Saga System Of A Down Hér kemur smá grein um hljómsveitina System Of A Down sem hefur átt virkilega góðu gengi að fagna undanfarinn ár.

Meðlimir sveitarinnar eru:
Serj Tankian – Söngur (Er fæddur í Líbanon og er elstur í sveitinni, hann spilar líka á píanó og gítar)
Daron Malakian – Gítar, söngur (Er eini af þeim sem er fæddur í Bandaríkjunum)
John Dolmayan – Trommur (Fæddur í Líbanon)
Shavarsh Odadijan “Shavo” – Bassi (Fæddur í Armeníu)

Saga sveitarinnar:
Árið 1993 hittust þeir Serj og Daron fyrir tilviljun í stúdío í Los Angeles þegar þeir voru að taka upp fyrir þáverandi hljómsveitir sínar og þegar þeir fóru að tala saman komust þeir af því að þeir höfðu svipaðan tónlistarsmekk ásamt sömu pólitísku skoðunum. Þeir ákváðu því strax að stofna hljómsveit saman sem fékk nafnið “Soil”.
Það var svo fyrir aðra tilviljun að þeir rákust á mann að nafni Shavarsh Odadijan (Shavo) í Armenskum einkaskóla sem þeir voru allir í og fengu hann til að vera umboðsmaður fyrir þá en hann sannaði sig fljótt sem bassaleikari og var því fljótlega orðinn fullgildur meðlimur.
Skömmu seinna gekk trommarinn John Dolmayan til liðs við þá en fyrir komu hans var maður með því skemmtilega nafni Andy Khatchadurian sem sá um að berja húðirnar.

Þarna var sveitin því fullskipuð og hafa engar frekari mannabreytingar orðið á henni allan þann tíma sem hún hefur starfað en ástæðan getur til dæmis verið að þeir hafa allir menningarleg tengsl, Serji og John eru báðir fæddir í Líbanon, Shavo í Armeníu og Daron var af Armenskum ættum en miðausturlensk áhrif má greinilega heyra í tónlist sveitarinnar.

Þegar þarna var komið við sögu fóru þeir í það að einbeita sér af því að tryggja sér aðdáendur og með mikilli tónleikaspilun þarsem þeir hituðu meðal annars upp fyrir nokkur þekkt staðarbönd nutu demó spólur þeirra mikillra vinsælda á svæðinu í kringum Los Angeles og þeir ákváðu einnig að breyta um nafn og “System Of A Down” varð fyrir valinu en hljómsveitin er skírð í höfuðið á ljóði sem Daron samdi en ljóðið hét “Victims Of A Down”.

Þegar þriðja Demó hljómsveitarinnar kom út voru þeir líka orðnir nokkuð þekktir í “underground” tónlistarheiminum bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu og þeir duttu svo sannarlega í lukkupottin þegar maður að nafni Rick Rubin, sem hefur t.d. próduserað fyrir hljómsveitir eins og “Slayer”, “Red Hot Chili Peppers” og “Johnny Cash”, kom á tónleika með þeim en hann heyrði af hljómsveitinni í gegnum vin sinn og ákvað að kíkja á tónleikanna og eftir að hafa upplifað stemmninguna ákvað hann að bjóða þeim samning frá “American Recordings”.

Eftir að samningurinn var undirritaður hófst vinnan við að taka upp fyrstu breiðskífu sveitarinnar og árið 1998 kom út platan “System Of A Down” og hún fékk alveg frábæra dóma og fór í 124 sæti á Billboard listanum sem þykir mjög gott fyrir fyrstu plötu þungarokksplötu. Tvö lög af plötunni, Sugar og Spiders, fengu talsverða spilun í útvarpi og í kjölfarið á vinsældum hennar var þeim t.d. boðið að spila á Ozzfest hátíðinni.

Tveimur árum seinna fóru þeir aftur í stúdíó til að taka upp aðra breiðskífu sína og aftur var það Rick Rubin sem sá um að pródusera plötuna og hann sagði að það væri greinilegt að þeir hefðu þroskast mikið sem tónlistarmenn eftir velgengni fyrstu plötunnar og öllum þeim tónleikum sem fylgdu í kjölfarið
Nýja platan kom svo út árið 2001 (4.sept) og fékk hún nafnið “Toxicity” og fyrsta smáskífan af plötunni “Chop Suey” fékk strax gríðarlega spilun, bæði á sjónvarpsstöðvum og útvarpi, enda fór platan í 1. sæti á Billboard listanum (12.sept) en það hefðu örugglega ekkert alltof margir spáð um það að plata sem var með töluvert mikla pólitíska ádeilu á Bandaríkin mundi ná toppsætinu eftir 11.sept en “Toxicity” seldist í um 6 milljónum eintaka og er núna orðin “klassísk” rokk plata. Frægustu lögin á “Toxicity” eru fyrrnefnt “Chop Suey” ásamt “Toxicity” og “Aerials”. Þarna var System Of A Down komnir í hóp bestu og frægustu rokk hljómsveita í heiminum.

Meðan að upptökum á Toxicity stóð voru þeir með alveg gríðarlegt magn af lögum sem þeir voru búnir að semja en komu ekki öllum á diskinn og stuttu eftir útgáfu Toxicity voru ólöglega útgáfur af hinum lögunum komnar á netið. Þá ákvaðu þeir bara að gefa út disk í betri gæðum (þessar útgáfur á netinu voru oft lélegar) með þeim lögum sem komust ekki á “Toxicity”. Sá diskur heitir því skemmtilega nafni “Steal This Album” og fékk alveg frábæra dóma þrátt fyrir að innihalda bara “B-lög” og að þannig diskur skuli hafa farið í 15.sæti á billboard listanum segir margt um þær gríðarlegu vinsældir sem System Of A Down njóta.

Í júni 2004 héldu þeir svo aftur í stúdió til að taka upp nýja plötu/ur því þær eru nefnilega tvær Mezmerize og Hypnotize. Þeir ákváðu að gefa þær ekki út á sama tíma heldur með hálfs árs millibili og Mezmerize varð sú fyrri og að mínu mati er þetta ein albesta rokkplata allra tíma.
Rick Rubin var aftur valinn sem pródúser en að þessu sinni voru þeir Daron og Serj mun aktívari í öllu ferlinu, Daron er til dæmis aðalsöngvari á löngum köflum og syngur einn í laginu “Lost In Hollywood” og Serj sá um að spila á píanó og gítar í mörgum af lögunum en samvinna þeirra tveggja var mjög góð þegar verið var að semja lög á plötuna endir búnir að vinna saman í 10 ár.
Fyrsta smáskífan af “Mezmerize” var lagið “BYOB” eða “Bring Your Own Bombs” og fjallar um íraksstríðið en lagið var eitt af vinsælustu lögunum í sumar ásamt “Cigaro” sem er einnig á plötunni sem fór að sjálfsögðu í fyrsta sæti Billboard listanum. Það er eiginlega ekki hægt að velja bestu lög plötunnar því þá mundi maður enda með því að telja upp allan lagalistann en það er ekki eitt slakkt lag á allri plötunni að mínu mati.

Þó svo að þeir Daron og Serj sjá um að semja öll lögin og hjálpa til við að pródusera eru hinir ekki bara til sýnis og segir John Dolmayen að gríðarlegt lýðræði sé í sveitinni og t.d. sjái Shavo um að ráða sviðinu og einnig hafi hann leikstýrt mörgum myndböndum System Of A Down t.d. Aerials, Chop Suey og BYOB.

Það er svo þann 22.nóvember að “Hypnotize” kemur út og miðað við allt sem þeir hafa gert hingað til kæmi manni ekki á óvart að sá diskur mundi vera enn eina tímalausa snilldin sem þeir senda frá sér.

Núnar er bara að vona að þeir komi til Íslands þegar þeir fara á túr til að fylgja eftir plötunni.
Heimildir:
www.systemofadown.com
www.soadfans.com
www.allmusic.com