Í febrúar 1992 kom hljómsveitin fyrst saman, og samanstóð hún af þeim Rivers Cuomo (söngur, gítar), Jason Cropper (gítar), Matt Sharp (bassi) og Pat Wilson (trommur). Þeir byrjuðu að semja og spila á pöbbum og þess háttar, en þrátt fyrir litla velgengni héldu þeir áfram. Eftir 16 mánaða samstarf sömdu þeir við DGC Records [Geffen]. Bandið flutti til New York til að taka upp í Electric Lady Studios með upptökustjóranum Ric Ocasek. En á meðan þeir voru að taka upp fyrstu plötuna, þá hætti Jason Cropper í hljómsveitinni vegna þess að kærastan hans var ólétt, og fengu þeir þá til liðs við sig Brian Bell sem var áður í Carnival Art.
Fyrsta platan, Weezer, kom út 10. maí 1994, og varð strax vinsæl. Þeir gáfu út þrjár smáskífur af henni, “Undone - The Sweater Song” “Buddy Holly” og “Say It Ain't So”. Buddy Holly vann Grammy verðlaunin og einnig MTV verðlaun sama ár, og platan náði Platínu sölu. Eftir nokkra túra í Bandaríkjunum og annarstaðar fór hljómsveitin í pásu. Rivers Cuomo fór í skóla í Harvard, Matt Sharp og Pat Wilson stofnuðu hljómsveitina The Rentals (sem áttu smellinn Friends of P) og Brian Bell fór aftur í fyrrum band sem hann var í, The Space Twins.
Snemma um veturinn 1995 og sumarið 1996 fóru Weezer aftur í stúdíó. 24. september 1996 kom svo út önnur platan “Pinkerton” sem hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Platan var svolítið öðruvísi en við mátti búast. Gítarinn var hrárri, textarnir höfðu dýpri meiningu og bandið hafði þroskast talsvert. Þeir gáfu út þrjár smáskífur af Pinkerton, “El Scorcho”, “The Good Life”, og “Pink Triangle”. Pinkerton fékk gullplötu.
Matt Sharp, bassaleikari, hætti í hljómsveitinni 1998 (allt í góðu) og snéri sér alfarið að hljómsveit sinni The Rentals. Og fengu þeir þá með sér Mikey Welsch, sem hafði áður spilað með Juliana Hatfield, Verbena, og Jocobono.
Og 15. maí 2001 kom svo út þriðja plata þeirra eftir 5 ára hlé og heitir hún Weezer eins og fyrsta platan, en hefur fengið nafið “green album” meðal almennings, og er búið að gefa út tvær smáskífu af henni “Hash Pipe” og “Photograph”. Segja margir að þetta sé ein af bestu plötum 2001.