The Rolling Stones er bresk rokk hljómsveit sem hóf feril sinn um miðjan 7. áratuginn. Eru þeir líklega langlífasta rokk hljómsveit okkar tíma en þeir eru enn að spila saman í dag og hafa gengið saman gegnum bæði súrt og sæ á þessum tíma. Þótt það séu ekki nákvæmlega sömu meðlimir í hljómsveitini og upphaflega hefur ákveðinn kjarni hennar ávalt haldið henni saman en eru það þeir Mick Jagger og Keith Richards. Telja margir þá vera einu bestu lagahöfunda síðustu áratuga en semja þeir nánast öll lög hljómsveitarinnar saman.
Árið 1960 var það fyrir tilviljun að fyrrum skólafélagarnir Richard og Jagger hittust á járnbrautarstöð. Voru þeir gamlir æskuvinir sem höfðu ekki hist lengi. Stuttu síðar byrjaði Richard að spila með blús hljómsveit er Jagger var í, hljómsveitinmo Little Boy Blue and the Blue Boys. Þeir kynntust ungum gítarleika Brian Jones sem var mjög hæfileikaríkur. Það leið ekki langur tími þar til að Richard, Jagger og Jones hófu að æfa saman og síðar leigja saman. Ákváðu þeir að stofna sína eigin hljómsveit og buðu trommarnum Charlie Watts, píanóleikaranum Ian Streward auk bassaleikarans Dick Taylor að ganaga í lið við hljómsveitina. Brian Jones stakk uppá að þeir kölluðu hljómsveitina The Rolling Stones eftir slagara með Muddy Waters “Rollin’ Sones Blues”. Taylor hætti fljótlega og fór í listaskóla en Billy Wyman kom í hans stað.
Árið 1963 réði hljómsveitin Andrew Loog Oldham sem umboðsmann þeirra. Sá Oldman hljómsveitina sem andstæðu við Bítlana og ákvað að setja ímynd þeirra sem “Bad Boys” en það má segja að The Rolling Stones hafi verið fyrsta Bad Boys hljómsveitin. Hóf hann auglýsingaherferð sem hann kallaði ,,Myndirðu láta dótir þína giftast meðlim úr Rolling Stone” eða ,,Would You Let You Daughter Marry a Rolling Stone?". Hljómsveitin spilaði mikið á klúbbum í London og var fljótlega farið að segja að þeir væru best tónleikahaldarar í London, voru meira að segja heiðraðir með komu Bítlana á einum tónleikunum. Sama ár fékk hljómsveitin samning hjá upptöku fyrirtækinu Decca Records. Mánuði síðar gáfu þeir út fyrstu smáskífu sína ,,Come on” sem var endurgert lag eftir Chuck Berry. Þeir gáfu síðar út smáskífuna “I Wanna Be Your Man” sem komst í 12.sæti vinsældarlistans við útgáfu en lagið er samið af þeim John Lennon og
Paul McCartney.
Hljómsvein byrjaði að auglýsa sína fyrstu tónleika ferð um Bretland árið 1963 en gáfu þeir út sína fyrstu breiðskífu þá. Hét hún einfaldlega The Rolling Stones og var með ,,cover” lögum eftir hina ýmsu lista menn líkt og Nat King Cola, Bo Diddley, Chuck Berry og fleiri. Var búið að mynast stór aðdáenda hópur um hljómsveitina og var stór hluti unglingsstelpur er öskruðu hástöfum er þeir sáu hljómsveitarmeðlimina en þótt hljómsveitini gekk vel vissi Oldham að þeir gætu ekki spilað lög eftir aðra endalaust. Einn daginn tók hann upp á því að læsa þá Jagger og Richard inn í eldhúsini sínu og tjáði þeim að þeir fengu ekki að koma út fyrr en þeir hefðu samið eitthvað. Árangur þessarar tilraunar Oldhams varð lagið Tell Me. Lagið varð ekki gífurlega vinsælt en táknaði það nýjan kafla í söguhljómsveitarinnar því þeir Jagger og Richard áttu eftir að gera mörg frábær lög eftir þetta. Tveimur árum síðar sömdu þeir lagið The Last Time sem komst efst á bresku vinsældralistana og hálfu ári seinna gáfu þeir út smellinn (Can’t get no) Satisfaction sem gerði þá heimsfræga og er einn af vinsælustu lögum þeirra.
Þeir Jagger og Richard fóru vera fá mesta athyglina í hópnum en áður hafði Jones verinn talinn fremstur í hópnum. Leiddist Jones út í mikla eiturlyfaneyslu og dró Richard og Pallenberg með sér en þau voru áttu í ástarsambandi í rúm 10 ár.
Næstu tvö lög hljómsveitarinnar Get Off My Cloud og 19th Nervous Breakdown slóu einnig í gegn meðal unga fólksins og í kjölfarin fóru þeir á tónleikaferð um Bandaríkjin. 1966 kom út breiðskífan Aftermath sem slá rækilega í gegn og mátti sjá á laginu Paint It Black að hljómsveitin var að færast í nýjar stefnur í tónlistini, aðrir smellir á plötuni voru t.d. 19th Nervous Breakdown, Under My Thumb og Have You Seen Your Mother, Baby (Standing In The Shadows).
Stones voru orðnir þekktir fyrir lífstíl sinn og eiturlyf. Fjallaði breska fréttablaðið News of the World um þennan lífstíl og árið 1967 ruddist lögreglan inn á heimili Keith Richards þar sem eitt af reglulegu partíum var í gangi. Fannst nokkuð magn af kanabis og ólöglegum lyfjum. Bæði Richard og Jagger voru ákærðir en voru síðar sýknaðir af ákærum. Fíkn Stones manna versnaði stöðugt og hættu þeir að spila á tónleikum. Fengu næstu 3 plötur þeirra lélega gagngrýni og mátti sjá á þeim að dópvandamál hljómsveitarinnar væri stöðugt að versna. Hljómsveitin náði að komast aftur á skrið með plötuni Jumpin’ Jack Flash árið 1968 og platan Beggars Banquet kom út skömmu síðar og sló hún rækilega í gegn með lögum eins og Street Fighting Man og Sympathy for the Devil sem heyrist reglulega í útvarpi en þann dag í dag. Í júní 1969 var Jones rekinn úr bandinu og aðeins viku síðar kom gítarleikarinn Mick Taylor inn. Jones tilkynnti brátt að hann ætlaði að stofna sína eigin hljómsveit en svo varð ekki því 3 júlí fannst hann látinn í sundlaug fyrir aftan heimilið hans. Eftir rannsókn á málinu var gefið út að dauðdagi hans hafi verið af slysvöldum. Minnigartónleikar voru haldnir nokkrum dögum síðar þar sem Jagger las erindi úr ljóðinu Shelley og sleppti þúsundum fiðrilda sem flugu yfir garðin þar sem tónleikarnir voru haldnir.
Rétt fyrir útgáfu á nýrri plötu (Let it Bleed) 6. desember sama ár komu Stones óvænt á tónlistar hátíð rétt hjá San Francisco. Jagger hafði tilkynnt komu þeirra og var búið að ráða mótorhjólaklíkuna Hells Angels til að sjá um öryggismál. Enduðu tónleikarnir með því að slagsmál brutust út og svartur ungur maður var stunginn og laminn til dauða af meðlimum móturhjólaklíkinar. Orðrómur var um að lagið Sympathy for the Devil hafi æst tónleikagestina og byrjað slagsmálin, hættu Stones að spila lagið á tónleikum næstu 6 árin. Morðið hafði mikil áhrif á Richard og þá sérstaklega því það gerðist stuttu eftir dauða Jones. Sökk hann djúpt í heróín og átti eftir að eyða næstu árum inn og út úr meðferðarheimilum en endaði hann alltaf aftur í dópinu.
Samningur hljómsveitarinnar við Decca Records rann út árið 1969 og stofnuðu þeir sitt eigið útgáfufyrirtæki undir umsjón Mick Jaggers. Gáfu þeir út fyrstu breiðskífuna frá sínu eigin útgáfufyrirtæki 2 árum síðar og hét hún Sticky Fingers og var með slögurum líkt og Brown Suger og Wild Horses. Unnu þeir Jagger og Taylor mjög náið að gerð plötunar en var það líklega vegna vaxandi heróín fíkn Richards. Samt sem áður voru öll lög skráð á Jagger og Richard og gerði það Taylor svektan.
Þurfti hljómsveitin að flytjast til suður Frakklands vegna vanskila á skatti. Þar tóku þeir upp næstu plötu sýna er fékk heitir Exit on Mainstreet. Fóru upptökur á henni fram í kjallaranum hjá Richard. Næstu 2 plötur þeirra Goat Head’s Soup og It’s Only Rock and Roll náðu báðar efst á vinsældarlistum þrátt fyrir að fá lélega dóma, þar komu fram klassísk lög eins og Angie. Taylor fékk að lokum nóg af dópneyslu Richards og móralnum í bandinu og ákvað að hætta rétt áður en þeir byrjuðu að taka upp næstu plötu. Var næsta plata tekin upp með gítarleikaranum Ron Wood og var titluð Black and Blue.
Wood kom fyrst fram með hljómsveitini árið 1975 þegar þeir héltu tónleika víða um Bandaríkin þar tóku þeir upp ný atriði með miklum leikmunum og voru með ýmsar uppákomur á meðan á tónleikum stóð. Jagger var til dæmis með Tarzan reipi sem hann sveiflaði sér í og einn af leikmununum var uppblásinn getnaðarlimur. Með nýjum gítarleikara komu nýjar áheyrslur í tónlistar stefnuni. 1978 fóru Stones menn að fara meira út í pönk en þeir höfðu gert og komu með lög líkt og Some Girls, Miss You , Tatto You og hið gífulega vinsæla Start Me Up. Má segja að þeir hafi komist sterkir inn í nýjan áratug og árið 1983 gerðu þeir 28 milljón punda samning við útgáfufyrirtækið CBS sem hljómaði upp á 3 breiðskífur. Fyrsta platan hét Undercover og var henni ekki vel tekið. Spurðu sumir sig hvort hljómsveitin væri að stefna niður vegna aldurs. Lést Ian Strewart sem oft hefur verið kallaður 6. meðlimurinn af völdum hjartaáfalls árið 1985og var með þeim frá upphafi. Kláruðu þeir Dirty Works sem seldist ekki mikið betur en Undercover og tóku sér svo hlé meðan Jagger gerði 2 sóló plötur og gerði Keith einnig sóló plötu sem hét Talk is Cheap og var eitt lag sem var samið um Jagger og hét You Don’t Move Me. Plötunar fengu lélega dóma bæði hjá gagngrýnendum og aðdáendum og seldust illa. 1989 var hljómsveitin heiðruð með viðurkennigu í Rock and Roll Hall of Fame og voru þeir Jagger, Richard og Taylor viðstaddir hátíðina. Þremur mánuðum síðar hittust þeir Richards og Jagger og hófu að semja að nýju. Útkoman var Steel Wheels, á henni var bæði nýtt efni sem og endurgerð lög frá fyrri tímum hljómsveitarinnar. Í kjölfarið fór hljómsveitin í tónleikaferð um heiminn sem gekk gífurlega vel og gáfu út plötuna Flash point stuttu síðar en á henni voru upptökur frá tónleikunum. Í lok tónleikaferðarlagsins tilkynnti bassaleikari hljómsveitarinnar Wyman að hann ætlaði að hætta.
Fékk Watts það verkefni að finna nýjan bassaleikara og varð Darryl Jones fyrir valinu. Hann spilaði með þeim á disknum Voodoo Lounge sem var gefinn út 1994 og fór með þeim í tónleikaferð eftir útgáfuna. Á Bridges to Babylon sem gefin var út 1997 var nýr bassaleikari að nafni Doug Wimbish en hann gat ekki spilað með Stones á tónleikaferðalaginu eftir diskinn svo Jones var fenginn aftur.
Diskurinn Forty Links sem er safndiskur með bestu lögum þeirra auk fjögurra nýrra kom út árið 2002 og árið 2003 héltu þeir fyrsta skiptið tónleika í Hong Kong. Þann 6.september síðast liðinn gáfu The Rolling Stones út sinn nýjasta disk sem var nefndur A Bigger Bang og er hann aðeins með nýjum lögum. Hefur diskurinn fengið góða dóma og stendur nú yfr tónleikaferðalag um Bandaríkjin til þess að fylgja plötunni eftir.