Nú er heilbrigðiseftirlitið að byrja að framfylgja nýjum reglum sem segja að
hljóðstyrktur á samkomum meigi ekki vera meiri en 95 desibel á samkomum
og samkomustöðum. Fyrir þá sem ekki þekkja desíbel þá eru 95 desibel svona
álíka mikill hávaði og í fimm sýningu á rómantískri ástarsögu í bíó. Ekki nóg til
að halda rokktónleika (ca. 125 dísibel) eða spila techno á dansstað.

Eftirlitið er nú þegar að hóta að loka ákveðnum stöðum og neyða þá til að
setja upp búnað til að halda hávaða í 95 desíbelum og sagan segir að seinni
tónleikar Rammstein fengust bara í gegn með harmkvælum vegna mikils
hávaða á þeim fyrri.

Þetta er ofvernd af hæsta stigi og þarf að stöðva. Tónlistarmenn skoðið
aðeins þetta mál. Það er verið að vega að ykkur… Hringið niður í
Heilbrigðiseftirlit og talið við þau. Þetta má ekki gerast!

Á næstu vikum verður búið að neyða alla helstu skemmtistaði Reykjavíkur til
að setja þennan búnað upp. Það verður ansi erfitt að halda lifandi tónleik
þegar trommusettið fer að yfirgnæfa hljóðkerfið…

FIGHT THE POWER!!