Núna undanfarið hef ég verið að skrifa greinar um uppáhalds
hljómsveitirnar mínar.. þetta er mín þriðja gítargrein og
er þessi grein um hljómsvbeititna
HAM !
Hljómsveitin ham var stofnuð í marsmánuði árið 1988 af þeim Óttarr Proppé og sigurjóni Kjartanssyni
og varð hún fljótt ein umtalaðasta hljómsveit “undergroundsins” á sínum tíma.
Hljómsveitin HAM spilaði þungt rokk með djöfullegum undirtón og átti
örfáa aðdáendur en þeir bættust við örfluga.
Stuttu eftir stofnun hljómsveitarinnar gaf hún út smáskífu sem fékk nafnið Hold og var hún tekin upp
og pródúseruð af Dr. Gunna.
Platan var gefin út í mjög fáum eintökum of fékk hún enga útvarpsspilun og til að
bæta gráu ofaná svart þá var hljómsveitinni bannað að spila á sumum stöðum í reykjavík
vega hávaða og árásargirni.
HAM gerði myndband við lagið Trúboðasleikjari af smáskífunni HOLD, enn formaður sjónvarpsins brendi
eina eintakið af myndbandinu útaf grófu myndefni (myndbandið er sýnt í myndinni HAM lengi lifi)
Seint árið 1988 fékk HAM tækifærið til að hita upp fyrir Sykurmolana á þýskalands túrnum þeirra og fengu
þeir frábærar viðtökur gagnrýnenda þar á lendu.
Árið 1989 tóku HAm upp fyrstu breiðskífu sína Buffalo Virgin og var hún gerð af plötufyrirtækinu
One Little Indian.
Sumarið þann ár fór HAM til bandaríkjanna með Risaeðlunum og Bless sem voru allar á samningi hjá smekkeysu
og eftir bandaríkjatúrinn fór HAM aftur í stúdíóið og tók upp plötuna Pleasing The Pirahna enn skringilega
var hún aldrei gefin út.
Árin 1991 og 1992 voru mjög ómerkileg hjá hljómsveitinni enn kom HAM þá fram í kvikmyndinni
Sódóma Reykjavík og gerðu þrjú lög fyrir myndina (Anilmalia, Manifesto og Partýbær)
Árið 1993 kom út diskurinn Saga Rokksins.
HAM fór í tilefni plötunnar á þriggja mánaða túr til bandaríkjanna, túrinn gekk illa
og var orðsökin skipulagsleysi og eftir túrinn ákvað hljómsveitin að hætta fyrir fullt og allt.
Hljómsveiti ákvað að halda Kveðjutónleika þann 3 júní árið 1994 enn fékk eigandinn ekki næg leyfi
til að halda tónleikana, enn tónleikarnir voru hladnir daginn eftir og voru þeir gefnir út á plötu sem fékk heitið Lengi Lifi
Hljómsveitin Spilaði svo á tvennum tónleikum í Laugardalshöll þegar þeir hituðu upp fyrir þýsku hljómsveitina Rammstein.
og voru þeir gefnir út á disknum Skert Flog.
Á fjórtándu öld var rokkið ekki til, en í dag er rokkið staðreynd - S. Björn Blöndal