Track list:
01. Thunderstruck
02. Fire Your Guns
03. Moneytalks
04. The Razor's Edge
05. Mistress For Christmas
06. Rock Your Heart Out
07. Are You Ready
08. Got You By The Balls
09. Shot Of Love
10. Let's Make It
11. Goodbye And Good Riddance To Bad Luck
12. If You Dare
Diskurinn byrjar á einu besta lagi sem AC/DC hafa gert, “Thunderstruck”. Þetta er án efa vinsælasta lagið á disknum og eitt af mínum uppáhalds. Flott hvernig lsgið byrjar.
Einkunn: 10/10.
“Fire Your Guns” er lag nr. 2 á disknum. Lagið er í styttra kantinum en er hratt og kraftmikið út allt lagið.
Einkunn: 9/10
“Moneytalks” er sígilt AC/DC lag. Það hefur allt sem gott lag þarf að hafa. Þetta lag er með bestu lögunum á disknum.
Einkunn: 9,5/10
“The Razor's Edge” er öðruvísi AC/DC lag. Þetta er frekar dularfullt lag miðað við hin lögin en það er samt snilld.
Einkunn: 9,8/10
“Mistress For Christmas” er eitt af lélegustu lögunum á þessari plötu. Það er overall pirrandi lag en þetta er AC/DC lag sem gerir það helmingi skárra.
Einkunn: 6/10
“Rock Your Heart Out” er bara svona meðal lag. Það er dálítið flott bassalína í því en þetta er bara filler finnst mér.
Einkunn: 7/10
“Are You Ready” er besta lagið á disknum með Thunderstruck. Lagið byrjar rólega en það vinnur sig upp og er bara snilld.
Einkunn: 10/10
“Got You By The Balls” Þetta er alveg ágætt lag en engin snilld samt. Ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt um það.
Einkunn: 8/10
“Shot Of Love” Þetta er hið fínasta lag. Þetta lag er í þyngri kantinum en það er bara betra.
Einkunn: 8,5/10
“Let's Make It” Þetta er flott lag en hljómar eins og filler. Það er bara eitthvað svo týpískt. Get ekki lýst því.
Einkunn: 7,8/10
“Goodbye And Good Riddance To Bad Luck”
Jæja, loksins eitthvað almennilegt lag. Það er skemmtilegur vibe yfir þessu lagi finnst mér. Eitt af betri lögunum á plötunni.
Einkunn: 8,8/10
“If You Dare” Þetta er seinasta lagið á plötunni. Þetta er fínt lag til að loka henni. Skemmtilegt viðlag.
Þetta var svona mitt álit á þessum disk og ég mæli eindregið með að þið sem nenntuð að lesa þetta kaupið hann því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Þetta er ekkert hard rock en þetta er flott samt. Annars mæli ég með þessum AC/DC plötum líka:
01. Back In Black
02. Highway To Hell
03. Let There Be Rock
04. For Those About To Rock
05. High Voltage
Þessi grein var kannski tímasóun en ég hafði ekkert betra að gera. :)
“Life is what happens to you while you're busy making other plans” - John Lennon