.
Loksins fá Íslendingar að kynnast tónleikum með snillingnum Iggy Pop ásamt hljómsveitinni The Stooges.
30 árum eftir að The Stooges lögðu upp laupanna er þeir komnir aftur saman í upprunnarlegu mynd nema að núna er það Mike Watt sem sér um að spila á bassa.
Þessi frábæra hljómsveit með sjálfan Iggy Pop fremstan í flokki hefur trúlega veitt fleiri hljómsveitum innblástur en nokkur önnur sveit í heiminum og án þeirra hefði tónlistarþróunin trúlega orðið allt önnur.
Hljómsveitin The Stooges var stofnuð árið 1967 og var fljót að vekja athygli á sér fyrir frábæra sviðsframkomu ,sem á þessum tæplega árum sem eru liðin hefur ekkert breyst.
1969 kom fyrsta plata sveitarinnar út en það er platan “The Stooges” og er hún talin ein besta rokkplata sögunnar enda markaði hún viss tímamót á sínum tíma.
Ári seinna kom svo út næsta plata sveitarinnar en hún fékk nafnið “Funhouse” og er talinn jafnvel enn betri en fyrsta plata sveitarinnar.
Árið 1973 kom svo út platan “Raw Power” en hún er af mörgum talinn besta plata þeirra og er hún með fullt hús hjá flestum gagnrýnendum en platan inniheldur t.d smellin “Search and Destroy”. Því miður reyndist þetta vera síðasta plata sveitarinnar því ári seinna hætti hljómsveitin og Iggy Pop snéri sé að sóló ferlinum sem gekk mjög vel.
Fyrsta sóló plata Iggy Pop kom út árið 1977 og heitir hún “Lust For Life” en hún hefur fengið frábæra dóma og inniheldur trúlega þekktasta lag hans, “The Passenger”.
Sama ár kom svo önnur plata hans út en það er platan “The Idiot” og inniheldur hún t.d. lagið “China Girl” og ekki fékk sú plata verri dóma heldur en önnur verk sem Iggy Pop hafði komið nálægt. Á þessum tveimur plötum var meðhöfundur að flestum lögunum sjálfur David Bowie en hann er góðvinur Iggy Pop.
Á þessum tíma ákvað Iggy Pop samt að slíta tónlistarleg tengsl við David Bowie og á árunum 1979 - 1982 komu út 4 plötur með Iggy Pop sem fengu misjafna dóma en eiga það allar sameiginlegt að hafa elst gríðarlega vel og hafa því vaxið í áliti hjá flestum gagnrýnendum.
Á næstu árum komu út fjölmargar plötur með Iggy Pop og flestar af þeim fengið mjög góða dóma.
Það nýjasta frá Iggy Pop er safnið “Million In Prizes: The Iggy Pop Anthology” en það safn inniheldur 38 af bestu lögum Iggy Pop og The Stooges.
Núna 40 árum eftir að Iggy Pop byrjaði feril sinn með The Stooges hefur hann trúlega aldrei verið jafn vinsæll. Sífellt fleiri hljómsveitir nefna Iggy And The Stooges sem sína helstu áhrifavalda t.d. Nirvana, Soundgarden, Queens Of The Stone Age, The Hives, Green Day, The Ramones, The White Stripes og meira að segja líka Nick Cave. Einn einnig hefur þótt vinsælt að gera coverlög af lögum Iggy And The Stooges og jafn ólíkar sveitir eins og Slayer, Guns n’Roses, Duran Duran, Tom Jones og REM hafa tekið upp lög eftir þá.
Þeir áhorfendur sem leggja leið sína í laugardalinn þann 3. maí fá ekki aðeins að heyra flutning á öllum þeim frábæru lögum sem Iggy And The Stooges munu flytja heldur einnig verða vitni að einni bestu sviðsframkomu sem hægt er að sjá enda er Iggy Pop þekktur fyrir brjálæðislega sviðsframkomu og hún hefur ekkert slaknað með árunum og því ætti enginn sannur tónlistaráhugamaður að láta þetta einstaka tækifæri til að sjá eina áhrifamestu og öflugustu hljómsveit í sögu rokksins fram hjá sér fara
Miðasala og upphitun verða tilkynnt síðar.
Með bestu kveðju
RR
========================================
Ég var beðinn um að senda þetta hingað inn. Ég ætlaði að setja mynd af Iggy en þó ég hefði minnkað hana þá var það ekki hægt.
Þannig að hér getið þið séð mjög nýlega mynd af kappanum. Mesta lagi ársgömul.
http://www.metropolis.radar.it/gallery/Iggy%20Pop.2.jpg
Þess má geta að hann er fæddur í apríl 1947 sem þýðir að hann verður 59 ára í ár. Það er ekki að sjá á honum :D Ég vil alveg líta svona út eftir ca. 35 ár :P
ahh, enga fjandans undirskrift takk :)