Ég ákvað að skella mér á White Stripes þegar þeir komu til landsins núna um daginn. Ég mætti á tónleikana og hlakkaði til að sjá þau stíga á svið, en þessi hljómsveit hefur verið í uppáhaldi hjá mér lengi. Það kom mér á óvart hvað upphiturnar hljómsveitin Jakóbínarína var góð, þeir voru soldið vel hyper á sviðinu en það svo sem gerði þetta bara fyndið. Þegar upphitununin var búin þurfti maður að bíða 30 min eftir White Stripes. Ég var tiltörulega framalega þannig ég sá sviðið mjög vel. Það kom mér á óvart hvað ég þekkti mörg lög þarna þó að þetta sé ein af mínum uppáhaldshljómsveitum og ég gat sungið með í öllum lögunum nema 2 og gerði það:). Þau byrjuðu á mjög góðu lagi eða einu af smá skífu lagi Get Behind Me Satan en það var lagið Blue Orchid. Eftir það komu mjög mörg góð lög eins og t.d. Jolene, My doorbell, The hardest button to button, I just don't know what to do whit my self og svo hélt ég að þau ætluðu ekki að taka Seven nation army en þau gerðu það og var það næst síðasta lagið sem þau tóku. Lagavalið var af mínu mati mjög gott hefði varla getað verið betra þó að ég hefði verið til í að heyra 2 lög sem voru ekki en það voru lögin Take, take, take, og Fell in love whit a girl. En þetta voru án efa einir bestu tónleikar sem ég hef farið á. Best að vera ekki að hafa þetta mikið lengra. En fyrir ykkur sem fóruð ekki, þið misstuð af miklu!
Kv. Addi