Marilyn Manson - Mechanical Animals Marilyn Manson – Mechanical Animals

Hér kemur 1 stykki diskaumfjöllun, reyndar sú fyrsta sem ég geri. Ég tek það fram að ég er enginn Mansonisti og að Marilyn Manson er Industrial Rock en ekki Goth Rock.

Line up á hljómsveitinni Marilyn Manson á þessum disk

Marilyn Manson: söngur
Madonna Wayne Gacy: hljómborð, synthesizer
Twiggy Ramirez: Allir Gítarar og Bassi
Ginger Fish: Trommur
John 5 (ég hef samt heyrt að það hafi verið Zim Zum, sel það ekki dýrara en ég keypti það): Gítar á Tónleikum (þá er Twiggy á bassa)

1. Great Big White World 5:01
Þetta er fyrsta lagið sem er á disknum og er frekar gott. Kemur manni svona í fílinginn. Eitt besta lagið á disknum. Ég veit ekki alveg hvað hann er að syngja um en myndi giska á kynþáttafordóma (eða eiturlyf. Nánast öll lögin eru um eiturlyf á disknum) .
****/*****

2. The Dope Show 3:46
Þetta er án efa langvinsælasta lagið á disknum. Þetta gerði Manson að þeirri ógeðsímynd sem hann er í dag. Í myndbandinu við þetta er hann nakinn með engin kynfæri en samt með brjóst.
***1/2/*****

3. Mechanical Animals 4:33
Þetta lag er ásamt Coma White besta lagið á disknum. Þegar ég heyrði það fyrst þá hlustaði ég á það 5 sinnum í röð aftur. Lagið er fullt af furðulegum hljóðum. Þetta lag er um hvernig það er að vera fíkill (held ég).
*****/*****

4. Rock is Dead 3:09
Þetta lag finnst mér vægast sagt ömurlegt. Þetta er án efa eitt versta lag sem Manson hefur gert.
*/*****

5. Disassociative 4:50
Þetta er verulega gott lag. Eitt það besta á disknum. Er eins og flest um eiturlyf. Hvernig maður verður ófélagslyndur af þeim.
****/*****

6. The Speed of Pain 5:30
Mjög gott lag. Ef þú þú giskaðir á að það fjallaði um eituflyf þá er það rétt hjá þér. Kassagítarslag, sem er óvenjulegt af Marilyn Manson. Viðlagið er með einhverjum svona radd-effect.
****1/2/*****

7. Posthuman 4:17
God is just a statistic
Antichrist lagið á disknum. En samt um eiturlyf. Mjög gott lag. Eitt það besta á disknum.
****/*****

8. I Wanna Disappear 2:56
Mér finnst þetta ekki gott lag. Er líklega um dóp en það er hálf týnt um hvað það er.
**/*****

9. I Don’t Like the Drugs 5:03
Frekar slappt lag. Það er um dóp (að sjálfsögðu ;P). Það sem bjargar þessu lagi er það að gospelkór syngur viðlagið í endanum. Það er mjög fyndið.
**1/2/*****

10. New Model no.15 3:40
I’m as fake as a wedding cake
Mjög skemmtileg lína sem kemur í þessu lagi. Þetta er svona um dóp. En ég veit það samt ekki alveg. Ég myndi samt halda það. Minnir á I Don’t Like the Drugs
***/*****

11. User Friendly 4:17
Eitthvað svona hóru/dóp lag. Textinn gefur það allavega til kynna.
I’m not in love, but I’m gonna fuck ya, ‘till somebody better comes along
Mjög gott lag og mikið af undarlegum hljóðum í þessu.
***1/2/*****

12. Fundamentally Loathsome 4:49
Ég tek allt til baka sem ég sagði um að Rock is Dead væri lélegast á þessum diski. Þetta lag er svo lélegt að það er ekki fyndið. Ég hata það. Ekkert skemmtilegt við það og er án efa versta Manson lag sem ég hef heyrt.
0/*****

13. The Last day on Earth 5:01
Þetta er mjög flott og skemmtilegt lag. Túrinn sem fylgdi svo MA hét eftir þessu lagi, eða “The Last Tour On Earth”. Kemur manni svona í stuð fyrir að klára diskinn.
***1/2/*****

14. Coma White 5:38
Þetta er afgerandi besta lagið á diknum. Það er svona rólegt en samt með þungu viðlagi. Þegar ég sagði að Mechanical Animals væri jafn gott og þetta þá var ég ekki með fullu viti. Næstbesta mansonlag sem ég veit um.
******/*****

Í heildina litið er þetta fínasti diskur. fær **** af *****