…er hljómsveitin Clinic. Mér finnst ansi fátt áhugavert að gerast í hinu forna dægurlagastórveldi Englandi þessi misserin ef kóngarnir í Radiohead eru undanskildir. En eitt af sannarlega mestu snilldarböndum Evrópu í dag eru Clinic. Platan Internal Wrangler er með þeim ferskari sem komið hafa fram síðastliðin ár. Hún sprengdi mig algerlega í loft upp þegar ég heyrði hana fyrst fyrir ca. ári síðan og fátt annað hefur komist að í spilaranum. Það hefur ekki komið almennileg hljómsveit frá Bítlaborginni síðan Boo Radleys sálugu voru og hétu. Clinic eru samt að mínu mati betri og hafa meira fram að færa. “Primal Scream meets Risaeðlan” var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði í þessum yndislegu furðufuglum. Clinic eru ólíkari en flest annað af því helvítis drasli sem prýðir forsíður hinnar ömurlegu bresku tónlistarpressu þessa dagana sbr. Stereophonics-leiðindin. Pressan þarna í landi er að deyja úr fortíðarþrá og allt sem er framsækið er aflífað (í flestum blöðum allaveganna). Skotar hafa verið að bjarga heiðri Bretaveldis undanfarin ár með hinum frábæru sveitum Boards of Canada, Mogwai, Quasi og Arab Strap en sunnanættaðar hljómsveitir eins og Add n to (x), Radiohead og svo Clinic sjá til þess að bandaríska og kanadíska nýbylgjan er ekki alveg að valta yfir Bretana í dag.
p.s. Þið sem ekki þekkið Clinic, KAUPIÐ Internal Wrangler! Partídiskurinn frá helvíti.