Þú ættir nú að gefa Botnleðju annan séns, 2-3 góð lög… kommon.
Það eina sem ég sagði var að mér þætti þreitandi þegar íslenskar sveitir syngdu á ensku og að JBJ hefðu verið orðnir lúnir undir lokinn en ég bætti því við að ég finndi ekkert að því að íslenskar hljómsveitir sem eru að reyna fyrir sér úti syngi á ensku.
Mér finnst samt oft þegar íslenskar sveitir syngja á ensku þá tapist persónuleikinn og þær verða bara svona hljómsveit #72501 (Dead sea apple).
Ef við förum örlítið út fyrir JBJ umræðuna þá hefur það sýnt sig að þær sveitir sem syngja enska texta eða bara heita enskum nöfnum reynast oft frekar lélegar þegar til lengri tíma er litið, (hver man eftir og hvað þá hlustar á sveitir eins og Lonly blú boys, Exterminator eða þá hljómsveit sem átti að sigra heiminn The Bootlegs) þetta er auðvitað enginn regla en reynið að nefna 4 gamlar íslenskar hljómsveitir (fyrir utan Sugarcubes eða Ham) sem eru réttilega klassískar í dag eða enn betra nefnið mér EITT gamalt lag eftir íslending, sungið á ensku sem er talin sem einskonar dægurperla í dag og það má ekki vera eftir þá sem ég skilgreindi áður, ekki veit ég af hverju þetta er en ástæðan er EKKI sú að einhver yfirgnæfandi meirihluti hljómsveita hér hafi sungið sitt efni á íslensku, málið er frekar ófrumleiki þessara listamanna.
ATH Þetta var EKKI um Jet Black Joe!
Íslensk tónlist er í fínum málum um þessar mundir, (mun meira spennandi en á dögum Jet Black Joe) endalaust að bætast við nýjar sveitir og fullt af stefnum í gangi (og það ER jákvætt), varla villtu hafa allt íslenskt rokk eins og Jet Black Joe (vel flutt, vel samið en frekar ófrumlegt).
Það er ekki hægt að kenna Botnleðju um hvort standardinn sé lágur eða ekki því þessi ´´Botleðjubylgja´´ (ef hún var einhverntíma) er löngu liðinn hjá og þó þær sveitir sem hafi ákveðið að herma eftir þeim (Soðinn fiðla og Stæner) hafi verið dapurlegar þá væri íslenskt rokk betur sett í þeirra höndum en einhverra hljómsveita sem hefðu ákveðið að herma eftir JBJ, þá gætum við farið að tala um bönd #83217365 og #346984570, litlausar, óspennandi og alveg ótrúlega leiðinlegar sveitir sem myndu leiða rokkið í mestu lægð í manna minnum.
Ps. Botnleðja er langt því frá mitt uppáhald, ég tæki Sigur rós fram yfir þá hvaða degi sem er og kannski Mínus líka en alveg síðan Drullumall kom út hefur tónlist eins og JBJ nánast horfið og þó þeir hafi verið mjög góðir, rosalega góðir reyndar, langtum betri tónistarmenn en Botnleðja, ég veit það alveg, þá var þetta rokk þeirra orðið svo hundþreitt og leiðingjarnt að við þurftum eitthvað eins og Botnleðju, létt, kröftugt og ferskt(samt ekki beint frumlegt) rokk, þess vegna segi ég að þeir hafi ´´reddað þessu´´ ekki vegna þess að mér finnist þeir svo endalaust góðir, þvert á móti, td. finnst mér þeirra seinasta plata Douglas Dakota hálf léleg.