Babyshambles - Down in Albion [2005] Babyshambles
Down in Albion
Rough Trade Label (UK)
2005
3,5-5,0


Peter Doherty, fyrrum forsprakki The Libertines hefur alls ekki lagt upp laupana síðan að honum var sparkað úr Libertines fyrir óhóflega neyslu sterkra eiturlyfja (heróíns og kókaíns m.a.)
Nei, nei!
Kappinn hefur bæði haldið áfram í músíkinni og dópinu.
Hann smalaði saman í nýtt band fyrir rúmu ári síðan og heldur áfram með þeim að gera það sama og hann gerði með strákunum í Libertines, búa til helnetta rokktónlist sem að er góð til þess að söngla með og hlusta á þegar að maður vill komast í gott stuð.
Platan er pródúseruð af fyrrum Clash meðlimunum Mick Jones og Bill Price og er fílingurinn frekar hrár og útkoman skemmtileg. Þetta er eins og Libertines sándið.. nema bara nettara.

Þessi plata byrjar af miklum krafti sem að helst út allan diskinn. Lögin Fuck Forever og A'rebours vekja alltaf kátínu hjá mér og Pipedown gerir það líka. Vel heppnuð lög. Önnur mjög góð lög eru verðandi smáskífan Albion, Killamangiro, Up the Morning og The 32 of December.

Það sem að ég hrífst af við lagasmíðar Peters er það að lögin eru einföld, grípandi og hrá. Framburður hans og söngstíll hafa einnig gripið mig síðan að ég heyrði fyrst til The Libertines.
Platan inniheldur 16 lög, flest mjög góð enn þó hefði mátt sleppa 2-3 lögum, tildæmis hinu mjög svo sýrða Pentonville sem að gefur manni ekkert..nema kannski hausverk? Hefði nú verið hægt að taka það út og setja hið mjög góða Gang of Gin inn í staðinn.

Í heildina litið er þessi plata mjög vel heppnuð og skemmtileg. 16 lög, einn klukkutími og fjórar mínútur af hressri tónlist á aðeins 1999 krónur í öllum góðum plötubúðum. Mæli með því að fólk splæsi í þennan disk.

Ég vona innilega að þessi frumburður Babyshambles verði bara gott start á farsælum ferli þeirra og að Pete taki sig saman í andlitinu, rói sig í dópinu og haldi áfram að semja gæðalög, því að það er það sem hann gerir best.