Saga Muse
Muse er Bresk hljómsveit, hún var stofnuð í Teignmouth í Englandi sem var stofnuð fyrri hluta 10. áratugsins. Meðlimirnir eru þrír og eru eftirfarandi
Matthew James Bellamy (09/06/1978) hann spilar syngur og spilar á gítar og hljómborð
Muse er fjórða hljómsveitin sem Matt hefur verið í. Fyrst var hann í Carnage Mayhem og svo fékk hann inngöngu í hljómsveitina sem Dominic var í, sem var flotta hljómsveitin í skólanum sem allir vildu vera í. Svo spiluðu þeir mikið með hljómsveitinni sem Christopher var í, sem hét Fixed Penalty, sem var þá að einhverskonar skólabandi. Svo komu þeir saman í Muse, sem hét fyrst Rocket Baby Dolls.
Hann lærði á gítar sjálfur heima en vinur hans kenndi honum undirstöðu atriðin. Hann hafði samt lært á píanó.
Christopher Tony Wolstenholme (09/12/1978) spilar á Bassa
Muse er þriðja hljómsveitin sem hann hefur verið í. Fyrst var hann í fixed penalty og svo Gothic Plague og svo kom hann í Rocket Baby Dolls sem varð að Muse.
Dominic James Howard (12/07/1977) spilar á trommur
Ég hef engar upplýsingar um hann nema að hann var í Carnage Mayham en hún var flotta hljómsveitin í skólanum eins og áður sagt.
Meðlimir Muse voru allir í sama skóla og kynntust allir í gegnum skólahljómsveitirnar. Árið 1994 þegar þeir voru 16 ára þá unnu þeir keppnina “ battle of the bands” og hétu þeir þá Rocket Baby Dolls. Áhrifavaldur þeirrar tónlistar var amerískt rokk en það var allt öðruvísi en poppið sem var þá vinsælast í bretlandi. Þegar þeir höfðu breytt nafninu í Muse, árið 1997 þá byrjuðu þeir að spila í London og Manchester til að reyna að komast í sambönd við útgáfufyrirtæki til að geta byrjað að selja tónlistina þeirra að alvöru og til að koma þeim á kortið í tónlistarbransanum.
Útgáfufyrirtækið Maverick Records (frá bandaríkjunum) tók þá svo að sér og gerði við þá plötusamning. Þeir hjálpaði þeim með að spila á fleiri tónleikum, þá einkum í bandaríkjunum. Maðurinn sem framleiddi The Bends, með Radiohead, að nafni John Leckie hjálpaði þeim með fyrstu plötuna þeirra og hét hún Showbiz og er hún með Radiohead yfirbragði.
Showbiz – 1999
Sunburn
Muscle Museum
Fillip
Falling Down
Cave
Showbiz
Unintended
Uno
Sober
Escape
Overdue
Hate This & I'll Love You
Næsta plata, O rigin of Symmetry var allt öðruvísi, en þá voru þeir að prufa nýja hluti – sinn eigin stíl. Það var eiginlega platan sem kom þeim á kortið. Textarnir voru líka sérstakir og Marverick útgáfufyrirtækið þeirra sagði að þeir yrðu að breyta textanum ef ætti að gefa diskinn út en þeir vildu frekar yfirgefa fyrirtækið en að breyta textanum. Þeir yfirgáfu það.
Origin of Symmetry (OOS) – 2001
New Born
Bliss
Space Dementia
Hyper Music
Plug In Baby
Citizen Erased
Screenager
Darkshines
Feeling Good
Megalomania
Svo árið 2003 kom meistaraverk þeirra eins og ég vill kalla það, ég elska þennan disk. Hann er töluvert auðruvísi en OOS. Það er ekki jafn þungt og svoleiðis, heldur er meiri áhersla á radd bergmál og mikið Píanó. Lögin byrja flest hæg og verða allt öðruvísi því lengra sem líður á lagið.
Absolution - 2003
Intro
Apocalypse Please
Time Is Running Out
Sing for Absolution
Stockholm Syndrome
Falling Away with You
Interlude
Hysteria
Blackout
Butterflies and Hurricanes
Endlessly
Thoughts of a Dying Atheist
TSP
Ruled By Secrecy
Árið 2002 kom dvd diskur sem innihélt t.d. tónleikaupptökur og “b-hliðar”
Heimildir fundnar á http://is.wikipedia.org/wiki/Muse og http://www.inmuseworld.net