Góðan daginn :7
Flest ykkar ættu að kannast eitthvað við skosku gleðisveitina Franz Ferdinand, sem að slógu svo hressilega í gegn í fyrra með samnefndri frumraun sinni sem að hefur víðast hvar fengið góða dóma fyrir tápmikla tóna sína. Síðan komu þeir að sjálfssögðu hingað til Íslands og trylltu lýðinn í Kaplakrika í byrjun þessa mánaðar.
Diskurinn “You Could Have It So Much Better” mun koma í verslanir þann 3. október en lak hinsvegar óvart út á netið fyrir skömmu. Greip ég þá tækifærið og sótti mér hann og sé ekki eftir að hafa gert það enda er þetta klassadiskur í alla staði. Þeir halda áfram á sömu braut þó að þetta efni sé fjölbreyttara og öll lögin hljóma ekki jafn líkt og á fyrri plötunni. Þeir hafa líka greinilega uppgötvað að róleg lög eru líka lög, sem er ágætt held ég bara. Ég bjóst ekki við því að þeim myndi takast að fylgja fyrri plötunni svona sterkt eftir, bjóst í raun ekki við neinu nema endurtekningum en fékk eitthvað nýtt og betra. Sem er frábært. Mér finnst allur hljóðfæraleikur vera til fyrirmyndar og heildarútkoma plötunnar bara mjög góð. Nokkur lög á plötunni verða væntanlega mjög vinsæl í útvarpi, t.d. Do You Want To, The Fallen, Walk Away, This Boy, What You Meant, You Could Have It So Much Better og You're The Reason I'm Leaving. Frekar útvarpsvæn tónlist held ég bara.
Lagalisti:
1. The Fallen
2. Do You Want To
3. This Boy
4. Walk Away
5. Evil And A Heathen
6. You're The Reason I'm Leaving
7. Eleanor Put Your Boots On
8. Well That Was Easy
9. What You Meant
10.I'm Your Villain
11.You Could Have It So Much Better
12.Fade Together
13.Outsiders
Jæja með þessu hef ég örugglega orðið sá fyrsti í heiminum til að skrifa umfjöllum um þennan disk. Óskið mér til hamingju, sem og Franz Ferdinand mönnum sem að hafa tekið stórt skref fram á við á ferli sínum.