Manic Street Preachers hafa ákveðið að gefa kúbönskum tónlistarmönnum hljóðfærin sín. Breska konsúllinn á Kúbu mun afhenda tónlistarmönnunum tvo Fender gítara og einn bassa við hátíðlega athöfn á morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem MSP gera stönt á Kúbu því þeir héldu útgáfutónleika vegna breiðskífunnar Know Your Enemy í Karl Marx leikhúsinu í Havana fyrr á þessu ári. Þann tíunda september kemur næsta smáskífa MSP út. Hún heitir Let Robeson sing.
Hljómsveitin REM hefur grafið upp gamalt lag af plötu sinni Life´s Rich Pageant sem kom út árið 1986. Lagið heitir Cuyahoga og hafa REM gert það að baráttusöng gegn umhverfisstefnu Bush stjórnarinnar í Bandaríkjunum. Lagið deilir nafni með á sem rennur í gegnum Cleveland og er svo menguð að ef maður hendir eldspýtu í hana þá fuðrar hún upp.
Ef Blink 182 væru ekki svo heppnir að eiga strákana í Pearl Jam fyrir vini hefði sjálfsagt farið illa fyrir þeim. Til stóð að hafa bónuslag á nýju Blink 182 plötunni Take Off Your Shirt And Jacket. Það sem er áhugavert við þetta lag er að það fjallar um það að sofa hjá Adolf Hitler. Það var Mike McCerady úr Pearl Jam sem hringdi í strákanna og sagði þeim að það væri sjálfsagt slæm hugmynd að hafa þetta lag á plötunni. Eftir dálitla umhugsun sáu þeir ljósið og ákváðu að sleppa laginu.