Ég þarf vonandi ekki að kynna Bob Dylan eða Robert Zimmerman fyrir mörgum einn frægasti tónlistarmaður sögunnar en ástæðan fyrir því að ég ætla að tileinka honum grein er að ég var að skoða diskaskápinn minn og komst að því að ég á tæpar 30 Bob Dylan-plötur.
Bob Dylan er snillingur, jafnvel sá mesti sem komið hefur fram í rokksögunni og hann átti meiri þátt en nokkur annar í að breyta rokkstónlistinni úr einföldu skemmtiefni yfir í alvarlegt listform (hann gerði það ekki einsamall auðvitað), hann hvatti Bítlanna til að semja betri texta en “She loves you yeah yeah yeah” og Bítlarnir hvöttu Dylan til að spila meira rokk og skilja sig frá einföldu Woody Guthrie þjóðlagatónlistinni sem hann var að spila.
Bob Dylan hefur langan feril að baki og æði grysjóttan, hans bestu plötur (Highway 61 revisited og Blonde on blonde) eru með því besta sem rokkið hefur alið á meðan hans verstu plötur (A fool such as i og Saved) eru einhver alversti vibjóður sem ég hef nokkurn tíma heyrt.
Það er auðvitað til fullt af fólki sem þolir ekki Dylan og segja oftast að hann sé lélegur söngvari, en það eru ótrúlega þreytandi rök, svipað og Bítlarnir voru popp-band og að hardcore tónlist sé bara garg, Dylan var augljóslega slappur söngvari en það var Dylan sem sannaði að þú þarft ekki að vera einhver Sinatra/Presley til að geta sungið það er nóg að trúa á það sem þú syngur um.
Ef þú spyrð harðan Dylan aðdáanda hvort Dylan hafi verið fjölbreyttur færðu vafalaust jákvætt svar, ég meina hann byrjaði sem þjóðlagatrúbador og fór í rokkið og þaðan í kántrýið og loks endaði hann í gamalmenna poppinu þannig að Dylan er fjölbreyttur….. á pappírnum en sannleikurinn er sá að þetta hljómar allt saman eins og hann var mikið í að endursemja sjálfan sig, reyndar byrjar hann á því strax á þriðju plötu (Times they are a-changin) að nota sömu laglínurnar og á síðustu plötu og hann er að nota sömu laglínurnar í dag og hann notaði fyrir 30 árum og lögin hans er sjaldnast mjög hugmyndarík, í mörgum tilvikum eru þau bara einfallt stef endurtekið milljón sinnum eða þangað til sagan er búinn, það eru ekki neinir milli eða aukakaflar heldur bara þetta venjulega vers/viðlag/vers/viðlag endurtekið hátt í 15 mínutur enda er það ekki það sem Dylan snýst um heldur textarnir sem eru alger snilld og í þeirri deild tekur hann alla samkeppni í nefið þeir eru frumlegir og flóknir og eiga sér enga keppinauta og það var textasnilli Dylans sem breyti rokktónlistinni í listform, hann sameinaði ljóðagerð og rokktónlist og hann er sennilega áhrifamesti einstaklingur tónlistarsögunnar.
Álit mitt á þeim Bob Dylan plötum sem ég á.
Bob Dylan ***
Freewheelin *****
Times they are a-changin **
Another side of Bob Dylan *****
Bringing it all back home *****
Highway 61 revisited *****
Blonde on blonde *****
John Westley Harding ****1/2
Selfportrait **
Pat Garret & Billy the kid **
A fool such as i (hauskúpa)
Planet waves ****
Blood on the tracks *****
Basement tapes ***1/2
Desire ****
Street legal ***
Slow train coming ****
Infidels ***
Knocked out loaded **
Down in the groove **
Under a red sky **1/2
Good as i have been to you **
Time out of mind ***
The bootleg series *****
Dylan 1966 *****