Þessi grein er sögð svoldið frá hlið W. Axl Rose söngvara bestu hljómsveitar allra tíma, því að hann er eini maðurinn sem alltaf hefur verið í Guns N’Roses. Einnig er mest bara fjallað um plötunar þeirra, en ekki mannabreytingar í sveitinni enda er ég ekki alveg viss um allar dagsetningar og ég vil ekki vera að búa eitthvað til
Axl Rose fæddist 6. febrúar 1962 í Lafayette í Indiana. Í æsku var misnotaður af “föður” sínum og átti hann þar af leiðandi ömurlega æsku, en þegar að Axl komst að því að sá maður sem hann hafði alltaf haldið að væri pabbi sinn var ekkert annað en bara stjúpfaðir hans og þá fór Axl einfaldlega burt og tók stefnuna á LA sem er náttúrulega bara borg rokksins. Axl stefndi alltaf á það að vera tónlistarmaður og þegar að hann hitti gamlan æskuvin sinn, Izzy Stradlin’ í LA stofnuið þeir bandið AXL, eftir það voru þeir í böndum eins og Rose, Hollywood Rose, L.A. Guns og svo varð til ein áhryfamesta hljómsveit allra tíma GUNS N’ROSES, sem varð til úr L.A. Guns. Þarna voru menn eins og Axl, Izzy, Duff McKagan (bassaleikari), Traci Guns (gítarleikari) og Trommuleikarinn Rob Gardner. Fljótlega viku þó Rob og Traci fyrir gítarsnillingnum Slash og trommaranum Steven Adler.
Árið 1987 kom út frumsmíð þeirra félaga “Appetite for Destruction”. Og wow þvílíkt meistaraverk er vandfundið. Öll þessi lög er æðisleg, þessi plata á enga lélega parta, laglínur og textar og bara allt er hreinasta snild. Sala á plötunni fór afar rólega af stað, enda sveitin lítið sem ekkert þekkt, en um leið og “Sweet Child O’Mine” fékk spilun á MTV þá rauk salan upp. Guns N’Roses urðu bara að guðum í augum margra, en í aðra augum voru þeir ekkert annað en rugludallar. Guns N’Roses voru þarna ornir ókrýndir konungar 80’s glamsins.
Árið 1988 kom síðn út “GN’R LIES” sem er að mínu mati plata skrefi aftar en “Appetite for Destruction”. En samt sem áður fínasta plata með ágætis lögum inná milli. Það sem samt hefur alltaf vakið mesta athygli fólks á þessari plötu eru texarnir, aðallega samt þó textinn vð lagið “One in a million” þar sem Axl syngur um negra og hommatitti sem sé löðrani í sjúkdómum. Fengu þeir mjög neikvæðann stimpil eftir þetta en hann náði Axl að þvo af þeim þegar hann kom fram á alnæmissamkomu með Elton John.
1991 var stórt ár í sögu Guns N’Roses. Þetta ár komu systraplöturnar “Use Your Illusion I & II” plöturnar seldust fínt enda með æðislegar perlur þarna “Don’t Cry er nóg að nefna þá vita allir hvað ég er að tala um. Þetta ár kom líka fram einn fáviti sem kallaði Guns N’Roses hæfileikalausa dóphausa sem væru hryllilegar fyrirmyndir og margt fleira illt, þetta hefði svo sem ekki verið neitt rosa merkilegt er þessi fáviti hefði ekki heitað Kurt Cobain og verið söngvari LÉLEGUSTU hljómsveitar ALLRA tíma. STÓR orð flugu á milla Nirvanameðlina og Guns N’Rosesmeðlima næstu misseri. En eins og allir vita þá var Guns N’Roses mikilu betri hljósveit, enda Nirvana hryllileg. En þetta var svo sem útúrdúr en ég veit að margir eru mér sammála um þetta.
Í kjölfar útgáfu systraplatnanna var farinn allsvakalegur túr sem endaði ekki fyrren 1993
Árið 1993 kom út platan “The Spaghetti Incident?”, þetta var punk cover plata og ágæt sem slík en Guns voru langt frá sínu besta og auðheirt/séð að samband þeirra félaga var orðið frekar stirt. Mér vitandi var enginn túr farinn eftir þessa plötu.
Ekkert gerðist síðan næstu ár, fyrr en árið 1996 rak Slash, Axl. En Axl keypti þá bara einkaréttinn á nafninu Guns N’Roses. Þannig að Slash gat ekki kallað hljómsveitina sína Guns N’Roses. Axl stofnaði nýja hljómsveit undir sama nafni
Árið 2003 kom út Greatest Hits diskur frá Guns, þó án leifis upprunalegu meðlimanna. Axl, Slash og Duff gengu meira að segja svo langt að stefna Geffen fyrir að ætla að gefa diskinn út en allt kom fyrir ekki.
Lítið sem ekkert hefur heyrst frá hljómsveitin undanfarin ár. Þó er ný plata frá sveitinni “Chinese Democrasy” er búin að var á leiðinn frá því árið 1997, þó að miklar líkur sé á að diskurinn komi aldrei út þá eru ákveðnir Guns N’Roses aðdáendur sem halda ennþá í vonina að hann koni út einn daginn. Guns N’Roses hafa eiginlega ekkert komið fram undanfarin ár, en seinustu stóru tónleikar þeirra voru á “Rock in Rio 2001” og þá bjuggust margir við nýju upphafi hjá þessari stórsveit en ekkert gerðist.
Þettta var rosa stutt útgáfa að sögunni þeirra en hefur vonandi frætt eitthverja nýja aðdáendur aðeins um sveitna.
Fyrir nýja aðdáendur vil ég benda á Greatest Hits og Appetite for Destruction. Frekar samt Appetite því þar færðu þéttustu og bestu útgáfuna af Guns.
GlamRocke
What if this ain't the end?