Red Hot Chili Peppers - Fyrri hluti Hérna ætla ég að koma með grein um eina af mínum uppáhalds hljómsveitum Red Hot Chili Peppers. Þessi grein fjallar um sögu RHCP á 9unda áratugnum. Ég ákvað að hafa söguna tvískipta bæði vegna þess að hún er svo löng og líka þá markar byrjun 10unda áratugsins tímamót í sögu RHCP.

Here ya go :)


Það voru nokkrir ungir menn í Fairfax framhaldsskólanum að nafni Anthony Kiedis, Michael Balzary (oftast kallaður Flea), Jack Irons og Hillel Slovak sem ákváðu að stofna hljómsveit. “Tony Flow and the Miraculously Majestic Masters of Mayhem” var hún fyrst kölluð en síðan breyttu þeir nafninu í Red Hot Chili Peppers. Þetta var árið 1983. Þeir fjórir söfnuðu í kringum sig stórum hópi aðdáenda miðað við að þeir höfðu ekki enn gefið út plötu, fólki fannst gaman af þessari hljómsveit aðalega útaf brjáluðum sviðsframkomum og hvað það var mikið stuð á tónleikum með þeim. Sem dæmi komu þeir oft fram alveg naktir eða með sokka á kynfærunum.


Árið 1983 sömdu þeir við upptökufyrirtæki en Irons og Slovak hættu í bandinu til að einbeita sér að öðru verkefni þeirra, “What Is This?”. Inn komu í staðin Cliff Martinez á trommur og Jack Sherman á gítar. Þeirra fyrsta plata sem bar nafn sveitarinnar “Red Hot Chili Peppers” kom síðan út 10. ágúst '84 og olli miklum vonbrigðum, talið er að Andy Gill sem var upptökustjóri (sem þeir voru oft ósammála) hafi ekki staðið sig vel og hafi ekki ná að fanga andan sem kom fram á tónleikum með Red Hot Chili Peppers. Tónleikaferðalagið í kjölfar plötunnar olli líka vonbrigðum vegna vandamála á milli gítarleikarans Sherman og hinna í hljómsveitinni, sem endaði að með því að hann var rekinn árið 1985. Þá kom. Slovak aftur í bandið eftir að hafa hætt í “What Is This?“ verkefninu.


Árið 1986 tók George Clinton (Parliament-Funkadelic) við upptökustjórnun og þeir félagar Kiedis, Flea, Slovak og Martinez tóku upp undir stjórn Clintons, plötuna “Freaky Styley”. Plötunni var lýst sem funki í hröðum punk stíl, platan innihélt endurgerð af lagi Sly & the Family Stone's, “If You Want Me To Stay”, og smellunum “Jungle Man” og “Catholic School Girls Rule”, sem áttu eftir að heyrast í útvarpsstöðvum framhaldsskóla en platan náði ekki athygli almennings. Sama ár yfirgaf Martinez bandið, fljótlega eftir útgáfu “Freaky Styley” og inn kom enginn annar en fyrsti trommari bandsins, Jack Irons. Eina lagið á plötunni sem mætti segja að hlyti einhverja velgengni var “Hollywood (Africa)” sem hlaut mikla hlustun í Evrópu.


Næsta plata var gefin út í september ’87 og var tekin upp af Michael Beinhorn. Sú plata fékk nafnið The Uplift Mofo Party Plan og var eina platan sem hinir fjórir upprunalega Red Hot Chilipeppers meðlimir tóku upp saman. Þessi plata var fyrsta plata þeirra til að komast á topp 200 listan í Billboard, samt sem áður var velgengni plötunnar ekki eins mikil og hún hefði getað verið vegna lélegrar markaðssetningar EMI. Þeir héldu í tónleikaferðalag til Evrópu í fyrsta sinn en dóp-vandamál Slovaks urðu til þess að hann varð næstum rekinn. Hann náði sér samt á strik þegar þeir túruðu um Evrópu í maí 1988 og öll vandamál virtust leyst. En þann 27. júni ’88 fannst Slovak dáinn í íbúðinni sinni eftir að hafa tekið of stóran skammt af heróíni. Irons hætti skömmu síðan því hann vildi ekki halda áfram vegna dauða vinar síns.

Kiedis (nýkominn úr afvötnun) og Flea ákváðu að halda áfram með bandið og fengu til sín þá D.H. Peligro á trommur og Dwayne “Blackbird” McKnight á gítarinn. Þeir stoppuðu samt stutt og fljótlega voru þeir snillingar Chad Smith ( trommur) og John Frusciante (gítar) komnir í bandið. Næsta plata þeirra, Mother’s Milk einkenndist af funki, rappi, metal og jazzi og kom út í ágúst ’89. Á plötunni er Jimi Hendrix lagið “Fire” coverað og er það seinasta upptakan sem tekin var með Slovak. Fyrsta lagið þeirra sem náði á top 10 lista í Bandaríkjunum, “Knock Me Dow”, Stevie Wonder lagið “Higher Ground”, lagið “Magic Johnson” (tileinkað uppáhalds körfuboltafélgi þeirra L.A. Lakers), “Stone Cold Bush” og “Pretty Little Ditty” náðu að koma Red Hot Chili Peppers loksins á blað í tómlistarheiminum. Þeir túruðu um allan heim í níu mánuði og nutu gífurlegra vinsældra.

Plötur þeirra sem teknar voru á 9unda áratugnum:

1984 (10. ágúst) - Red Hot Chili Peppers
1986 (16. ágúst) - Freaky Styley
1987 (23. september) - The Uplift Mofo Party Plan
1989 (16. ágúst) - Mother's Milk


Þar hafiði það, ég vona að þið hafið notið góðs af þessari grein og vegni ykkur vel í framtíðinni.

Seinna hlutinn kemur……seinna