Ég var á Eldborg um verslunarmannahelgina og það var band þarna sem ég hafði aldrei séð eða heyrt um, PhutureFX. Ég finn mig knúinn til þess að skrifa smá sprota um þetta band því ég veit að það á eftir að fara langt.

Ég fékk í hendurnar dreifimiða sem stóð á: Metal V. 3.8 - PhutureFX, Eldborg, Laugardagur, klukkan 15:30. Ég á þennan miða ennþá og mun geyma hann. Ég lét slag standa og kíkti á þá og sé ekki eftir því.

Þeir spila svona progressive metal dæmi sem er mjög ljúft í eyrun, sjálfur er ég ekki mikið fyrir þessa hardcore bylgju sem er að ganga en þetta er eitthvað sem ég get fílað mig við. Kraftmikil lög og melódískur söngur. Þetta eru ekki unglingar, ætli þeir séu ekki yfir 20 amk.

Þó ég hafi bara séð þá einu sinni, þá leyfi ég mér að segja að þeir eigi eftir að þroskast sem band- en það er bara hið besta mál, því þá fær maður bara að fylgjast með því.

Þeir spiluðu á laugardeginum og voru beðnir um að spila aftur á sunnudeginum af aðstandendum Eldborgar. Gott mál

Ef einhver kemst á snoðir um hvenær þeir spila aftur endilega og plís póstið það hérna, ég mun fylgjast með og gera slíkt hið sama

RikkerGa