Halim tóku þá upp 4 demó lög í hljóðverinu Vindar og Breytingar sem var bara 8 rása digital upptökutæki í kjallaranum heima hjá Zolberg, þessi lög enduðu síðan á plötunni “Vindar og Breytingar” þetta voru lögin “HALIM”, “Vindar og Breytingar” Cassandra” og “Mínar Eigin Tilfinningar”. Þessar upptökur sendu þeir svo með umsókninni til Músíktilrauna.
Þar sem “Halim” liðar voru nú nokkuð öruggir með sig æfðu þeir sama og ekkert fyrir Músíktilraunir. Þrátt fyrir þessa litlu æfingu þá hafnaði sveitin í 2. sæti tilraunanna og var Zolberg valinn besti söngvarinn í keppninni.
Eftir keppnina skiptu þeir um nafn og byrjuðu að kalla sig “SIGN” og hafa gert það síðan. Næst skelltu þeir sér í Rabbeyroad stúdóið sem að var í eigu Rafns heitins Jónssonar föður Zolbergs og Egils. “SIGN” liðar dvöldu þar í tvo mánuði og tóku upp næstum óæft efni, og afraksturinn af því var svo platan “Vindar og Breytingar” sem kom út um jólin 2001. Þá var búinn að bætast í hópinn gítarleikarinn Baldvin Freyr (Baddi).
Tvö lög fengu útvarpsspilun og fór “Cassandra” í fyrsta sæti “Pepsi Rokk listans”. Gert var myndband við lagið “Mínar Eigin Tilfinningar” og fékk það ágæta spilun á Popp Tíví. Þetta ár var “SIGN” valin bjartasta vonina á Íslensku tónlistarverðlaununum og markaði þar með spor sín í rokksögu landsins okkar.
Mikill tími fór núna í ekkert hjá hljómsveitnni nema að Ragnar og Baddi duttu saman í það og hlustuðu á tonlist og spiluðu á gítar á þessu tímabili þróuðu Baddi og Ragnar sinn eigin stíl sem þeir gáfu nafnið RX/BAD.
Árið 2002 um sumarið voru fullt af lögum tilbúin og þeir byrjuðu að spila aftur, þá hafði höddi yfirgefið þá en “SIGN” létu það ekki á sig fá og skelltu sér aftur í Rabbeyroad til að taka upp “Fyrir Ofan Himininn” sem þótti meiri metal plata en “Veður Og Breytingar” og líka með fleiri gítarsólóum. “Fyrir Ofan Himininn” kom síðan út og voru haldnir útgáfu tónleikar í Austurbæ 29. Nóv 2002 og þóttu drengirnir standa sig vel fyrir fullu húsinu af ungum sem öldnum rokkþyrstum íslendingum.
Árið 2003 fóru “SIGN” í Studio Íslands og tóku upp 3 demó lög fyrir Icelandic Airwawes hátíðina. Eitt af þessum lög var “Thank God For Silence” sem fékk vægast sagt góða spilun í útvarpi.
Eftir Airwaves var eins og “SIGN” hreinlega bara legðist í dvala sem var veldur af því að Sigurður Ágúst bassaleikari hætti í hljómsveitinni.
Næstu misseri fóru í ýmis hliðarverkefni hjá Zolberg og Agli, eins og að klára seinustu plötuna sem faðir þeirra sendi frá sér enn hann dó 4. júlí 2004 úr MND sem er ólæknanlegur hrönurnarsjúkdómur. Rabbi var með þennan sjúkdóm í 17 ár, sem telst rosalega langur lífstími með þennan sjúkdóm. Rabbi var stór partur af “SIGN” og stjórnaði upptökum á 2 fyrstu plötum þeirra.
Næsta verkefni þeirra var að koma fram á Iceland Airwaves 2004 á svo kölluðu Kerrang! kvöldi á Gauknum. Þar opinberuðu þeir nýtt line-up með þeim bræðrum og svo Arnari G á gítar og Silla Geirdal á bassa.
Í framhaldi gerði “SIGN” samning við umboðsskrifstofu í Bretlandi og leit hófst að nýjum góðum upptökustjóra til að vinna að góðum kynningardiski.
Þeir gerðu síðan samkomulag við Mark Plati um að koma til Íslands og taka upp með þeim. Mark kom síðan í ágúst mánuði og með honum var vinur hann gítarleikarinn Eric slick sem unnið hefu unnið með David Bowie og John Lennon svo eitthverjir séu nefndir. Dvöldu þeir á Íslandi í viku og tók upp með þeim 3 lög “A Little Bit”, “Breathe”, “Thank God For Silence”.
Svo í beinu framhaldi af þessu gáfu “SIGN” út sína þriðju breiðskífu “Thank God For Silence”, sem kom út snamma í október og er öll sungin á ensku. Framundan hjá “SIGN” er síðan undirbúningur fyrir útrás til annara landa.
Að lokum eru það svo “SIGN” orðin:
“SIGN skrímslið er tilbúið, reitt, gratt og hávært og lætur engan sem kemst í tæri við það ósnortinn.”
What if this ain't the end?