Þetta er nú bara svona listi af lögum sem ég gerði og setti á bloggið mitt… ákvað að skella þessu inn sem grein.
–
1. John Frusciante - Omission :: 4:34
John Frusciante er meira enn bara gítarleikarinn í Red Hot Chili Peppers.. hann er einn af mínum uppáhalds sólólistamönnum og þetta lag hans er engin smá snilldarsmíð.. kom út á plötunni Shadows Collide With People árið 2004, enn það ár gaf kallinn einmitt út einhverjar 6 eða 7 plötur.. duglegur kall.
2. Editors - Bullets :: 3:09
Þetta lag er af fyrstu plötu Editors, The Back Room sem að kom út árið 2005. Þrusudiskur og þetta lag er alveg hreint magnað og ekkert mikið meira um það að segja..
3. The Decemberists - 16 Military Wifes :: 4:52
Þetta lag er af plötunni Picaresque sem að kom einmitt út árið 2005 og já..þetta er helvíti flott lag og fjallar um Bandaríkin og hinn einstaklega ógáfulega kall, George Bush. Nett lag.
4. Bright Eyes - True Blue :: 5:41
Þessi útgáfa af laginu sem að ég ákvað að smella á þennan disk er á tónleikadisknum Motion Sickness, sem að kom út árið 2005 og er bara magnað í alla staði, Bright Eyes í sínu besta formi.. frábær lag!
5. Death Cab For Cutie - Transatlanticism :: 7:55
Yndislegt lag frá Ben Gibbard og félögum í Death Cab. Yndislegt í alla staði. Tregafullur söngurinn er hreint út sagt viðbjóðslega fallegur.
6. Hard-Fi - Hard To Beat :: 4:12
Þvílíkt lag, þvílíkt keyrsla. Já þetta er sko alvöru partí lag sem að er gaman að hlusta á og kemur mér alltaf í gott stuð. Af plötu Hard-Fi, Stars of CCTC sem kom út 2005.
7. The Libertines - What A Waster :: 2:58
Uppáhalds Libertines lagið mitt. Kann textann við öll Libertines lögin og syng því ekkert smámikið með þegar ég á annað borð ákveð að fara í Libertines fílíng 8) Þetta er örugglega eitt svalara lag seinni ára, var á plötunni Up The Bracket sem kom út 2002, og fær því að vera með á þessum disk.
8. Maus - Hreistur og Slím :: 4:16
Fyrsta íslenska lagið á þessum disk er með Maus og heitir Hreistur og Slím, frábært lag.. synd að Maus skulu hafa hætt, frábær hljómsveit og ein af mínum uppáhalds..sérstaklega voru textarnir hjá þeim geðveikir.
9. The New Pornographers - The Mary Martin Show :: 3:19
Klárlega nett hljómsveit frá Montreal í Kanada. Það er eitthvað svakalegt að gerast þar, Arcade Fire, Wolf Parade og New Pornographers eru allar þaðan og allar að gera góða hluti. Þetta lag er yndislega kraftmikið af plötunni Electric Version sem kom út árið 2002 held ég.. nett band.
10. The Pixies - U-Mass :: 3:00
Lag af plötunni Trompe le Monde sem kom út árið 1991 held ég alveg örugglega, semsagt jafngömul mér. Já þetta er eiginlega bara týpískt Pixies lag, hressandi og flott.. gítarinn nettur þarna.. I'ts educational og nett sko. 8)
11. Morrissey - Suedehead :: 3:55
Flott lag með honum Morrissey kallinum..ætli ég hafi ekki hlustað á þetta svona 40þúsund sinnum í unglingavinnunni í sumar..þar var Morrissey grimmt spilaður..jájá.
12. Þórir - This is a long drive for someone with to much to think about :: 4:36
Þórir er strákur frá Húsavík sem að situr og spilar á gítar allan daginn :). Flott lag, rólegt, lágstemmt og skemmtilegt, flottur söngur. Af fyrri plötu hans, I Believe in This.
13. The Strokes - New York City Cops :: 3:36
Fáránlega nett lag. Örugglega mitt uppáhalds Strokes lag. Eitthvað svona sem að maður fær á heilann og losnar ekkert við.
14. Sigur Rós - Popplagið (Untitled #8) :: 11:44
Fallegasta lag allra tíma?
Njaaa.. enn sennilega mjög nálægt því. Lokakaflinn í þessu lagi er eiginlega bara meistaraverk. Sigur Rós eru meistarar!
15. Clap Your Hands Say Yeah - Heavy Metal :: 4:00
Snilldarlag frá snillingunum í CYHSY. Þessi rödd..ÆÐI! Mæli með þeim. Nafnið á laginu segir ekki neitt um innihaldið :)
16. The Arcade Fire - Rebellion (Lies) :: 5:10
Frábært lag hjá kanadísku hljómsveitinni Arcade Fire.. magnaður söngur, píanóglamur til fyrirmyndar og yfir höfuð bara æðislegt lag..eins og reyndar öll lögin á plötunni Funeral sem er svona nokkurnvegin fullkomin bara.
_
Þessi playlist er búinn að vera í gangi hérna í nokkra daga.. allir að eignast þessi lög.
Takk fyrir mig..og djöfull er ég glaður að vera kominn úr banni :)