hljómplötur, þar af þrjár tvöfaldar. Kapital, Let it Be, Nova Akropola, NATO eru allt gjörólíkar plötur en bera allar sterkustu einkenni tónlistar og hugmyndafræði sem hvort um sig væri óhugsandi án hins. Fyrir tveimur árum kom út tvöfalda safnplatan anthems, en annar diskur þeirra inniheldur endurblandaðar útgáfur af lögum Laibach.
Ef þið viljið heyra einhvað lag með hljómsveitinni þá mæli ég með laginu Tanz Mit Laibach..
Takk fyrir mig.