Ég er bara nýbúinn að almennilega fatta hljómsveitina Muse (gerði það í fyrradag reyndar) og hún er barasta skrambi góð, þeir spila kröftugt, frumlegt og grípandi rokk en það er einmitt eins og ég og sennilega flestir aðrir vilja hafa það.
Það hafa nú þegar tvö lög heyrst mikið í útvarpinu, hið bráðgóða New born og Plug in baby sem er poppaðasta lag nýju plötunnar og eitt það versta að mínu mati en þar skiljast skoðanir mínar og flestra annara, því flestum finnst það frábært og jafnvel besta lagið á meðan mér ja hálfleiðist það bara.
Þeim hefur mikið verið líkt við Radiohead og er það helst vegna þess að söngvari Muse er hreint ekki ósvipaður Thom Yorke, reyndar er hann alveg eins, mikið fyrir að syngja/góla (take your pick) í falsettu en lengra nær samlíkinginn varla, Muse eru rokkarar á meðan Radiohead eru eitthvað annað (Síðrokk, avant garde, experimental rock).
Ég hugsa að allir sem fíla Radiohead fíli einnig Muse og hún er sennilega afar hentug fyrir þá sem finnst Radiohead vera orðnir of arty í seinni tíð og fíluðu þá betur í gamla daga, þegar þeir jú voru fyrst og fremst rokksveit.
Nýja skífan Origin of symmetry er mjöög góð, uppáhaldsplatan mín á árinu ásamt Amnesiac, af þessum tveimur er ekki gott að segja hvor hafi vinninginn þegar Amnesiac er td. frumlegri og metnaðarfyllri á eina hliðina en tilgerðalegri og jafnvel leiðinlegri á hina og andstæðurnar eiga við Origin en hörðustu arty Radiohead aðdáendum gætu fundist Muse hreint útvarpsfæði en svo langt leiddur er ég ekki og nýt þess að spila Muse, ég veit annars ekkert um Muse nema það sem ég hef heyrt af Origin svo ég spyr ykkur hvernig þið fílið þá og hvort það sé eitthvað annað með þeim sem er þess virði að eiga.